„Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig“ Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 10:33 Karl Friðleifur Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið þegar korter var til leiksloka, og Víkingar 2-0 yfir gegn HK. Þeir lönduðu þó sigri og juku forskot sitt á toppi Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport Rauða spjaldið á Karl Friðleif, leikaraskapur Eyþórs Arons og olnbogaskot Nikolaj Hansen voru til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport eftir mikil læti í Kórnum, í 2-1 sigri Víkinga gegn HK í Bestu deildinni í fótbolta. Víkingar unnu leikinn þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið eftir að Karl Friðleifur Gunnarsson var rekinn af velli fyrir brot á Eyþóri Aroni Wöhler. Eyþór hafði skömmu áður fengið gult spjald eftir furðuleg viðskipti við Gunnar Vatnhamar þar sem Eyþór kastaði sér niður í gervigrasið. Sérfræðingarnir í Stúkunni byrjuðu á að skorað rauða spjaldið sem Karl Friðleifur fékk en dómari leiksins virtist fyrst ætla að gefa gult spjald. Alla umræðuna og atvikin má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lætin í Kórnum „Dómarinn virðist hafa gott sjónarhorn. Virðist sjá þetta alveg „clean“. Ég held að hann hafi endað á réttri ákvörðun. Ég skil ekki hvað Karl Friðleifur er að gera. Hann í rauninni sest á rassinn, fer reyndar ekki á neitt ofboðslegum hraða inn í þetta, en hann fer niður með báðar lappir beinar, aðra uppi, og samkvæmt bókinni þá held ég að þetta sé bara rétt ákvörðun,“ sagði Baldur Sigurðsson. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, benti svo á skemmtilega staðreynd þegar hann sýndi mynd af gæslumanninum sem „gætti“ Karls Friðleifs utan vallar eftir rauða spjaldið. Sá var nefnilega Frans, bróðir Eyþórs Arons. „Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig eftir að þú fékkst rautt spjald,“ sagði Guðmundur léttur í bragði. Karl Friðleifur Gunnarsson kominn af velli eftir rauða spjaldið, í gæslu hjá bróður þess sem hann braut á.Stöð 2 Sport Höfum allir lent í að fá olnboga í andlitið Sérfræðingarnir skoðuðu einnig olnbogaskot Nikolaj Hansen í Eið Atla Rúnarsson þegar þeir voru í skallabaráttu. Guðmundur spurði hvort að þessu atviki yrði vísað til aganefndar, eins og olnbogaskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar í Hansen á dögunum, en Baldur og Atli Viðar Björnsson töldu að það ætti ekki að gera. „Við vitum það náttúrulega ekki en ég myndi ekki gera það. Mér finnst í rauninni galið að einhverjir Hafnfirðingar séu að líkja þessu saman. Mér finnst vera mikill stigsmunur á þessum tveimur atvikum. Nikolaj Hansen lítur aldrei aftur á bak, hann er að nota hendurnar til að stökkva upp, hann er á undan upp. Því miður, þetta gerist bara. Við höfum allir lent í þessu, að fá olnboga í andlitið. Menn fara upp með hendurnar. Sumir dómarar gefa gult á þetta en þetta er heiðarleg barátta sem því miður endar svona fyrir Eið Atla,“ sagði Baldur og Atli Viðar tók undir: „Það að menn fái aðeins á lúðurinn er bara því miður óhjákvæmilegur hluti af leiknum, þegar reglurnar eru eins og þær eru.“ „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu“ Loks var farið yfir fyrrnefndan leikaraskap Eyþórs Arons sem Baldur sagði vera ljóð á ráði hans: „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu. Spilaðu eins og þú spilar, og vertu óþolandi, en hættu að kasta þér niður. Þetta er í annað sinn sem við sjáum þetta.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla HK Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Víkingar unnu leikinn þrátt fyrir að vera manni færri síðasta korterið eftir að Karl Friðleifur Gunnarsson var rekinn af velli fyrir brot á Eyþóri Aroni Wöhler. Eyþór hafði skömmu áður fengið gult spjald eftir furðuleg viðskipti við Gunnar Vatnhamar þar sem Eyþór kastaði sér niður í gervigrasið. Sérfræðingarnir í Stúkunni byrjuðu á að skorað rauða spjaldið sem Karl Friðleifur fékk en dómari leiksins virtist fyrst ætla að gefa gult spjald. Alla umræðuna og atvikin má sjá í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Lætin í Kórnum „Dómarinn virðist hafa gott sjónarhorn. Virðist sjá þetta alveg „clean“. Ég held að hann hafi endað á réttri ákvörðun. Ég skil ekki hvað Karl Friðleifur er að gera. Hann í rauninni sest á rassinn, fer reyndar ekki á neitt ofboðslegum hraða inn í þetta, en hann fer niður með báðar lappir beinar, aðra uppi, og samkvæmt bókinni þá held ég að þetta sé bara rétt ákvörðun,“ sagði Baldur Sigurðsson. Guðmundur Benediktsson, stjórnandi þáttarins, benti svo á skemmtilega staðreynd þegar hann sýndi mynd af gæslumanninum sem „gætti“ Karls Friðleifs utan vallar eftir rauða spjaldið. Sá var nefnilega Frans, bróðir Eyþórs Arons. „Bara á Íslandi væri bróðir þess sem þú braust á í gæslunni að passa þig eftir að þú fékkst rautt spjald,“ sagði Guðmundur léttur í bragði. Karl Friðleifur Gunnarsson kominn af velli eftir rauða spjaldið, í gæslu hjá bróður þess sem hann braut á.Stöð 2 Sport Höfum allir lent í að fá olnboga í andlitið Sérfræðingarnir skoðuðu einnig olnbogaskot Nikolaj Hansen í Eið Atla Rúnarsson þegar þeir voru í skallabaráttu. Guðmundur spurði hvort að þessu atviki yrði vísað til aganefndar, eins og olnbogaskoti Kjartans Henrys Finnbogasonar í Hansen á dögunum, en Baldur og Atli Viðar Björnsson töldu að það ætti ekki að gera. „Við vitum það náttúrulega ekki en ég myndi ekki gera það. Mér finnst í rauninni galið að einhverjir Hafnfirðingar séu að líkja þessu saman. Mér finnst vera mikill stigsmunur á þessum tveimur atvikum. Nikolaj Hansen lítur aldrei aftur á bak, hann er að nota hendurnar til að stökkva upp, hann er á undan upp. Því miður, þetta gerist bara. Við höfum allir lent í þessu, að fá olnboga í andlitið. Menn fara upp með hendurnar. Sumir dómarar gefa gult á þetta en þetta er heiðarleg barátta sem því miður endar svona fyrir Eið Atla,“ sagði Baldur og Atli Viðar tók undir: „Það að menn fái aðeins á lúðurinn er bara því miður óhjákvæmilegur hluti af leiknum, þegar reglurnar eru eins og þær eru.“ „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu“ Loks var farið yfir fyrrnefndan leikaraskap Eyþórs Arons sem Baldur sagði vera ljóð á ráði hans: „Eyþór á náttúrulega bara að hætta þessu. Spilaðu eins og þú spilar, og vertu óþolandi, en hættu að kasta þér niður. Þetta er í annað sinn sem við sjáum þetta.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla HK Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira