Fótbolti

Stuð á Víkingum í Kaup­manna­höfn

Aron Guðmundsson skrifar
Stuðningsfólkið vel merkt
Stuðningsfólkið vel merkt Vísir/Elín Margrét

Víkingur Reykjavík heimsækir danska stórliðið Bröndby í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Víkingar leiða einvígið með þremur mörkum gegn engu og stuðningsmenn liðsins hafa fjölmennt til Kaupmannahafnar að styðja sína menn.

Okkar kona, Elín Margrét Böðvarsdóttir, tók púlsinn á stemningunni í Köben núna rétt áðan og óhætt er að segja að gleðin sé í fyrirrúmi hjá stuðningsfólki Víkings en án efa, undir niðri, ríkir spenna og stress fyrir leik kvöldsins því þrátt fyrir góða forystu er einvíginu ekki lokið. 

Leikur Bröndby og Víkings Reykjavíkur hefst klukkan hálf sex og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Myndir frá stemningunni í Köben má sjá hér fyrir neðan: 

Flott að hafa öryggisvesti eftir lætin í kjölfar fyrri leiks liðannaVísir/Elín Margrét
Stuðningsmenn Víkings hafa fjölmennt til Kaupmannahafnar og nú styttist í leikinn mikilvæga gegn BröndbyVísir/Elín Margrét
Íslenskir stuðningsmannasöngvar Víkinga óma um KaupmannahöfnVísir/Elín Margrét
Ætla má að um þrjú hundruð Víkingar leggi leið sína á völlinn í kvöld.Vísir/Elín Margrét
Stuðningsfólkið vel merktVísir/Elín Margrét
Gleðin í fyrirrúmiVísir/Elín Margrét
Hressir VíkingarVísir/Elín Margrét
Það þarf líka að vökva sigVísir/Elín Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×