„Það bara fauk út í veður og vind í þessu roki“ Hinrik Wöhler skrifar 2. júní 2024 20:14 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, stýrði sínum mönnum til sigurs í miklum markaleik í Víkinni í kvöld á móti Fylki. Hann var þó langt frá því að vera hæstánægður með 5-2 sigur. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þetta var bara ‚total disaster' frá a til ö. Við fengum á okkur mark í andlitið og allt það sem við stöndum fyrir, strúktur, barátta og hjarta, það bara fauk út í veður og vind í þessu roki hérna,“ sagði Arnar skömmu eftir leikinn í Fossvogi. „Við gerðum aðeins betur í seinni hálfleik á móti mjög spræku liði og á endanum voru það einstaklingsgæði sem skóp sigurinn.“ „Menn voru bara að vorkenna sjálfum sér“ Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik en Íslandsmeistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi á móti botnliðinu í fyrri hálfleik. Arnar tekur ábyrgð á frammistöðu liðsins. „Ég var heldur ekki sáttur með mína frammistöðu. Það er mitt hlutverk að gíra menn upp í baráttu og menn voru bara að vorkenna sjálfum sér. Þeir vöknuðu í morgun og horfðu út um gluggann, það var rok og ég er ekki alveg til í þennan slag. Svona gerist bara í fótbolta þegar þú mætir ekki til leiks, alveg sama á móti hvaða liði og þá ertu bara undir,“ sagði Arnar um fyrri hálfleik liðsins. Arnar gerði þrefalda skiptingu í hálfleik en Fylkismenn náðu þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn stigu í kjölfarið á bensíngjöfina og bættu við þremur mörkum. „Ég þurfti líka að gyrða mig í brók í hálfleik og skiptingarnar snerust ekki um einstaklingana sem fóru út af, þeir voru ekki slakari en aðrir. Þetta var heildarbragurinn sem var slakur og það þurfti að gera eitthvað, það tókst í þetta skiptið,“ bætti Arnar við. „Fyrsti þriðjungurinn verið frábær“ Víkingur situr á toppi deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki en nú tekur við landsleikjahlé í Bestu deild karla. Arnar er sáttur með fyrsta hluta mótsins og fer ánægður inn í tæplega tveggja vikna hlé. „Eins ósáttur ég er með þennan leik þá hefur fyrsti þriðjungurinn verið frábær. Við vorum í brasi í vetur og ef einhver hefði gefið mér þriggja stiga forskot og jafnvel meira, sjáum hvernig aðrir leikir fara, og vera í 8-liða úrslitum þegar landsleikjahléið er að byrja hefði ég tekið því fegins hendi. Margir eru búnir að fá mínútur og meiddir leikmenn eru að koma til baka og fá mikilvægar mínútur. Ég er bara hrikalega sáttur með hvernig við höfum tæklað þessa byrjun,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Sjá meira
„Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik og þetta var bara ‚total disaster' frá a til ö. Við fengum á okkur mark í andlitið og allt það sem við stöndum fyrir, strúktur, barátta og hjarta, það bara fauk út í veður og vind í þessu roki hérna,“ sagði Arnar skömmu eftir leikinn í Fossvogi. „Við gerðum aðeins betur í seinni hálfleik á móti mjög spræku liði og á endanum voru það einstaklingsgæði sem skóp sigurinn.“ „Menn voru bara að vorkenna sjálfum sér“ Víkingur var 2-1 yfir í hálfleik en Íslandsmeistararnir voru langt frá því að vera sannfærandi á móti botnliðinu í fyrri hálfleik. Arnar tekur ábyrgð á frammistöðu liðsins. „Ég var heldur ekki sáttur með mína frammistöðu. Það er mitt hlutverk að gíra menn upp í baráttu og menn voru bara að vorkenna sjálfum sér. Þeir vöknuðu í morgun og horfðu út um gluggann, það var rok og ég er ekki alveg til í þennan slag. Svona gerist bara í fótbolta þegar þú mætir ekki til leiks, alveg sama á móti hvaða liði og þá ertu bara undir,“ sagði Arnar um fyrri hálfleik liðsins. Arnar gerði þrefalda skiptingu í hálfleik en Fylkismenn náðu þó að jafna leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Heimamenn stigu í kjölfarið á bensíngjöfina og bættu við þremur mörkum. „Ég þurfti líka að gyrða mig í brók í hálfleik og skiptingarnar snerust ekki um einstaklingana sem fóru út af, þeir voru ekki slakari en aðrir. Þetta var heildarbragurinn sem var slakur og það þurfti að gera eitthvað, það tókst í þetta skiptið,“ bætti Arnar við. „Fyrsti þriðjungurinn verið frábær“ Víkingur situr á toppi deildarinnar með 25 stig eftir tíu leiki en nú tekur við landsleikjahlé í Bestu deild karla. Arnar er sáttur með fyrsta hluta mótsins og fer ánægður inn í tæplega tveggja vikna hlé. „Eins ósáttur ég er með þennan leik þá hefur fyrsti þriðjungurinn verið frábær. Við vorum í brasi í vetur og ef einhver hefði gefið mér þriggja stiga forskot og jafnvel meira, sjáum hvernig aðrir leikir fara, og vera í 8-liða úrslitum þegar landsleikjahléið er að byrja hefði ég tekið því fegins hendi. Margir eru búnir að fá mínútur og meiddir leikmenn eru að koma til baka og fá mikilvægar mínútur. Ég er bara hrikalega sáttur með hvernig við höfum tæklað þessa byrjun,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fylkir Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti