
HK

Umfjöllun og myndir: Breiðablik - HK 3-4 | Ótrúlegur sigur HK í mögnuðum Kópavogsslag
Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og unnu 4-3 sigur á nágrönnum sínum í Breiðablik í stórkostlegum Kópavogsslag í Bestu deildinni í kvöld. Sigurmark HK kom í uppbótartíma eftir að liðið hafði misst niður tveggja marka forskot í síðari hálfleiknum.

„Menn eru mjög bjartsýnir í efri byggðum Kópavogs“
Spennan magnast sífellt fyrir Bestu deild karla í knattspyrnu sem hefur göngu sína síðar í dag. Vísir og Stöð 2 heyrðu í mönnum og spurðu einfaldlega hvaða körfur þeir gera til síns lið. Hér að neðan má heyra kröfur liðanna sem talið er að verði í botnbaráttu. Þau eru HK, Keflavík, Fylkir og Fram.

Fékk batakveðjur frá Arnari nokkrum dögum áður en hann hvarf
Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur hugsað mikið til síns gamla þjálfara Arnars Gunnarssonar undanfarið eftir að Arnar hvarf.

Haukar og Stjarnan með góða sigra
Haukar unnu sjö marka sigur á HK í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Þá vann Stjarnan fimm marka sigur á Selfossi.

Baldur um HK: „Eru með umtalaðan skemmtikraft“
Baldur Sigurðsson er hræddur um að HK gæti átt erfitt sumar í vændum. Liðinu er spáð 12. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports.

Besta-spáin 2023: Kórinn þenur raustina
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar.

HK missir lykilmann til FH
Handboltamaðurinn Símon Michael Guðjónsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Hann kemur til liðsins frá HK sem verður nýliði í Olís-deild karla á næsta tímabili.

Elna Ólöf og Berglind í raðir Fram
Fram hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Olís-deild kvenna í handbolta. Í dag var tilkynnt að Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir myndu ganga í raðir félagsins í sumar. Þær hafa báðar leikið allan sinn feril með HK.

KA og Hamar bikarmeistarar í blaki
KA og Hamar urðu í gær bikarmeistarar í blaki þegar úrslitaleikir Kjörísbikarsins fóru fram.

Andri Snær: Við reyndum margt en það virkaði ekkert
Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í tapinu gegn HK í Olís-deild kvenna í dag.

Umfjöllun og viðtal: HK - KA/Þór 25-24 | HK með annan sigurinn í vetur
HK vann sinn annan sigur í vetur í Olís-deild kvenna í handknattleik þegar liðið vann eins marks sigur á KA/Þór á heimavelli sínum í Kópavogi.

Nýliðarnir fá sýrlenskan varnarmann frá Svíþjóð
HK-ingar, nýliðar í Bestu-deild karla í fótbolta, hafa fengið sýrlenska varnarmanninn Ahmad Faqa á láni frá sænska félaginu AIK.

Valur enn með fullt hús eftir nauman sigur | Markalaust í Garðabæ
Valur vann nauman 1-0 sigur er liðið tók á móti HK í A-deild Lengjubikars karla í kvöld og á sama tíma gerðu Stjarnan og Fram markalaust jafntefli.

Sigur hjá HK en jafnt í markaleik Keflavíkur og Fylkis
Keflavík og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli þegar liðin mættust í Lengjubikarnum í Keflavík í dag. Þá vann HK sigur á ÍA með marki á lokamínútu leiksins.

HK í Olís-deildina á ný
HK tryggði sér í gærkvöldi sæti í Olís-deildinni í handknattleik á nýjan leik þegar liðið lagði Víking í Grill66-deildinni.

Öruggur sigur Stjörnunnar gegn HK | Myndaveisla
Stjarnan lagði HK að velli í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld. Lokatölur 24-20 og Stjarnan heldur í við Val og ÍBV á toppi deildarinnar.

Sigurður Bjartur sá um HK í Vesturbænum
KR tók á móti HK í Lengjubikar karla í knattspyrnu í Vesturbænum í dag. Fór það svo að heimamenn unnu öruggan 6-1 sigur á gestunum sem eru nýliðar í Bestu deild karla á komandi tímabili.

Eyjakonur völtuðu yfir botnliðið
ÍBV vann afar sannfærandi tíu marka sigur er liðið heimsótti botnlið HK í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 17-27.

Fram fór létt með HK
Fram vann einstaklega þægilegan 13 marka sigur á HK í Olís deild kvenna í handbolta, lokatölur 39-26.

Selfoss fyrsta liðið í undanúrslit
Selfoss var í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn HK í Set-höllinni á Selfossi í kvöld, 36-27.

Valdi þær bestu í klefanum
Góður liðsfélagi er mikilvægur öllum íþróttaliðum og það á vel við í Olís deild kvenna í handbolta eins og í öðrum deildum. Seinni bylgjan tók í gær saman fimm manna lista yfir leikmenn sem fá hæstu einkunn í búningsklefanum.

„Auðvelt að leggjast á hliðina og fá sér eina snuddu og vorkenna sjálfum sér“
HK tapaði í dag fyrir Selfossi í hálfgerðum úrslitaleik um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Lauk leiknum með 13 marka sigri Selfoss 18-31 og sá lið HK aldrei til sólar í leiknum.

Umfjöllun og viðtal: HK - Selfoss 18-31 | Risasigur í botnslagnum
Í dag fór fram algjör úrslitaleikur í fallbaráttunni í Olís-deildinni þegar lið Selfoss mætti í Kórinn og lék gegn HK. Leiknum lauk með stórsigri Selfoss. Lokatölur 18-31 í afar óspennandi leik.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 21-32 | Haukar í engum vandræðum með HK
Haukar unnu sannfærandi sigur á HK í Kórnum 21-32. Gestirnir tóku frumkvæðið snemma og komust sjö mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK ógnaði aldrei forystu Hauka sem unnu á endanum ellefu marka sigur.

Samúel: Kom mér á óvart að Sara hafi farið í Fram þar sem við vorum ekki að reyna losa okkur við hana
Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var afar svekktur eftir ellefu marka tap gegn Haukum á heimavelli í Olís deild kvenna í handbolta, lokatölur 21-32. HK var aðeins með tólf leikmenn á skýrslu og Samúel var ekki bjartsýnn á að HK myndi styrkja hópinn.

Hrósuðu mæðgunum: „Örugglega að drepast í líkamanum“
Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu samtals tíu mörk fyrir HK í leik gegn Val í Olís-deildinni í handbolta um síðustu helgi. Þær fengu sviðsljósið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á mánudaginn.

Mæðgur spiluðu saman í efstu deild og voru tvær markahæstar í liðinu
Mæðgurnar Kristín Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir spiluðu saman með HK í Olís deild kvenna í handbolta í leik á móti Val um helgina.

Valskonur völtuðu yfir botnliðið
Topplið Vals lenti ekki í neinum vandræðum er liðið tók á móti botnliði HK í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Valskonur tóku forystuna strax í upphafi leiks og unnu að lokum 16 marka sigur, 41-25.

Áttundi sigur ÍBV í röð sem er nú jafnt Val á toppnum
ÍBV vann 30-28 sigur á Haukum þegar liðin mættust í Olís-deild kvenna í dag. Þá vann KA/Þór þægilegan sigur á HK á heimavelli sínum á Akureyri.

Blikar í úrslit Þungavigtarbikarsins eftir stórsigur í grannaslag
Breiðablik er komið í úrslit í Þungavigtarbikarnum í fótbolta eftir sigur á grönnum sínum í HK fyrr í dag.