UMF Selfoss

Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Sel­foss 2-0 | Heima­liðið upp úr fall­sæti en gestirnir í vondum málum

FH tók á móti Selfossi í einni af fjórum viðureignum kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta. Leiknum lauk með 2-0 sigri FH, sem skýtur sér með þessum sigri upp í 5. sæti deildarinnar en gestirnir sitja enn á botninum og hafa nú tapað þremur leikjum í röð. Mörk liðsins skoruðu Valgerður Ósk Valsdóttir og Sara Montoro.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Björn: Við þurfum meiri ákafa í boxið

Björn Sigurbjörnsson var að vonum svekktur eftir tap Selfoss gegn Breiðablik nú í kvöld. Breiðablik var komið yfir eftir innan við þriggja mínútna leik og það var nokkuð ljóst að Selfyssingar væru í vandræðum.

Fótbolti
Fréttamynd

Katla: Erum með góðan og breiðan hóp

Katla María Þórðardóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Selfoss á Tindastól. Leikurinn var hluti af fjórðu umferð Bestu deildar kvenna og fór fram fyrr í kvöld á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Þetta var fyrsti sigur Selfoss það sem af er tímabils.

Fótbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Valur - Sel­­­­foss 1-1 | Botn­liðið náði í stig gegn meisturunum

Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Selfossi á Hlíðarenda í kvöld. Niðurstaða leiksins var 1-1 jafntefli. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði mark Vals og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði fyrir gestina. Bæði lið klífa upp töfluna með þessu jafntefli, Valur situr nú í 2. sæti en Selfoss færir sig upp af botninum og situr nú í 9. sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Selfoss knúði fram oddaleik

Selfoss vann öruggan sigur á ÍR í fjórða leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Staðan í einvíginu er 2-2 og því oddaleikur framundan á Selfossi á miðvikudag.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 31-31 | Jafntefli í forsmekknum fyrir úrslitakeppnina

FH og Selfoss skildu jöfn, 31-31, þegar liðin áttust við í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í dag. Leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði lið þar sem hvorugt liðið getur farið ofar eða neðar í töflunni. Þessi lið hafna í öðru og sjöunda sæti deildarinnar og mætast þar af leiðandi í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. 

Handbolti