
Samkomubann á Íslandi

Ekki von á frekari tilslökunum á næstunni
Sóttvarnalæknir segir hópsmit komið upp í samfélaginu en hann vonar að ný bylgja sé ekki hafin. Þá segir hann að Íslendingar megi ekki búast við frekari tilslökunum í sóttvörnum á næstunni.

Tónleikagestum boðið í aðra skimun á fimmtudaginn
Öllum gestum og starfsfólki á tónleikum í Hörpu á föstudaginn verður boðið í aðra skimun á fimmtudaginn.

Strangari reglur á íþróttaviðburðum
Tilkynnt var í dag um uppfærðar reglur um framkvæmd leikja hjá bæði HSÍ og KKÍ. Aukin smit kórónuveirunnar eru ástæðan fyrir því að reglur hafa verið hertar á íþróttaviðburðum.

Tæplega þrjátíu gestir World Class í sóttkví
Tæplega 30 manns sem voru í líkamsrækt á föstudaginn hafa verið skikkaðir í sóttkví.

Stærsta höllin rúmar 372 áhorfendur – Aðeins níutíu leyfðir í Njarðvík
Áhorfendur fóru í síðustu viku að sjást aftur á kappleikjum í íþróttahúsum landsins eftir að hafa verið bannaðir frá því í október. Þó er mismunandi hve margir mega vera í hverju húsi.

„Þetta lúrir alltaf yfir“
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir þær sóttvarnaaðgerðir sem eru í gildi á hverjum tíma sífellt í endurskoðun. Núverandi reglur tóku gildi í liðinni viku og gilda til og með 17. mars.

Lögregla leiðbeindi starfsfólki veitingastaða um opnunartíma og reglur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í reglubundið eftirlit með veitingahúsum í miðborginni í gærkvöldi og voru nokkrir veitingastaðir sóttir heim. Samkvæmt lögreglu var ástandið nokkuð gott þó skerpa hafi þurft á nokkrum reglum.

Ekki viss um að óvenju margar fæðingar undanfarnar vikur séu afleiðingar samkomubannsins
Óvenju mörg börn hafa fæðst á fæðingarvakt Landspítalans undanfarnar tvær vikur, eða hátt í sautján á dag.

„Mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“
Íþróttahreyfingin fagnaði þegar 200 áhorfendur voru leyfðir á kappleikjum hér á landi en þar með er ekki öll sagan sögð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, fór yfir stöðuna í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2.

Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins
Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins.

Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti
Tilslakanir á sóttvarnareglum tóku gildi nú á miðnætti miðvikudagsins 24. febrúar. Fimmtíu mega nú koma saman í stað tuttugu áður, 200 mega koma saman á tilteknum stöðum og viðburðum og afgreiðslutími veitingastaða er lengdur. Fleiri mega fara í sund og á skíði en áður, auk þess sem reglur í skólastarfi eru rýmkaðar.

„Við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði“
Tilslakanir á sóttvarnareglum sem taka gildi á morgun miða helst að því að rýmka til fyrir ýmissi atvinnustarfsemi, að sögn sóttvarnalæknis. Enn sé mesta hættan á kórónuveirusmiti þar sem áfengi er haft um hönd og því er til dæmis áfengissala óheimil í hléi, sem skipuleggjendur viðburða mega koma aftur á frá og með morgundeginum.

Lykilatriði að fá nýnema í staðkennslu
Rektor Háskóla Íslands segir forgangsmál að fá nýnema í staðnám. Rýmri reglur um skólahald taka gildi á mánudag.

Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu
Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi.

Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum
Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna.

150 nemendur í hverju rými á öllum skólastigum
Heimilaður hámarksfjöldi nemenda í hverju rými verður 150 og blöndun milli sóttvarnahólfa verður heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum í skólastarfi.

Tvö hundruð áhorfendur leyfðir á íþróttaviðburðum
Meðal þeirra tilslakana sem verða gerðar á samkomutakmörkunum á morgun er að áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði á ný.

Fimmtíu manns mega koma saman
Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar úr tuttugu manns í fimmtíu. Reglugerðin tekur gildi á morgun.

Svandís ræddi afléttingar innanlands
Fundur ríkisstjórnarinnar hófst í Ráðherrabústaðnum klukkan 9:30 á morgun. Dagskrá fundarins liggur ekki fyrir en fastlega má búast við því að tillögur sóttvarnalæknis að afléttingum innanlands séu til umræðu.

Skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða og vilja að lögregluaðgerðum verði hætt
Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) hafa sent frá sér áskorun til stjórnvalda vegna fyrirhugaðra tilslakana á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Í áskoruninni óska samtökin eftir því að látið verði „af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni.“

Tillögur að tilslökunum ræddar í ríkisstjórn
Fastlega er búist við því að tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands verði ræddar á fundi ríkisstjórnarinnar fyrir hádegi í dag. Einnig má gera ráð fyrir að tillögur hans að tilhögun skólastarfs verði ræddar.

Opnar á að áhorfendur mæti á leiki hér á landi
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að áhorfendur verði innan tíðar leyfðir á íþróttaleikjum hér á landi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Þórólfur skilaði tveimur minnisblöðum til ráðherra
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær tveimur minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, varðandi aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.

Minnisblaðið komið til ráðherra
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum innanlands.

Tillögur enn í mótun en býst við að afhenda ráðherra minnisblað í dag
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir að því að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra endanlegt minnisblað í dag þar sem hann mun gera tillögur að næstu afléttingum takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins.

Von á tilslökunum á næstu dögum
Heilbrigðisráðherra býst við að fá drög að næstu sóttvarnaraðgerðum frá sóttvarnarlækni í dag. Hún gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum. Ekki er búið að ákveða hvort íslenskir ríkisborgarar sem koma til landsins án neikvæðs PCR-prófs verði sektaðir.

Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð
Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent.

Tillögur að tilslökunum um eða eftir helgi
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun skila Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum að tilslökunum innanlands um helgina eða fljótlega eftir helgi.

Hafnar alfarið ásökunum um hótanir á veitingastöðum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísar því alfarið á bug að hún hafi haft í hótunum við rekstraraðila veitingastaða í miðborginni vegna ágreinings um sóttvarnareglur.

Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku
Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku.