Víkingur Reykjavík

Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings
Víkingur lagði Fram að velli, 3-2, þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Heimavalli hamingjunnar í Fossvoginum í kvöld.

Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni
Breiðablik vann 4-0 sigur gegn Víkingi í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Veðrið lék hreinlega við leikmenn Breiðabliks sem skoruðu fjögur mörk í leiknum. Blikar á toppi deildarinnar eins og er með tíu stig.

„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Það er kannski skrýtið að hugsa til þess núna, tveimur Íslandsmeistaratitlum, fjórum bikarmeistaratitlum og einstöku Evrópuævintýri síðar, en þegar Arnar Gunnlaugsson var ráðinn þjálfari Víkings höfðu fáir trú á því að hann ætti eftir að ná langt með liðið.

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Víkingur hefur samið við Ali Al-Mosawe, dansk-íraskan vængmann sem lék síðast með Hilleröd í dönsku B-deildinni í fótbolta.

Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri
Þróttur sótti 0-1 sigur gegn Víkingi í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Markmaðurinn Sigurborg Sveinbjörnsdóttir skoraði afar óheppilegt sjálfsmark sem reyndist eina markið í mjög færafáum leik.

Gylfi valdið mestum vonbrigðum
Gylfi Þór Sigurðsson er sá leikmaður sem hefur valdið mestum vonbrigðum það sem af er leiktíð í Bestu deild karla samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar. Gylfa hefur ekki tekist að setja mark sitt á leik Víkinga þar sem af er móti.

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Nokkrir stuðningsmenn Vals mættu með borða á leik liðsins gegn Víking í Bestu deild karla í knattspyrnu. var skilaboðunum beint til Gylfa Þórs Sigurðssonar sem gekk í raðir Víkings frá Val fyrir leiktíðina.

„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
„Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma.

Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs
Valur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli sín á milli á Hlíðarenda, bæði mörk skoruð úr vítaspyrnum og liðin bæði hræddari við tap en þau voru hungruð í sigur. Víkingur ógnaði varla marki í seinni hálfleik en átti skalla í slánna í uppbótartíma. Jafntefli sanngjörn niðurstaða, Víkingur með sjö stig og Valur sex stig þegar fjórar umferðir hafa verið spilaðar.

María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“
Í lokaþætti A&B, þáttanna um tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, var meðal annars fjallað um það hvernig Arnar fékk starfið sem aðalþjálfari Víkings. Kona hans, María Builien Jónsdóttir, átti sinn þátt í því.

Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna
Nýliðar ÍBV og Aftureldingar fögnuðu sigri í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjá mörkin úr báðum leikjum hér inn á Vísi.

Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús
Afturelding vann óvæntan sigur á Víkingum, 1-0, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í Mosfellsbæ í kvöld. Hrannar Snær Magnússon skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 68. mínútu.

Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í sigri Víkingskvenna í Garðabænum í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær.

Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga
Varnarmaðurinn Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skoraði óvænta þrennu þegar Víkingur rústaði Stjörnunni, 2-6, í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Víkingar eru komnar með þrjú stig en Stjörnukonur eru án stiga og með markatöluna 3-12.

„Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“
Fyrir leik Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild kvenna í kvöld hafði Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skorað þrjú mörk í 87 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í 2-6 sigri Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld.

Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu
Bestu mörkin fjölluðu um fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi og þar á meðal var skoðað atvik úr leik Víkings og Þór/KA.

Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Víkingar fara ekki í úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir afhroð í Vestmannaeyjum. Undanfarin fimm ár hafa Víkingar komist alla leið í úrslit en þeir sáu ekki til sólar í Eyjum í dag.

Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild
Norðankonur í Þór/KA byrja vel í Bestu deild kvenna í fótbolta en þær unnu flottan sigur í fyrstu umferðinni í gær.

„Þetta var skrýtinn leikur“
John Andrews, þjálfari Víkinga, þurfti að sætta sig við stórt tap í fyrsta leik tímabilins. Víkingar töpuðu 4-1 á móti Þór/KA á heimavelli í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld.

Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum
Þór/KA gerði sér góða ferð suður og sigraði Víking, 4-1, í Víkinni í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld.Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið voru að reyna að finna taktinn í upphafi tímabilsins. Norðankonur áttu hættulegri færi eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn.

Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking
Sif Atladóttir gæti leikið með liði Víkings í Bestu deild kvenna í sumar. Hún hefur fengið félagaskipti til liðsins þar sem Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður hennar, er í þjálfarateyminu.

„Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“
Anna Svava Knútsdóttir heldur áfram að segja leikmönnum Bestu deildar kvenna til í nýrri auglýsingu og í þetta sinn vill hún sjá stelpurnar falla með tilþrifum til jarðar.

Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla
Vestri, Víkingur og Fram fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar önnur umferðin fór af stað. Nú ná sjá mörkin úr leikjunum hér á Vísi.

Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt
Víkingur vann afar sannfærandi 4-0 sigur þegar liðið fékk KA í heimsókn á Víkingsvöll í Fossvogi í annarri umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í kvöld. Víkingur er þar af leiðandi með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Aron Elís Þrándarson varð fyrir miklu áfalli þegar tímabili hans í fótboltanum lauk strax í fyrsta leik. Hann er enn að jafna sig á mesta sjokkinu og ná sáttum við það að hann spili ekki fótbolta fyrr en á næsta ári.

Aron Elís með slitið krossband
Aron Elís Þrándarson, miðjumaður Víkings, er með slitið krossband í hné.

Aron í tveggja leikja bann
Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn.

Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Víkings, fékk í gær sitt fyrsta rauða spjald í tíu ár, eða í 3.727 daga.

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Það var létt yfir Sölva Geir Ottesen, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal strax eftir sigur liðsins gegn ÍBV.