Fylkir

„Það bara fauk út í veður og vind í þessu roki“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, stýrði sínum mönnum til sigurs í miklum markaleik í Víkinni í kvöld á móti Fylki. Hann var þó langt frá því að vera hæstánægður með 5-2 sigur.

Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 5-2 | Öruggt hjá meisturunum eftir erfiða byrjun
Úrslitin voru eftir bókinni í Víkinni í kvöld þegar efsta lið Bestu deildar karla mætti því neðsta. Víkingur tók á móti Fylki og sigruðu heimamenn 5-2 í ansi fjörugum leik.

„Tanaður Lárus Orri mættur á svæðið“
Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Ingason voru sérfræðingar Stúkunnar í gær og fóru meðal annars yfir atvik þar sem HK-ingar vildu fá vítaspyrnu í leik sínum á móti Fylki.

Langþráð í Lautinni: Sjáðu mörkin úr fyrsta sigri Fylkismanna
Fylkismenn voru búnir að spila sjö leiki og í fimmtíu daga án þess að ná að fagna sigri í Bestu deild karla. Fyrsti sigurinn leit loksins dagsins ljós í Árbænum í gær.

Uppgjör: Fylkir - HK 3-1 | Lífsnauðsynlegur og langþráður sigur Fylkis gegn HK
Fylkir landaði sínum fyrsti sigri í Bestu deild karla í fótbolta á þessari leiktíð með 3-1 sigri sínum gegn HK í fallbaráttuslag liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Würth-vellinum í Árbænum í kvöld. Fylkir hafði betur í leik liðanna í Mjólkurbikarnum fyrir ekki svo löngu og fylgdi því eftir í kvöld.

Uppgjör og viðtöl: Stjarnan-Fylkir 2-1 | Stjörnukonur að komast í gang
Stjörnukonur skoruðu tvö mörk í fyrri hálfeik og unnu 2-1 sigur á nýliðum Fylkis í Bestu deild kvenna. Þetta var annar deildarsigur liðsins í röð og Stjörnukonur eru að komast í gang eftir erfiða byrjun.

„Margir hlutir sem spila inn í en fyrst og fremst þessi hefð og menning“
Helena Ólafsdóttir fékk til sín keppnisgesti til að hita upp fyrir 6. umferð Bestu deildar kvenna. Rakel Logadóttir, fyrrum leikmaður Vals og Ásthildur Helgadóttir, fyrrum leikmaður Breiðabliks, settust í settið ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur.

Lárus segist ekki hafa séð verri frammistöðu í sumar
KA-menn unnu góðan sigur á Fylki í Bestu deild karla á mánudaginn og náði liðið í leiðinni í sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Leikurinn fór 4-2 en Fylkir er á botni deildarinnar með eitt stig eftir sjö umferðir.

Sjáðu umdeilda vítið sem KR fékk og öll mörkin úr Bestu í gær
Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar sjöunda umferðin hófst og þar fögnuðu Víkingar, KR-ingar og KA-menn góðum sigrum. Nú má sjá mörkin fjórtán úr leikjunum þremur hér inn á Vísi.

Uppgjör og viðtöl: KA-Fylkir 4-2 | Fyrsti sigur Akureyringa í hús
KA sótti sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta með 4-2 sigri á Fylki fyrir norðan í dag. Heimamenn leiddu 3-0 í hálfleik en Fylkismenn gengu á lagið í þeim síðari og úr varð opinn og skemmtilegur leikur.

Bikarmeistarar Víkings í næstu umferð ásamt Keflavík og Fylki
Bikarmeistarar Víkings eru komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta. Sömu sögu er að segja af Keflavík og Fylki.

Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Breiðablik 0-2 | Blikar enn með fullt hús
Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa í Bestu deild kvenna eftir 2-0 útisigur gegn Fylki í kvöld.

Sjáðu rauðu spjöld KR-inga, mark beint úr horni og öll hin mörkin í gær
Víkingur, Breiðablik og HK fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar þrír síðustu leikirnir fóru fram í sjöttu umferðinni. Nú má sjá mörkin úr þessum leikjum hér inn á Vísi.

„Þetta er saga tímabilsins og það gengur ekki lengur“
Fylkir er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins eftir tap í kvöld gegn Breiðablik í Bestu deildinni. Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þrátt fyrir það skoraði Breiðablik þrjú mörk í leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur.

Uppgjör: Fylkir - Breiðablik 0-3 | Öruggur sigur Blika á lánlausum Fylkismönnum
Breiðablik gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld þar sem Fylkismenn tóku á móti þeim í Bestu deildinni. Fyrirfram hefði mátt búast við áhugaverðri viðureign þar sem bæði lið þurftu sigur eftir tap í síðustu umferð.

Uppgjör: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Fyrsta tap nýliðanna
Tindastóll sigraði Fylki í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í dag. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð en leikurinn endaði 3-0.

„Spáin hjálpar okkur frekar en eitthvað annað“
Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Signý Lára Bjarnadóttir úr Fylki mættu, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur.

„Tveir Víkingar? Ég er bara hissa“
Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru ekki alveg sammála þegar kom að valinu á úrvalsliði aprílmánaðar í Bestu deild karla í fótbolta, en þeir kynntu liðin sín í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

„Ólíkir okkur að mörgu leyti“
Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum.

Uppgjör og viðtöl: Fram - Fylkir 2-1 | Heimamenn upp í þriðja sætið
Fram tók á móti Fylki í Úlfarsárdal og sigruðu heimamenn 2-1 þrátt fyrir að brenna af vítaspyrnu. Fram hefur farið vel af stað í Bestu deild karla en liðið er komið með 10 stig þegar 5 umferðir eru búnar af Íslandsmótinu.

Gunnar um að mæta dóttur sinni: „Hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum“
Fylkir vann 4-2 sigur gegn Keflavík á heimavelli í 3. umferð Bestu-deildar kvenna. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var afar ánægður með sigurinn.

Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Keflavík 4-2 | Nýliðarnir nældu í sigur og eru enn ósigraðir
Fylkir vann öruggan sigur gegn Keflavík. Í stöðunni 1-1 gerði Fylkir næstu þrjú mörkin og leikurinn endaði með 4-2 sigri. Fylkir hefur ekki tapað leik það sem af er tímabils og liðið hefur safnað fimm stigum í þremur leikjum.

Félögin sömdu um að banna Sigurbergi að spila
Sigurbergur Áki Jörundsson fékk ekki tækifæri til að láta ljós sitt skína með Fylki gegn Stjörnunni í gærkvöld vegna samkomulags á milli félaganna þar að lútandi.

Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni
Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi.

Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum
Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur.

Uppgjörið: Víkingur R. - Fylkir 2-2 | Jafnt í nýliðaslagnum
Víkingur og Fylkir skildu jöfn 2-2 í nýliðaslag í 2. umferð Bestu deildar kvenna.

Tíu Grindvíkingar unnu í Eyjum
Bestu deildarlið Fram, Fylkis og Vestra tryggðu sér í dag öll sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta ásamt B-deildarliði Grindvíkinga.

Fylkir fær liðsstyrk frá Stjörnunni
Fylkir hefur fengið liðsstyrk á lokadegi félagaskiptagluggans. Sigurbergur Áki Jörundsson er genginn í raðir félagsins frá Stjörnunni.

„Karakter í mínum stelpum, þær gáfust aldrei upp“
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var ánægður með að hirða stig úr fyrsta leik liðsins í Bestu deild kvenna. Andstæðingurinn, Þróttur, komst marki yfir í fyrri hálfleik en Fylkiskonur jöfnuðu undir lokin.

Uppgjörið: Fylkir - Þróttur 1-1 | Nýliðarnir björguðu stigi undir lokin
Fylkir og Þróttur skildu jöfn 1-1 í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. Kristrún Rut Antonsdóttir kom Þrótti yfir en Marija Radojicic jafnaði metin undir lokin.