Von á tilslökunum á næstu dögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2021 11:58 Svandís Svavarsdóttir Heilbrigðisráðherra býst við að fá drög að næstu sóttvarnaraðgerðum frá sóttvarnarlækni í dag. Hún gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum. Ekki er búið að ákveða hvort íslenskir ríkisborgarar sem koma til landsins án neikvæðs PCR-prófs verði sektaðir. „Ég býst við að fá drög að minnisblaði sóttvarnarlæknis í dag. Ég tel að við sjáum enn frekari tilslakanir hér innanlands á allra næstu dögum. Við sáum þessa þróun í fyrravor þ.e. hvernig var slakað á smá saman. Þá sáum við að hámarksfjöldi hækkaði en hann er nú 20 og gæti farið í aðra tölu. Þá gætu orðið tilslakanir varðandi íþróttakappleiki, menningarastarfsemi, verslanir og svo framvegis. Við vitum um hvað þetta snýst. Á föstudag tóku gildi hertar aðgerðir á landamærum. Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Þeir sem koma án PCR prófs geta átt von á sektum. Það ákvæði hefur hins vegar enn ekki tekið gildi. Aðspurð um hvort búið sé að ákveða hversu há sektargreiðslan verður svarar Svandís: „Það er ekki komin niðurstaða,“ segir hún. Hún segir enn fremur að ekki liggi enn fyrir hvort eða hvernig íslenskir ríkisborgarar verða sektaðir komi þeir til landsins án PCR-prófs. „Það er ennþá verið að skoða þennan þátt því það liggur fyrir að íslenskir ríkisborgarar komast alltaf til landsins það er stjórnarskrárvarið. Ef þeir eru ekki með neikvæð PCR próf þarf að skoða það en eftir sem áður þá er alltaf þessi tvöfalda skimun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25 Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
„Ég býst við að fá drög að minnisblaði sóttvarnarlæknis í dag. Ég tel að við sjáum enn frekari tilslakanir hér innanlands á allra næstu dögum. Við sáum þessa þróun í fyrravor þ.e. hvernig var slakað á smá saman. Þá sáum við að hámarksfjöldi hækkaði en hann er nú 20 og gæti farið í aðra tölu. Þá gætu orðið tilslakanir varðandi íþróttakappleiki, menningarastarfsemi, verslanir og svo framvegis. Við vitum um hvað þetta snýst. Á föstudag tóku gildi hertar aðgerðir á landamærum. Helsta breytingin er sú að þeir sem koma hingað til lands þurfa nú að framvísa neikvæðu PCR-prófi áður en þeir fara um borð í flugvélina á brottfararstað. Komufarþegar þurfa áfram að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli. Þeir sem koma án PCR prófs geta átt von á sektum. Það ákvæði hefur hins vegar enn ekki tekið gildi. Aðspurð um hvort búið sé að ákveða hversu há sektargreiðslan verður svarar Svandís: „Það er ekki komin niðurstaða,“ segir hún. Hún segir enn fremur að ekki liggi enn fyrir hvort eða hvernig íslenskir ríkisborgarar verða sektaðir komi þeir til landsins án PCR-prófs. „Það er ennþá verið að skoða þennan þátt því það liggur fyrir að íslenskir ríkisborgarar komast alltaf til landsins það er stjórnarskrárvarið. Ef þeir eru ekki með neikvæð PCR próf þarf að skoða það en eftir sem áður þá er alltaf þessi tvöfalda skimun,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25 Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25
Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. 20. febrúar 2021 20:01