Hrækti á leikmann Fjölnis: „Óafsakanlegt á alla vegu“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 08:01 Rauða spjaldið fór á loft í þriðja sinn í leiknum, seint í uppbótartíma, eftir að Gonzalo Zamorano hrækti á mótherja. Skjáskot/youtube/@Lengjudeildin Gonzalo Zamorano, sóknarmaður Selfoss, var einn af þremur sem fengu rautt spjald í leik gegn Fjölni í Lengjudeildinni í fótbolta á dögunum. Ástæðan var óvenjuleg en Zamorano varð uppvís að því að hrækja á andstæðing. Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudaginn fékk Zamorano eins leiks bann fyrir brot sitt, rétt eins og liðsfélagi hans Þorlákur Breki Baxter sem samkvæmt Fótbolta.net fékk gult spjald fyrir leikaraskap og svo annað fyrir brot. Hér að neðan má sjá þegar Zamorano hrækti á andstæðing sinn, Dag Inga Axelsson sem aðeins rétt áður hafði komið inn á sem varamaður. Atvikið átti sér stað seint í uppbótartíma, þegar leikurinn var stopp vegna brots Selfyssinga í vítateig Fjölnis. Heimamenn í Selfossi voru 2-1 undir og því að flýta sér til að reyna að jafna metin. Zamorano fór til að sækja boltann en Dagur spyrnti honum framhjá honum, í átt að brotsvæðinu, og brást sá fyrrnefndi við með því að hrækja. Dómari leiksins virtist ekki sjá það en leitaði til aðstoðardómara og gaf svo beint rautt spjald. Selfyssingurinn Gary Martin tjáði sig um rauðu spjöldin sem liðsfélagar hans fengu, í hlaðvarpsþætti 433.is. „Rauða spjaldið á Breka var fótboltalegs eðlis. Það sem Gonzalo gerði var óafsakanlegt á alla vegu og hann veit það. Við erum heppnir að þeir fengu báðir einn leik í bann,“ sagði Martin. Zamorano, sem er 27 ára, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 með Hugin, Víkingi Ó., ÍA, ÍBV og svo Selfossi síðan í fyrra. Hann skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þriðji leikmaðurinn til að fá rautt spjald í leiknum á Selfossi á sunnudaginn var Sigurvin Reynisson, leikmaður Fjölnis. Fjölnismenn unnu eins og fyrr segir 2-1 sigur, þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik, og eru eitt þriggja liða sem eru efst í deildinni með sjö stig hvert. Selfoss er með þrjú stig, eftir þrjár umferðir. Lengjudeild karla UMF Selfoss Fjölnir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudaginn fékk Zamorano eins leiks bann fyrir brot sitt, rétt eins og liðsfélagi hans Þorlákur Breki Baxter sem samkvæmt Fótbolta.net fékk gult spjald fyrir leikaraskap og svo annað fyrir brot. Hér að neðan má sjá þegar Zamorano hrækti á andstæðing sinn, Dag Inga Axelsson sem aðeins rétt áður hafði komið inn á sem varamaður. Atvikið átti sér stað seint í uppbótartíma, þegar leikurinn var stopp vegna brots Selfyssinga í vítateig Fjölnis. Heimamenn í Selfossi voru 2-1 undir og því að flýta sér til að reyna að jafna metin. Zamorano fór til að sækja boltann en Dagur spyrnti honum framhjá honum, í átt að brotsvæðinu, og brást sá fyrrnefndi við með því að hrækja. Dómari leiksins virtist ekki sjá það en leitaði til aðstoðardómara og gaf svo beint rautt spjald. Selfyssingurinn Gary Martin tjáði sig um rauðu spjöldin sem liðsfélagar hans fengu, í hlaðvarpsþætti 433.is. „Rauða spjaldið á Breka var fótboltalegs eðlis. Það sem Gonzalo gerði var óafsakanlegt á alla vegu og hann veit það. Við erum heppnir að þeir fengu báðir einn leik í bann,“ sagði Martin. Zamorano, sem er 27 ára, hefur leikið á Íslandi frá árinu 2017 með Hugin, Víkingi Ó., ÍA, ÍBV og svo Selfossi síðan í fyrra. Hann skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Þriðji leikmaðurinn til að fá rautt spjald í leiknum á Selfossi á sunnudaginn var Sigurvin Reynisson, leikmaður Fjölnis. Fjölnismenn unnu eins og fyrr segir 2-1 sigur, þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik, og eru eitt þriggja liða sem eru efst í deildinni með sjö stig hvert. Selfoss er með þrjú stig, eftir þrjár umferðir.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Fjölnir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira