Íslenski boltinn

Hrannar Bogi inn eftir brott­hvarf Caul­kers

Sindri Sverrisson skrifar
Hrannar Bogi Jónsson er orðinn spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.
Hrannar Bogi Jónsson er orðinn spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Stjarnan

Stjarnan tilkynnti í kvöld að Hrannar Bogi Jónsson hefði verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta.

Hrannar Bogi kemur til Stjörnunnar frá Breiðabliki þar sem hann þjálfaði 2. flokk auk þess sem hann þjálfaði Augnablik í 3. deild síðustu þrjú ár.

Fyrir átta dögum greindi Stjarnan frá því að samningi við Steven Caulker, sem gerðist spilandi aðstoðarþjálfari liðsins í sumar, hefði verið rift. Hrannar Bogi fyllir því hans skarð að ákveðnu leyti.

„Ég er hrikalega spenntur fyrir því að hefja störf hjá Stjörnunni og þakklátur fyrir þetta tækifæri. Þetta er spennandi hópur og kem ég inn í virkilega skemmtilegt verkefni. Ég get ekki beðið eftir því að hitta strákana og byrja,“ segir Hrannar á Facebook-síðu Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×