
Breiðablik

Blikarnir í beinni frá Albaníu
Breiðablik hefur leik í forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld og leikur liðsins verður í beinni á Sýn Sport.

Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota
Þeir Ásgeir Helgi Orrason, leikmaður Breiðabliks, og Hrannar Snær Magnússon, leikmaður Aftureldingar, fögnuðu báðir að hætti Diogo Jota í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Jota féll frá aðfaranótt fimmtudags.

Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ
Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu niður 2-0 forystu gegn nýliðum Aftureldingar í 2-2 jafntefli liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Heimavöllur Mosfellinga heldur áfram að skila þeim stigum.

Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“
„Ég er alls ekki sáttur með stigið, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá held ég við eigum ekki meira skilið því miður,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir svekkjandi 2-2 jafntefli við Aftureldingu í leik þar sem Blikar komust í 0-2.

Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið
Íslandsmeistarar Breiðabliks fataðist flugið í Mosfellsbæ í kvöld þegar liðið missti 0-2 forystu úr greipum sér, lokatölur 2-2. Heimamenn í Aftureldingu náðu þar með að tryggja sér gott stig og færst því nær efri hlutanum í Bestu deildinni. Blikar urðu hins vegar af mikilvægum stigum í toppbaráttunni.

Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi
Blikinn Kristófer Ingi Kristinsson átti magnaða helgi. Hann var ekki bara hetja Íslandsmeistaranna í útisigri á nágrönnunum heldur náði hann líka stórum tímamótum utan vallar.

Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum
Breiðablik og Valur nálguðust Víkinga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi með góðum útisigrum. Nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi.

Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu
Kristófer Ingi Kristinsson átti án efa eftirminnilegustu innkomuna í Bestu deild karla í sumar í Garðabænum í kvöld.

Hetja Blika með þrennu af bekknum: „Allir jafn mikilvægir“
Kristófer Ingi Kristinsson átti frábæra innkomu inn í lið Breiðabliks sem vann góðan 1-4 sigur í kvöld en hann skoraði þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður og hjálpaði Breiðablik heldur betur í endurkomu gegn Stjörnunni.

Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu
Blikar unnu 4-1 endurkomusigur í Garðabænum í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og geta þakkað varamanninum Kristófer Inga Kristinssyni fyrir það.

Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja
Daniel Obbekjær hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og heldur nú aftur til Færeyja, þaðan sem hann kom fyrir ári síðan. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikstíl liðsins ekki hafa hentað honum og Daniel sé of góður miðvörður til að sitja bara á bekknum.

Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu
Íslandsmeistarar Breiðabliks verða án fyrirliða sína í næstu tveimur leikjum eftir að aganefnd KSÍ dæmdi Höskuld Gunnlaugsson í tveggja leikja bann.

Verðug verkefni bíða Breiðabliks og Vals í Meistaradeildinni
Tvö Íslensk lið, Valur og Breiðablik, voru í pottinum þegar dregið var í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta í dag. Bæði lið sitja hjá í fyrstu umferð forkeppninnar en koma inn í þeirri annarri.

Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“
Það gekk á ýmsu undir lok leiks Breiðabliks og Fram í 12.umferð Bestu deildar karla í gær. Slagsmál brutust út milli leikmanna og tvö rauð spjöld fóru á loft. Farið var yfir atburðarásina í Stúkunni á Sýn Sport í gær.

Halldór: Sundur spiluðum Fram
Halldór Árnason var alls ekki sammála mati blaðamanns að Breiðablik hafi sloppið með skrekkinn í leik liðsins gegn Fram í kvöld. Breiðablik jafnaði úr víti á 92. mínútu en færin létu á sér standa hjá Blikum lengi vel í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Blikar enn í öðru sæti Bestu deildar karla.

Sjáðu slagsmálin eftir jöfnunarmark Blika
Breiðablik tryggði sér 1-1 jafntefli á móti Fram í Bestu deild karla í kvöld með marki úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr vítinu en fékk svo rauða spjaldið fyrir slagsmál strax eftir markið.

Uppgjörið: Breiðablik - Fram 1-1 | Dramatík í Kópavogi
Breiðablik náði í jafntefli gegn Fram fyrr í kvöld. Fram var einu marki yfir þegar komið var í uppbótartíma þegar heimamenn fengu víti í uppbótartímar sem Haöskuldur Gunnlaugsson skoraði úr. Fram getur verið ósáttari aðilinn í lok leiks þar sem þeir gerðu virkilega vel úr sínum aðgerðum.

Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 0-3 | Blikar á toppnum næsta mánuðinn
Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í dag, í síðustu umferð Bestu deildar kvenna fyrir EM-hléið sem nú tekur við næsta mánuðinn. Sigurinn kom Blikum upp fyrir Þrótt og aftur á toppinn.

Íhugaði að koma ekki heim: „Þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu“
Eftir ævintýramennsku í Singapúrsku deildinni er Damir Muminovic aftur orðinn leikmaður Breiðabliks. Hann er spenntur fyrir því að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Blika en býst ekki við því að geta gengið að sæti í byrjunarliði liðsins sem vísu.

Hefði blásið upp fjandskapinn: „Þetta jaðraði við hatur á tímabili“
„Ég hefði gert miklu meira úr þessu ef ég hefði verið íþróttafréttamaður á þessum tíma. Ég hefði keyrt þetta upp úr öllu valdi. Reynt að veiða menn miklu meira í einhver komment,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson um afgreiðslu fjölmiðla á rígnum mikla á milli Breiðabliks og Víkings, með þá Óskar og Arnar Gunnlaugsson í aðalhlutverkum.

Arnar fór í starfskynningu hjá Óskari: „Ætlum að breyta íslenskum fótbolta“
Hatrömm barátta Óskars Hrafns Þorvaldssonar og Arnars Gunnlaugssonar, þegar þeir stýrðu bestu fótboltaliðum landsins, fór ekki framhjá neinum. Það sem fáir vita er hins vegar að áður en þeir fóru að senda hvor öðrum pillur í viðtölum, og berjast um titla, fór Arnar í starfskynningu hjá Óskari.

Silkeborg til Akureyrar og leið Vals, Víkings og Breiðabliks ljósari
KA-menn mæta Silkeborg frá Danmörku í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þegar þeir mæta til leiks í 2. umferð í lok júlí. Nú liggur einnig fyrir hvaða liðum Valur, Víkingur og Breiðablik gætu mætt í sömu umferð.

Þórdís Elva og Guðni valin best í fyrri umferðinni
Bestu mörkin gerðu upp fyrstu níu umferðir Bestu deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum og völdu þau sem hafa staðið sig best.

Íslendingalið bíður Blika komist þeir áfram
Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í dag í pottinum annan daginn í röð í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu.

Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði
Breyta þurfti tveimur leikjum KA í Bestu deild karla í fótbolta vegna þátttöku Akureyrarliðsins í Evrópukeppninni.

Blikar lentu á móti albönsku meisturunum
Dregið var í hádeginu í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í pottinum.

Uppgjörið: Þór/KA 0 - 2 Breiðablik | Blikar með öruggan sigur
Breiðablik hafði betur gegn Þór/KA í Boganum á Akureyri í 9. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Lokatölur 0-2 þar sem Birta Georgsdóttir skoraði bæði mörk leiksins.

Markaveisla Mosfellinga, Blikar á toppi, sigurmark Vestra og öll mörkin í Bestu
Nú er hægt að sjá öll mörkin úr fimm fyrstu leikjum elleftu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Fjórir leikir fóru fram í gær og einn á laugardagskvöldið.

Uppgjörið: ÍBV - Breiðablik 0-2 | Blikar ekki í vandræðum í Eyjum
Íslandsmeistarar Breiðabliks gerður sér góða ferð til Vestmannaeyja þegar þeir lögðu ÍBV 0 - 2 á Þórsvelli í 11. umferð Bestu deildar karla. Með sigrinum skellir Breiðabliks sér á toppinn í bili en Víkingar eiga þó leik til góða á morgun.

Ekki spilað á Þjóðhátíð og meistararnir á heimavelli
Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í kvöld, um leið og öllum leikjum í 8-liða úrslitum var lokið. Mögulegt er að Valur og Breiðablik leiki aftur til úrslita, rétt eins og í fyrra þegar Valur vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli.