Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 13:37 Baldvin Þór Bergsson ritstjóri Kastljóss og María Sigrún. En hún fær pláss hjá honum fyrir fréttaskýringu sína um bensínstöðvar og lóðir sem þeim tengjast. vísir María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. „Það gleður mig að fréttaskýring sem ég hef unnið að síðustu mánuði verður sýnd í Kastljósi á mánudag kl. 19:40 í þeirri lengd sem til stóð að hún yrði í Kveiksþætti 23. apríl síðastliðinn,“ segir María Sigrún. Samkvæmt skjáskotum sem hún birtir með færslu sinni er víst að þar verður fjallað um bensínstöðvar og umdeildar lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar til þeirra sem hafa haft með þær að gera. Frétt sem Vísir birti fyrir skömmu vakti gríðarmikla athygli og umræður í kjölfarið en María Sigrún greindi frá því í samtali við Vísi að hún hefði verið látin víkja úr Kveik, gegn sínum vilja. Ritstjóri Kveiks mun hafa látið þau ummæli flakka, að sögn Maríu Sigrúnar, að hún væri kannski ekki gerð fyrir rannsóknarblaðamennsku en hún væri frábær fréttalesari. Hafa þau ummæli þótt af mörgum vera til marks um stæka karlrembu og hefur komið fram hávær krafa þess efnis að almenningur ætti í það minnsta kröfu á að vita hvað það væri sem María Sigrún ætlaði að fjalla um. Það liggur nú fyrir. María Sigrún greindi jafnframt frá því að hún bindi vonir við að fréttaskýring hennar yrði sýnd í Kastljósi og nú er sú staðan. Eftir því sem Vísir kemst næst mun Urður Örlygsdóttir fréttamaður ganga til liðs við Kveiksteymið í hennar stað. Uppfært 15:15 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. Gerði hann grein fyrir þeim sjónarmiðum á Facebook-síðu sinni. Fréttaskýringin hafi ekki verið fullbúin til sýninga fyrir síðasta Kveiksþátt þennan veturinn. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
„Það gleður mig að fréttaskýring sem ég hef unnið að síðustu mánuði verður sýnd í Kastljósi á mánudag kl. 19:40 í þeirri lengd sem til stóð að hún yrði í Kveiksþætti 23. apríl síðastliðinn,“ segir María Sigrún. Samkvæmt skjáskotum sem hún birtir með færslu sinni er víst að þar verður fjallað um bensínstöðvar og umdeildar lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar til þeirra sem hafa haft með þær að gera. Frétt sem Vísir birti fyrir skömmu vakti gríðarmikla athygli og umræður í kjölfarið en María Sigrún greindi frá því í samtali við Vísi að hún hefði verið látin víkja úr Kveik, gegn sínum vilja. Ritstjóri Kveiks mun hafa látið þau ummæli flakka, að sögn Maríu Sigrúnar, að hún væri kannski ekki gerð fyrir rannsóknarblaðamennsku en hún væri frábær fréttalesari. Hafa þau ummæli þótt af mörgum vera til marks um stæka karlrembu og hefur komið fram hávær krafa þess efnis að almenningur ætti í það minnsta kröfu á að vita hvað það væri sem María Sigrún ætlaði að fjalla um. Það liggur nú fyrir. María Sigrún greindi jafnframt frá því að hún bindi vonir við að fréttaskýring hennar yrði sýnd í Kastljósi og nú er sú staðan. Eftir því sem Vísir kemst næst mun Urður Örlygsdóttir fréttamaður ganga til liðs við Kveiksteymið í hennar stað. Uppfært 15:15 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. Gerði hann grein fyrir þeim sjónarmiðum á Facebook-síðu sinni. Fréttaskýringin hafi ekki verið fullbúin til sýninga fyrir síðasta Kveiksþátt þennan veturinn.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira