Stjarnan

„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“
Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki.

Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis
Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi.

„Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“
Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, segir stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verða að vera til staðar þegar að liðið tekur á móti Tindastól í öðrum leik úrslitaeinvígis Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll leiðir einvígið 1-0 eftir spennutrylli í Síkinu á dögunum.

Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina
Stjarnan náði góðum úrslitum í kvöld með 2-0 sigri gegn Fram á Samsungvellinum í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Með þessum sigri bætir liðið við sig þremur mikilvægum stigum eftir þrjá tapleiki í röð.

Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi
FH lagði Stjörnuna 2-1 í Kaplakrika í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna. Með sigrinum jafnar FH bæði Íslandsmeistara Breiðablik og Þrótt Reykjavík að stigum á toppi deildarinnar – öll liðin eru nú með 13 stig.

Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur
Ljóst má vera að færri komast að en vilja á næsta leik einvígis Stjörnunnar og Tindastóls, í úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta, eftir að einvígið hófst með látum á Sauðárkróki í gærkvöld.

Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri
Ægir Þór Steinarsson átti frábæran leik með Stjörnunni á móti Tindastól í kvöld í fyrsta leik lokaúrslitanna. Það dugði þó ekki til því Stjörnumenn misstu niður fimm stiga forkost á síðustu fjörutíu sekúndum leiksins og eru lentir 0-1 undir á móti Stólunum.

Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin
Tindastólsmenn eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta eftir þriggja stiga sigur á Stjörnunni, 93-90, í spennuleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.

Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld
Fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta og einn reyndasti körfuboltamaður Íslands í dag verður í hlutverki nýliðans í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í kvöld.

„Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“
„Ég er í alvörunni þakklátur fyrir að fá að vera 42 ára og geta átt sæmilegan leik,“ sagði Hlynur Bæringsson, gamli landsliðsfyrirliðinn sem enn lætur til sín taka á körfuboltavellinum og er kominn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.

Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“
Fyrirliði Grindvíkinga átti mjög erfitt eftir tapleikinn á móti Stjörnunni í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta.

„Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“
Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík.

Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli
Afturelding sigraði Stjörnuna sannfærandi í Bestu-deild karla í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar léku við hvern sinn fingur og sigruðu Garðbæinga 3-0.

Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík
Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik.

Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði
Stjarnan og Grindavík mætast í oddaleik í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir spennutrylli í leik fjögur segist Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sjaldan á Íslandi hafa þurft að glíma við lið með eins mikil einstaklingsgæði og lið Grindavíkur.

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Stjarnan sigraði Val í dag 1-0 í 4. umferð Bestu deild kvenna. Leikurinn var tíðindalítill en Stjarnan skoraði sigurmarkið með skalla úr föstu leikatriði og það reyndist nóg til þess að sækja stigin þrjú. Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari liðsins var ánægður með úrslitin eftir leik.

Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val
Stjarnan vann 1-0 baráttusigur gegn Val í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Valskonur voru taplausar fyrir leik og höfðu ekki fengið á sig mark, en Jakobína Hjörvarsdóttir breytti því.

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins.

Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára
Grindavík náði að knýja fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Grindavík vann í kvöld 95-92 sigur eftir magnaða endurkomu.

„Ég hef hluti að gera hér“
DeAndre Kane átti stórkostlegan leik fyrir Grindavík sem vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudag.

Stjarnan áfram í Olís deildinni
Stjarnan tryggði sér í kvöld áframhaldandi tilverurétt í Olís deild kvenna í handbolta. Það gerðu Garðbæingar með tíu marka sigri á Aftureldingu.

„Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“
„Á meðan þið voruð að drulla yfir FH voruð þið að peppa Stjörnuna í aðdraganda móts,“ segir Mist Rúnarsdóttir þegar frammistaða Stjörnunnar í Bestu deild kvenna var rætt í Bestu mörkunum.

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Albert Brynjar Ingason, einn af sérfræðingum Stúkunnar, var allt annað en ánægður með hvernig Stjarnan kom inn í leik sinn gegn ÍBV í 3. umferð Bestu deildar karla. Farið var yfir óvænt tap heimamanna í síðasta þætti Stúkunnar.

Henríetta lánuð til Þór/KA
Henríetta Ágústsdóttir mun leika með Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Hún kemur á láni frá Stjörnunni.

Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH
Fótboltakonan Snædís María Jörundsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna á ný eftir eitt og hálft tímabil í herbúðum FH.

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Umhyggjuhöllin stóð ekki alveg undir nafni þegar Stjarnan og Grindavík áttust við í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman og hnefarnir voru látnir tala.

Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Grindavík minnkaði muninn í 2-1 í rimmu sinni við Stjörnuna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta með 91-105 sigri sínum í þriðja leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld.

Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram
ÍBV vann í kvöld góðan útisigur á Stjörnunni þegar liðin mættust á Samsung-vellinum í Garðabæ. Lokatölur 3-2 og ÍBV komið upp í 2. - 3. sæti Bestu deildarinnar.

Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga
Þrátt fyrir að vera marki undir þegar mínúta var til leiksloka vann Stjarnan 1-2 sigur á Tindastóli í Bestu deild kvenna í dag. Stjörnukonur fengu þar með sín fyrstu stig í sumar.

Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni
Afturelding vann mikilvægan sex marka sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Olís-deild kvenna í handbolta á næsta tímabili.