Íslenski boltinn

Samningi Caulkers við Stjörnuna rift

Sindri Sverrisson skrifar
Þegar Steven Caulker var kynntur til leiks í sumar stóð til að hann yrði hjá Stjörnunni til loka árs 2026 hið minnsta.
Þegar Steven Caulker var kynntur til leiks í sumar stóð til að hann yrði hjá Stjörnunni til loka árs 2026 hið minnsta. Mynd/Stjarnan

Enski fótboltamaðurinn Steven Caulker hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna og yfirgefið félagið, ári fyrr en samningur hans sagði til um.

Samkvæmt tilkynningu Stjörnunnar komust Caulker og félagið að samkomulagi um riftun samnings. Hann var bæði leikmaður og þjálfari hjá liðinu.

Caulker, sem er 33 ára gamall, hefur komið víða við á löngum ferli, eftir að hafa byrjað hjá Tottenham á sínum tíma og einnig leikið til að mynda um skamma hríð með stórliði Liverpool, sem og QPR og Cardiff.

Hann kom til Stjörnunnar í byrjun júní og átti ríkan þátt í því að liðið náði á endanum að tryggja sér Evrópusæti nú í haust. Hann gerði þá samning sem átti að gilda í eitt og hálft ár, eða til loka árs 2026.

Í tilkynningu Stjörnunnar segir að á skömmum tíma hafi Caulker haft jákvæð og fagleg áhrif á leikmenn liðsins bæði innan sem utan vallar. Hann sé einn þekktasti leikmaður sem spilað hafi á Íslandi og hafi reynsla hans og nærvera verið liðinu dýrmæt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×