Ómar Ingi: Það vantaði ekki mikið meira upp á Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júlí 2023 23:00 Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK gerði markalaust jafntefli í kvöld gegn Fylki í Árbænum í 15. umferð Bestu deildarinnar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var nokkuð sáttur að leik loknum þrátt fyrir að stigin urðu ekki þrjú. Leikurinn var frekar bragðdaufur lengst af en HK fékk nokkur úrvalsfæri undir lok leiksins sem rötuðu þó ekki á endanum í markið. „Það vantaði ekki mikið meira upp á heldur en það að skora undir lokin, það er alveg rétt. Mér fannst samt alveg ágætlega fjörugt. Mér fannst við alveg fá færi líka í fyrri hálfleiknum og enn þá meira hérna í lokin til þess að fara í burtu með sigur, þannig að það er svona pínu svekkjandi.“ Leikplan HK gekk upp að mati Ómars Inga, fyrir utan það að ná í sigurinn. „Leikurinn spilaðist svona nokkurn veginn eins og við ætluðum okkur. Við ætluðum að vera rólegir og þéttir og passívir í fyrri hálfleiknum. Fá aðeins að þreifa á þeim og sjá hvernig þeir myndu spila. Þeir eru náttúrulega búnir að vera spila við nokkur af sterkustu liðum deildarinnar undanfarið, þannig að það var svolítið erfitt að sjá hvernig þeir kæmu inn í leikinn á móti okkur. Þannig að það var með ráðum gert að koma rólegir inn í leikinn og eftir að við værum búnir að átta okkur á þeim þá reyndum við að breyta aðeins um gír og vorum ansi nálægt því að fara með sigur af hólmi.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið þá sagði Ómar Ingi þetta. „Það er ekki versta niðurstaðan úr leiknum. Ekkert ósáttur með stigið en svona beint eftir leik þá voru tækifærin okkar síðustu tíu til fimmtán mínúturnar í seinni hálfleiknum hafi verið þannig að það hafi verið ekkert ósanngjarnt að við hefðum unnið.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og fékk HK Tuma Þorvarsson til baka úr láni frá Haukum. Tumi tók þátt í tveimur leikjum HK í upphafi Bestu deildarinnar og átti til að mynda stóran þátt í frægu sigurmarki HK á Breiðabliki í fyrstu umferð deildarinnar. „Þegar Tumi fer þá gerist það hratt á lokadegi gluggans þegar við tökum Eyþór Wöhler inn. Þetta var á þeim tíma hans ákvörðun hvað hann vildi gera. Hann óskaði eftir því að fá að koma til baka þannig að við tökum á móti honum glaðir.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar frekari viðbætur í þessum félagsskiptaglugga þá útilokar Ómar Ingi það ekki. „Það gæti alveg verið. Við erum að missa Ívar Orra í skóla í Bandaríkjunum, þannig að við erum að horfa í kringum okkur eftir því að auka aðeins breiddina þegar hann fer og svo sjáum við bara hvort það sé eitthvað í boði sem er þess virði að skoða,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Leikurinn var frekar bragðdaufur lengst af en HK fékk nokkur úrvalsfæri undir lok leiksins sem rötuðu þó ekki á endanum í markið. „Það vantaði ekki mikið meira upp á heldur en það að skora undir lokin, það er alveg rétt. Mér fannst samt alveg ágætlega fjörugt. Mér fannst við alveg fá færi líka í fyrri hálfleiknum og enn þá meira hérna í lokin til þess að fara í burtu með sigur, þannig að það er svona pínu svekkjandi.“ Leikplan HK gekk upp að mati Ómars Inga, fyrir utan það að ná í sigurinn. „Leikurinn spilaðist svona nokkurn veginn eins og við ætluðum okkur. Við ætluðum að vera rólegir og þéttir og passívir í fyrri hálfleiknum. Fá aðeins að þreifa á þeim og sjá hvernig þeir myndu spila. Þeir eru náttúrulega búnir að vera spila við nokkur af sterkustu liðum deildarinnar undanfarið, þannig að það var svolítið erfitt að sjá hvernig þeir kæmu inn í leikinn á móti okkur. Þannig að það var með ráðum gert að koma rólegir inn í leikinn og eftir að við værum búnir að átta okkur á þeim þá reyndum við að breyta aðeins um gír og vorum ansi nálægt því að fara með sigur af hólmi.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið þá sagði Ómar Ingi þetta. „Það er ekki versta niðurstaðan úr leiknum. Ekkert ósáttur með stigið en svona beint eftir leik þá voru tækifærin okkar síðustu tíu til fimmtán mínúturnar í seinni hálfleiknum hafi verið þannig að það hafi verið ekkert ósanngjarnt að við hefðum unnið.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og fékk HK Tuma Þorvarsson til baka úr láni frá Haukum. Tumi tók þátt í tveimur leikjum HK í upphafi Bestu deildarinnar og átti til að mynda stóran þátt í frægu sigurmarki HK á Breiðabliki í fyrstu umferð deildarinnar. „Þegar Tumi fer þá gerist það hratt á lokadegi gluggans þegar við tökum Eyþór Wöhler inn. Þetta var á þeim tíma hans ákvörðun hvað hann vildi gera. Hann óskaði eftir því að fá að koma til baka þannig að við tökum á móti honum glaðir.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar frekari viðbætur í þessum félagsskiptaglugga þá útilokar Ómar Ingi það ekki. „Það gæti alveg verið. Við erum að missa Ívar Orra í skóla í Bandaríkjunum, þannig að við erum að horfa í kringum okkur eftir því að auka aðeins breiddina þegar hann fer og svo sjáum við bara hvort það sé eitthvað í boði sem er þess virði að skoða,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Handbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira