Frá þessu er greint á vefnum Handbolti.is. Þar segir að Stropus og Stropé séu þegar flutt aftur til heimalandsins en Roberta lék sinn síðasta leik þegar Selfoss tapaði fyrir ÍR í umspili um sæti í Olís deild kvenna á næstu leiktíð. Ákvörðun þeirra er ekki talin tengjast tapi liðsins.
Bæði gengu til liðs við Selfoss fyrir tveimur árum síðan. Stropé hafði áður verið á mála hjá Aftureldingu þar sem hún sleit krossband. Samdi hún við Selfoss á sama tíma og eiginmaðurinn en hann samdi við Víking sumarið 2015.
Tímabilið eftir fór hann til Akureyrar þar sem hann varð fyrir því óláni að slíta hásin. Hann sneri aftur til Íslands árið 2019 og samdi einnig við Aftureldingu. Það var svo árið 2021 sem hann samdi við Selfoss líkt og eiginkonan.
Þau hafa nú bæði ákveðið að kalla þetta gott, bæði hér á landi sem og í handboltanum.