Forsetaframboð í Fellini stíl Stefán Ólafsson skrifar 4. maí 2024 15:31 Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast. Í gærkvöld var sjónvarp allra landsmanna svo með fyrsta kynningarþáttinn með öllum frambjóðendunum. Ég átti eiginlega von á að þetta yrði leiðinlegur og langdreginn þáttur. Kanski þess vegna var eins og ég horfði á í gegnum sjónglerin í kvikmyndtökuvél Federico Fellinis, hins ítalska snillings stóra tjaldsins. Hlakkaði til að sjá fjölbreytileika mannlífsins í allri sinni dýrð. Sjá spekinga, trúða, sérvitringa, kynbombur, prófessora, sjómenn og alvörugefna embættismenn leika listir sínar undir vökulum augum myndavélanna. Það er að vísu hættulegt að setja upp þessi gleraugu því þá hættir manni til að gera grín úr öllu. En í fullri alvöru þá var þetta bara fínn þáttur, skilmerkilegur og málefnalegur. Öll áttu góða stund. Katrín Jakobsdóttir bar af vegna reynslu sinnar, þekkingar og almenns sjarma. Hún hlýtur að hafa styrkt stöðu sína í hugum kjósenda. En fleiri gerðu gott mót. Ég er ekki frá því að tími friðarforsetans Ástþórs Magnússonar sé loksins kominn, eftir tuttugu ára þrautseiga baráttu - þó hann nái varla kosningu nú. En sannast sagna þá er ástandið í heiminum orðið þannig að það væri virkilega gagnlegt að hafa forseta sem helgaði sig algerlega friðarbaráttu í heiminum. Menn hlægja að því þegar Ástþór segist ætla að fara til fundar við Pútín og semja um frið. Gefa sér að hann fengi ekki áheyrn. En Pútín talaði við æðsta trúðinn Trump. Hann myndi auðvitað semja við Ástþór. Loks fengum við að sjá ísdrottninguna Ásdísi Rán í nærmynd. Hún hefur gert garðinn frægan í kvikmynda- og sjónvarpsheimi Búlgaríu, sem er land í suð-austur Evrópu. Fellini hefur aldrei gert mynd þar sem ekki var minnst ein slík týpa. Ísdrottningin er sumsé komin heim í heiðardalinn, til þjónustu reiðubúin. Hún kom vel fyrir og ætlar að fljúga um landið á þyrilvængjum. Það verður öllum ánægjuefni. Grínistinn Gnarr var auðvitað í miðri myndinni. Hann leikur nú hlutverk hins alvörugefna landsföður og lofar því að vera ekki mikið á sprellanum. Það er alltaf gott að hafa Jón Gnarr við hendina til að stýra starfsmönnum á plani. En á hinum endanum er kominn nýr frambjóðandi, Valþór, sem kærði sig inn í hópinn á síðustu stundu. Hann virðist ætla að leika sprellkarl en sýnir litla kímnigáfu enn sem komið er. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Jóns Gnarr. Valþór segist ætla að stjórna eftir þremur reglum, nái hann kjöri. Það er þó ekki líklegt að við kynnumst þeim reglum í framkvæmd því hann mælir jafnframt með því að fólk kjósi sig ekki. Ég velti fyrir mér hvort hann hefði ekki betur náð markmiði sínu með því að bjóða sig ekki fram. En sjáum til. Nýsköpun var svolítið til umræðu meðal frambjóðenda. Sjómaðurinn í hópnum, Eiríkur Ingi, ætlar að leggja af þingræðið og bjóða helst upp á utanþingsstjórnir. Prófessor Baldur reyndi að markaðssetja sig með minnisleysi að vopni, sem er auðvitað nýstálegt. Honum mæltist að öðru leyti vel og vill efla heimavarnarliðið. Höllurnar báðar ætla að bæta fyrirtækjarekstur og orkunýtingu með jafnrétti, sjálfbærni og bros á vör. Þær koma vel fyrir. Helga persónuverndari vill verja okkur gegn ásælni algrímsins á internetinu. Katrín ætlar að bjóða upp á vel eldaðan fisk og sýna ýmis töfrabrögð. Ástþór býður upp á húfur og happdrættismiða og vill virkja Bessastaði. Eini alvöru leikarinn í hópnum, Steinunn Ólína, lofar að stöðva framgöngu þeirra sem ráða samfélaginu og eiga allt, en það eru helst freku karlarnir í sjálfgræðisflokknum. Löngu tímabært að stöðva þá. Og sjálfstæðismaður allra sjálfstæðismanna, Arnar Þór, ætlar að tugta duglausa þingmenn til og stöðva ásælni erlendra valdaróna. Við þurfum að verja landamærin. Myndin er sem sagt að teiknast upp og margt á eftir að gerast. Leikendur eru fjölbreytilegir, færir og til alls vísir. Allt horfir til betri vegar. Fráfarandi forseti gerði það að aðalsmerki sínu að vera í regnbogalituðum sokkum og ganga um með nautabuff á höfðinu. Spurning hvaða skjaldamerki næsti forseti velur sér. Þetta verður svolítið eins og „Magical Mystery Tour“ í anda Bítlanna. „The Hendersons will dance and sing, as Mr. Kite flies through the ring...“ En mikilvægast er að allir skemmti sér vel. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Ríkisútvarpið Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast. Í gærkvöld var sjónvarp allra landsmanna svo með fyrsta kynningarþáttinn með öllum frambjóðendunum. Ég átti eiginlega von á að þetta yrði leiðinlegur og langdreginn þáttur. Kanski þess vegna var eins og ég horfði á í gegnum sjónglerin í kvikmyndtökuvél Federico Fellinis, hins ítalska snillings stóra tjaldsins. Hlakkaði til að sjá fjölbreytileika mannlífsins í allri sinni dýrð. Sjá spekinga, trúða, sérvitringa, kynbombur, prófessora, sjómenn og alvörugefna embættismenn leika listir sínar undir vökulum augum myndavélanna. Það er að vísu hættulegt að setja upp þessi gleraugu því þá hættir manni til að gera grín úr öllu. En í fullri alvöru þá var þetta bara fínn þáttur, skilmerkilegur og málefnalegur. Öll áttu góða stund. Katrín Jakobsdóttir bar af vegna reynslu sinnar, þekkingar og almenns sjarma. Hún hlýtur að hafa styrkt stöðu sína í hugum kjósenda. En fleiri gerðu gott mót. Ég er ekki frá því að tími friðarforsetans Ástþórs Magnússonar sé loksins kominn, eftir tuttugu ára þrautseiga baráttu - þó hann nái varla kosningu nú. En sannast sagna þá er ástandið í heiminum orðið þannig að það væri virkilega gagnlegt að hafa forseta sem helgaði sig algerlega friðarbaráttu í heiminum. Menn hlægja að því þegar Ástþór segist ætla að fara til fundar við Pútín og semja um frið. Gefa sér að hann fengi ekki áheyrn. En Pútín talaði við æðsta trúðinn Trump. Hann myndi auðvitað semja við Ástþór. Loks fengum við að sjá ísdrottninguna Ásdísi Rán í nærmynd. Hún hefur gert garðinn frægan í kvikmynda- og sjónvarpsheimi Búlgaríu, sem er land í suð-austur Evrópu. Fellini hefur aldrei gert mynd þar sem ekki var minnst ein slík týpa. Ísdrottningin er sumsé komin heim í heiðardalinn, til þjónustu reiðubúin. Hún kom vel fyrir og ætlar að fljúga um landið á þyrilvængjum. Það verður öllum ánægjuefni. Grínistinn Gnarr var auðvitað í miðri myndinni. Hann leikur nú hlutverk hins alvörugefna landsföður og lofar því að vera ekki mikið á sprellanum. Það er alltaf gott að hafa Jón Gnarr við hendina til að stýra starfsmönnum á plani. En á hinum endanum er kominn nýr frambjóðandi, Valþór, sem kærði sig inn í hópinn á síðustu stundu. Hann virðist ætla að leika sprellkarl en sýnir litla kímnigáfu enn sem komið er. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Jóns Gnarr. Valþór segist ætla að stjórna eftir þremur reglum, nái hann kjöri. Það er þó ekki líklegt að við kynnumst þeim reglum í framkvæmd því hann mælir jafnframt með því að fólk kjósi sig ekki. Ég velti fyrir mér hvort hann hefði ekki betur náð markmiði sínu með því að bjóða sig ekki fram. En sjáum til. Nýsköpun var svolítið til umræðu meðal frambjóðenda. Sjómaðurinn í hópnum, Eiríkur Ingi, ætlar að leggja af þingræðið og bjóða helst upp á utanþingsstjórnir. Prófessor Baldur reyndi að markaðssetja sig með minnisleysi að vopni, sem er auðvitað nýstálegt. Honum mæltist að öðru leyti vel og vill efla heimavarnarliðið. Höllurnar báðar ætla að bæta fyrirtækjarekstur og orkunýtingu með jafnrétti, sjálfbærni og bros á vör. Þær koma vel fyrir. Helga persónuverndari vill verja okkur gegn ásælni algrímsins á internetinu. Katrín ætlar að bjóða upp á vel eldaðan fisk og sýna ýmis töfrabrögð. Ástþór býður upp á húfur og happdrættismiða og vill virkja Bessastaði. Eini alvöru leikarinn í hópnum, Steinunn Ólína, lofar að stöðva framgöngu þeirra sem ráða samfélaginu og eiga allt, en það eru helst freku karlarnir í sjálfgræðisflokknum. Löngu tímabært að stöðva þá. Og sjálfstæðismaður allra sjálfstæðismanna, Arnar Þór, ætlar að tugta duglausa þingmenn til og stöðva ásælni erlendra valdaróna. Við þurfum að verja landamærin. Myndin er sem sagt að teiknast upp og margt á eftir að gerast. Leikendur eru fjölbreytilegir, færir og til alls vísir. Allt horfir til betri vegar. Fráfarandi forseti gerði það að aðalsmerki sínu að vera í regnbogalituðum sokkum og ganga um með nautabuff á höfðinu. Spurning hvaða skjaldamerki næsti forseti velur sér. Þetta verður svolítið eins og „Magical Mystery Tour“ í anda Bítlanna. „The Hendersons will dance and sing, as Mr. Kite flies through the ring...“ En mikilvægast er að allir skemmti sér vel. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun