Fréttaskýring Maríu Sigrúnar kemur út á mánudag Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2024 13:37 Baldvin Þór Bergsson ritstjóri Kastljóss og María Sigrún. En hún fær pláss hjá honum fyrir fréttaskýringu sína um bensínstöðvar og lóðir sem þeim tengjast. vísir María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður á RÚV segir að fréttaskýringin sem hún fékk ekki birta í Kveik, muni koma fyrir sjónir áhorfenda á mánudagskvöld. „Það gleður mig að fréttaskýring sem ég hef unnið að síðustu mánuði verður sýnd í Kastljósi á mánudag kl. 19:40 í þeirri lengd sem til stóð að hún yrði í Kveiksþætti 23. apríl síðastliðinn,“ segir María Sigrún. Samkvæmt skjáskotum sem hún birtir með færslu sinni er víst að þar verður fjallað um bensínstöðvar og umdeildar lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar til þeirra sem hafa haft með þær að gera. Frétt sem Vísir birti fyrir skömmu vakti gríðarmikla athygli og umræður í kjölfarið en María Sigrún greindi frá því í samtali við Vísi að hún hefði verið látin víkja úr Kveik, gegn sínum vilja. Ritstjóri Kveiks mun hafa látið þau ummæli flakka, að sögn Maríu Sigrúnar, að hún væri kannski ekki gerð fyrir rannsóknarblaðamennsku en hún væri frábær fréttalesari. Hafa þau ummæli þótt af mörgum vera til marks um stæka karlrembu og hefur komið fram hávær krafa þess efnis að almenningur ætti í það minnsta kröfu á að vita hvað það væri sem María Sigrún ætlaði að fjalla um. Það liggur nú fyrir. María Sigrún greindi jafnframt frá því að hún bindi vonir við að fréttaskýring hennar yrði sýnd í Kastljósi og nú er sú staðan. Eftir því sem Vísir kemst næst mun Urður Örlygsdóttir fréttamaður ganga til liðs við Kveiksteymið í hennar stað. Uppfært 15:15 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. Gerði hann grein fyrir þeim sjónarmiðum á Facebook-síðu sinni. Fréttaskýringin hafi ekki verið fullbúin til sýninga fyrir síðasta Kveiksþátt þennan veturinn. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það gleður mig að fréttaskýring sem ég hef unnið að síðustu mánuði verður sýnd í Kastljósi á mánudag kl. 19:40 í þeirri lengd sem til stóð að hún yrði í Kveiksþætti 23. apríl síðastliðinn,“ segir María Sigrún. Samkvæmt skjáskotum sem hún birtir með færslu sinni er víst að þar verður fjallað um bensínstöðvar og umdeildar lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar til þeirra sem hafa haft með þær að gera. Frétt sem Vísir birti fyrir skömmu vakti gríðarmikla athygli og umræður í kjölfarið en María Sigrún greindi frá því í samtali við Vísi að hún hefði verið látin víkja úr Kveik, gegn sínum vilja. Ritstjóri Kveiks mun hafa látið þau ummæli flakka, að sögn Maríu Sigrúnar, að hún væri kannski ekki gerð fyrir rannsóknarblaðamennsku en hún væri frábær fréttalesari. Hafa þau ummæli þótt af mörgum vera til marks um stæka karlrembu og hefur komið fram hávær krafa þess efnis að almenningur ætti í það minnsta kröfu á að vita hvað það væri sem María Sigrún ætlaði að fjalla um. Það liggur nú fyrir. María Sigrún greindi jafnframt frá því að hún bindi vonir við að fréttaskýring hennar yrði sýnd í Kastljósi og nú er sú staðan. Eftir því sem Vísir kemst næst mun Urður Örlygsdóttir fréttamaður ganga til liðs við Kveiksteymið í hennar stað. Uppfært 15:15 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins sagði engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. Gerði hann grein fyrir þeim sjónarmiðum á Facebook-síðu sinni. Fréttaskýringin hafi ekki verið fullbúin til sýninga fyrir síðasta Kveiksþátt þennan veturinn.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira