Forsetaframboð í Fellini stíl Stefán Ólafsson skrifar 4. maí 2024 15:31 Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast. Í gærkvöld var sjónvarp allra landsmanna svo með fyrsta kynningarþáttinn með öllum frambjóðendunum. Ég átti eiginlega von á að þetta yrði leiðinlegur og langdreginn þáttur. Kanski þess vegna var eins og ég horfði á í gegnum sjónglerin í kvikmyndtökuvél Federico Fellinis, hins ítalska snillings stóra tjaldsins. Hlakkaði til að sjá fjölbreytileika mannlífsins í allri sinni dýrð. Sjá spekinga, trúða, sérvitringa, kynbombur, prófessora, sjómenn og alvörugefna embættismenn leika listir sínar undir vökulum augum myndavélanna. Það er að vísu hættulegt að setja upp þessi gleraugu því þá hættir manni til að gera grín úr öllu. En í fullri alvöru þá var þetta bara fínn þáttur, skilmerkilegur og málefnalegur. Öll áttu góða stund. Katrín Jakobsdóttir bar af vegna reynslu sinnar, þekkingar og almenns sjarma. Hún hlýtur að hafa styrkt stöðu sína í hugum kjósenda. En fleiri gerðu gott mót. Ég er ekki frá því að tími friðarforsetans Ástþórs Magnússonar sé loksins kominn, eftir tuttugu ára þrautseiga baráttu - þó hann nái varla kosningu nú. En sannast sagna þá er ástandið í heiminum orðið þannig að það væri virkilega gagnlegt að hafa forseta sem helgaði sig algerlega friðarbaráttu í heiminum. Menn hlægja að því þegar Ástþór segist ætla að fara til fundar við Pútín og semja um frið. Gefa sér að hann fengi ekki áheyrn. En Pútín talaði við æðsta trúðinn Trump. Hann myndi auðvitað semja við Ástþór. Loks fengum við að sjá ísdrottninguna Ásdísi Rán í nærmynd. Hún hefur gert garðinn frægan í kvikmynda- og sjónvarpsheimi Búlgaríu, sem er land í suð-austur Evrópu. Fellini hefur aldrei gert mynd þar sem ekki var minnst ein slík týpa. Ísdrottningin er sumsé komin heim í heiðardalinn, til þjónustu reiðubúin. Hún kom vel fyrir og ætlar að fljúga um landið á þyrilvængjum. Það verður öllum ánægjuefni. Grínistinn Gnarr var auðvitað í miðri myndinni. Hann leikur nú hlutverk hins alvörugefna landsföður og lofar því að vera ekki mikið á sprellanum. Það er alltaf gott að hafa Jón Gnarr við hendina til að stýra starfsmönnum á plani. En á hinum endanum er kominn nýr frambjóðandi, Valþór, sem kærði sig inn í hópinn á síðustu stundu. Hann virðist ætla að leika sprellkarl en sýnir litla kímnigáfu enn sem komið er. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Jóns Gnarr. Valþór segist ætla að stjórna eftir þremur reglum, nái hann kjöri. Það er þó ekki líklegt að við kynnumst þeim reglum í framkvæmd því hann mælir jafnframt með því að fólk kjósi sig ekki. Ég velti fyrir mér hvort hann hefði ekki betur náð markmiði sínu með því að bjóða sig ekki fram. En sjáum til. Nýsköpun var svolítið til umræðu meðal frambjóðenda. Sjómaðurinn í hópnum, Eiríkur Ingi, ætlar að leggja af þingræðið og bjóða helst upp á utanþingsstjórnir. Prófessor Baldur reyndi að markaðssetja sig með minnisleysi að vopni, sem er auðvitað nýstálegt. Honum mæltist að öðru leyti vel og vill efla heimavarnarliðið. Höllurnar báðar ætla að bæta fyrirtækjarekstur og orkunýtingu með jafnrétti, sjálfbærni og bros á vör. Þær koma vel fyrir. Helga persónuverndari vill verja okkur gegn ásælni algrímsins á internetinu. Katrín ætlar að bjóða upp á vel eldaðan fisk og sýna ýmis töfrabrögð. Ástþór býður upp á húfur og happdrættismiða og vill virkja Bessastaði. Eini alvöru leikarinn í hópnum, Steinunn Ólína, lofar að stöðva framgöngu þeirra sem ráða samfélaginu og eiga allt, en það eru helst freku karlarnir í sjálfgræðisflokknum. Löngu tímabært að stöðva þá. Og sjálfstæðismaður allra sjálfstæðismanna, Arnar Þór, ætlar að tugta duglausa þingmenn til og stöðva ásælni erlendra valdaróna. Við þurfum að verja landamærin. Myndin er sem sagt að teiknast upp og margt á eftir að gerast. Leikendur eru fjölbreytilegir, færir og til alls vísir. Allt horfir til betri vegar. Fráfarandi forseti gerði það að aðalsmerki sínu að vera í regnbogalituðum sokkum og ganga um með nautabuff á höfðinu. Spurning hvaða skjaldamerki næsti forseti velur sér. Þetta verður svolítið eins og „Magical Mystery Tour“ í anda Bítlanna. „The Hendersons will dance and sing, as Mr. Kite flies through the ring...“ En mikilvægast er að allir skemmti sér vel. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Ríkisútvarpið Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það vorar og þjóðin ætlar að kjósa sér nýjan forseta. Mörg komin í framboð. Galvösk og reiðubúin að leggja allt í sölurnar fyrir börnin, tunguna, náttúruna, hommana og framtíðina í landinu. Líf og fjör færist í þorpið. Kvikmyndagerðarfólk og sjónvarpsgosar þyrpast að og skrá viðburðina á skjáinn. Tala við mann og annan. Prósentukarlar rýna í kannanir og totta pípur. Allt að gerast. Í gærkvöld var sjónvarp allra landsmanna svo með fyrsta kynningarþáttinn með öllum frambjóðendunum. Ég átti eiginlega von á að þetta yrði leiðinlegur og langdreginn þáttur. Kanski þess vegna var eins og ég horfði á í gegnum sjónglerin í kvikmyndtökuvél Federico Fellinis, hins ítalska snillings stóra tjaldsins. Hlakkaði til að sjá fjölbreytileika mannlífsins í allri sinni dýrð. Sjá spekinga, trúða, sérvitringa, kynbombur, prófessora, sjómenn og alvörugefna embættismenn leika listir sínar undir vökulum augum myndavélanna. Það er að vísu hættulegt að setja upp þessi gleraugu því þá hættir manni til að gera grín úr öllu. En í fullri alvöru þá var þetta bara fínn þáttur, skilmerkilegur og málefnalegur. Öll áttu góða stund. Katrín Jakobsdóttir bar af vegna reynslu sinnar, þekkingar og almenns sjarma. Hún hlýtur að hafa styrkt stöðu sína í hugum kjósenda. En fleiri gerðu gott mót. Ég er ekki frá því að tími friðarforsetans Ástþórs Magnússonar sé loksins kominn, eftir tuttugu ára þrautseiga baráttu - þó hann nái varla kosningu nú. En sannast sagna þá er ástandið í heiminum orðið þannig að það væri virkilega gagnlegt að hafa forseta sem helgaði sig algerlega friðarbaráttu í heiminum. Menn hlægja að því þegar Ástþór segist ætla að fara til fundar við Pútín og semja um frið. Gefa sér að hann fengi ekki áheyrn. En Pútín talaði við æðsta trúðinn Trump. Hann myndi auðvitað semja við Ástþór. Loks fengum við að sjá ísdrottninguna Ásdísi Rán í nærmynd. Hún hefur gert garðinn frægan í kvikmynda- og sjónvarpsheimi Búlgaríu, sem er land í suð-austur Evrópu. Fellini hefur aldrei gert mynd þar sem ekki var minnst ein slík týpa. Ísdrottningin er sumsé komin heim í heiðardalinn, til þjónustu reiðubúin. Hún kom vel fyrir og ætlar að fljúga um landið á þyrilvængjum. Það verður öllum ánægjuefni. Grínistinn Gnarr var auðvitað í miðri myndinni. Hann leikur nú hlutverk hins alvörugefna landsföður og lofar því að vera ekki mikið á sprellanum. Það er alltaf gott að hafa Jón Gnarr við hendina til að stýra starfsmönnum á plani. En á hinum endanum er kominn nýr frambjóðandi, Valþór, sem kærði sig inn í hópinn á síðustu stundu. Hann virðist ætla að leika sprellkarl en sýnir litla kímnigáfu enn sem komið er. Það fer ekki hver sem er í fötin hans Jóns Gnarr. Valþór segist ætla að stjórna eftir þremur reglum, nái hann kjöri. Það er þó ekki líklegt að við kynnumst þeim reglum í framkvæmd því hann mælir jafnframt með því að fólk kjósi sig ekki. Ég velti fyrir mér hvort hann hefði ekki betur náð markmiði sínu með því að bjóða sig ekki fram. En sjáum til. Nýsköpun var svolítið til umræðu meðal frambjóðenda. Sjómaðurinn í hópnum, Eiríkur Ingi, ætlar að leggja af þingræðið og bjóða helst upp á utanþingsstjórnir. Prófessor Baldur reyndi að markaðssetja sig með minnisleysi að vopni, sem er auðvitað nýstálegt. Honum mæltist að öðru leyti vel og vill efla heimavarnarliðið. Höllurnar báðar ætla að bæta fyrirtækjarekstur og orkunýtingu með jafnrétti, sjálfbærni og bros á vör. Þær koma vel fyrir. Helga persónuverndari vill verja okkur gegn ásælni algrímsins á internetinu. Katrín ætlar að bjóða upp á vel eldaðan fisk og sýna ýmis töfrabrögð. Ástþór býður upp á húfur og happdrættismiða og vill virkja Bessastaði. Eini alvöru leikarinn í hópnum, Steinunn Ólína, lofar að stöðva framgöngu þeirra sem ráða samfélaginu og eiga allt, en það eru helst freku karlarnir í sjálfgræðisflokknum. Löngu tímabært að stöðva þá. Og sjálfstæðismaður allra sjálfstæðismanna, Arnar Þór, ætlar að tugta duglausa þingmenn til og stöðva ásælni erlendra valdaróna. Við þurfum að verja landamærin. Myndin er sem sagt að teiknast upp og margt á eftir að gerast. Leikendur eru fjölbreytilegir, færir og til alls vísir. Allt horfir til betri vegar. Fráfarandi forseti gerði það að aðalsmerki sínu að vera í regnbogalituðum sokkum og ganga um með nautabuff á höfðinu. Spurning hvaða skjaldamerki næsti forseti velur sér. Þetta verður svolítið eins og „Magical Mystery Tour“ í anda Bítlanna. „The Hendersons will dance and sing, as Mr. Kite flies through the ring...“ En mikilvægast er að allir skemmti sér vel. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun