UMF Selfoss

Fréttamynd

Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. 

Handbolti
Fréttamynd

„Mér líður alls ekki vel“

Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var skiljanlega ekki eins glaður og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, þegar hann ræddi við undirritaðan í leikslok. Leiknum lauk með sex marka sigri ÍR sem þýðir að Selfoss er fallið úr leik í Coca Cola-bikar karla í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Þau verða ekki fjöl­skyldan mín í leiknum“

„Það verður örugglega mjög skrítið. Líka skrítið að hita upp hinum megin, fara í hinn klefann og svona. Við gerum gott úr þessu, en þau verða ekki fjölskyldan mín í leiknum,“ sagði Ásdís Þóra Ágústsdóttir. Hún verður í eldlínunni þegar Selfoss mætir Val á Hlíðarenda í Olís deild kvenna í dag, laugardag. Það vill svo skemmtilega til að Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, er faðir Ásdísar Þóru.

Handbolti
Fréttamynd

„Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu“

„Ég er virkilega sáttur að hafa unnið hérna í kvöld. Það er góð fyrsta tilfinning og á erfiðum útivelli. ÍR-ingar eru búnir að vera spila vel svo að við áttum von á hörkuleik. Þetta var þægilegra í seinni hálfleik, það var smá bras í fyrri,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, sáttur eftir níu marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 26-35. 

Handbolti