Skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða og vilja að lögregluaðgerðum verði hætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 08:49 Starfsemi veitingastaða, kráa og skemmtistaða hefur verið afar takmörkuð nánast allan kórónuveirufaraldurinn. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) hafa sent frá sér áskorun til stjórnvalda vegna fyrirhugaðra tilslakana á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Í áskoruninni óska samtökin eftir því að látið verði „af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni.“ Veitingastaðir hafi lagt sig fram um að starfa eftir settum sóttvarnareglum enda hafi smit ekki verið rakin til veitingastaða. Samtökin skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða með því að leyfa að hámarki fimmtíu manns í hverju rými, að leyfa sérstakar undanþágur varðandi tveggja metra regluna og færa opnunartímann til klukkan 23. Í dag mega ekki fleiri en tuttugu koma saman í hverju rými, engar undanþágur eru frá tveggja metra reglunni á milli óskyldra hópa og veitingastaðir mega vera með opið til klukkan 22. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að afléttingum innanlands til ráðherra um helgina og má gera ráð fyrir því að tillögurnar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi í dag. Þær gætu komið til framkvæmda um miðja þessa viku. Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur að farið yrði varlega í tilslakanir og varlegast í afléttingar á krám þar sem rekja mætti upphaf þriðju bylgjunnar til slíkrar starfsemi. Fram hefur komið að rekja hafi mátt um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september í fyrra og tengd var kránni Irishman Pub og veitingastaðnum Brewdog. Varðandi lögregluaðgerðir og fréttaflutning af þeim segja samtökin umræðuna um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast „hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta,“ segir í áskoruninni sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) senda frá sér eftirfarandi áskorun vegna fyrirhugaðra afléttinga á sóttvörnum innanlands. 1. Að fjöldi gesta veitingahúsa verði aukinn í 50 manns í hverju rými. Veitingahús hafa setið eftir þegar hámarksfjöldi viðskiptavina hefur verið aukinn í öðrum greinum, s.s. líkamsrækt, sundi, leikhúsum o.s.frv. Það hafa ekki verið færð nein haldbær rök fyrir því hvers vegna sambærilegar aukningar á gestafjölda hafa ekki tekið til veitingahúsa. 2. Að sérstakar undanþágur verði leyfðar varðandi 2 metra regluna Þar sem stærð og innanrými staða er misjafnt og í mörgum tilfellum mjög takmarkað kemur aukinn gestafjöldi að takmörkuðu gagni. SFV skorar því á stjórnvöld að setja sérstakar undanþágur um veitingastaði þar sem 1 metra regla er leyfð á milli viðskiptavina. Vegna fárra smita í samfélaginu, auk þess að gestum ber að sitja í sínum sætum á afmörkuðum svæðum, er tryggt að ekki sé samgangur á milli gesta. Eins bera að nefna að þar sem veitingastaðir vinna með matvæli þá eru þrif og sóttvarnir ávallt í fyrirrúmi. 3. Að opnunartími verði færður til 23:00 Fyrir veitingastaði þá skiptir hver klukkustund miklu máli og því mikilvæg breyting að geta tekið við gestum til kl. 23.00. Að auki kallar SFV eftir skýrari reglum um hve langan tíma veitingahús hafa til að tæma staði eftir lokun. Það þarf að vera skýrt og ekki á reiki. Á það er bent að mun meiri hætt er á hópamyndun sé öllum gert að yfirgefa á sama tíma í stað þess að gefa fólki tíma og svigrúm til að klára mat og drykk og yfirgefa að því loknu. Þá óska samtökin eftir því að látið verði af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni. Veitingastaðir hafa lagt sig fram um að starfa eftir settum reglum enda hafa smit ekki verið rakin til veitingastaða. Umræðan um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast, er hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Veitingastaðir hafi lagt sig fram um að starfa eftir settum sóttvarnareglum enda hafi smit ekki verið rakin til veitingastaða. Samtökin skora á stjórnvöld að létta á starfsemi veitingastaða með því að leyfa að hámarki fimmtíu manns í hverju rými, að leyfa sérstakar undanþágur varðandi tveggja metra regluna og færa opnunartímann til klukkan 23. Í dag mega ekki fleiri en tuttugu koma saman í hverju rými, engar undanþágur eru frá tveggja metra reglunni á milli óskyldra hópa og veitingastaðir mega vera með opið til klukkan 22. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að afléttingum innanlands til ráðherra um helgina og má gera ráð fyrir því að tillögurnar verði ræddar á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegi í dag. Þær gætu komið til framkvæmda um miðja þessa viku. Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur að farið yrði varlega í tilslakanir og varlegast í afléttingar á krám þar sem rekja mætti upphaf þriðju bylgjunnar til slíkrar starfsemi. Fram hefur komið að rekja hafi mátt um sjötíu smit beint til hópsýkingar sem kom upp í miðbæ Reykjavíkur föstudaginn 11. september í fyrra og tengd var kránni Irishman Pub og veitingastaðnum Brewdog. Varðandi lögregluaðgerðir og fréttaflutning af þeim segja samtökin umræðuna um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast „hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta,“ segir í áskoruninni sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan: Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SFV) senda frá sér eftirfarandi áskorun vegna fyrirhugaðra afléttinga á sóttvörnum innanlands. 1. Að fjöldi gesta veitingahúsa verði aukinn í 50 manns í hverju rými. Veitingahús hafa setið eftir þegar hámarksfjöldi viðskiptavina hefur verið aukinn í öðrum greinum, s.s. líkamsrækt, sundi, leikhúsum o.s.frv. Það hafa ekki verið færð nein haldbær rök fyrir því hvers vegna sambærilegar aukningar á gestafjölda hafa ekki tekið til veitingahúsa. 2. Að sérstakar undanþágur verði leyfðar varðandi 2 metra regluna Þar sem stærð og innanrými staða er misjafnt og í mörgum tilfellum mjög takmarkað kemur aukinn gestafjöldi að takmörkuðu gagni. SFV skorar því á stjórnvöld að setja sérstakar undanþágur um veitingastaði þar sem 1 metra regla er leyfð á milli viðskiptavina. Vegna fárra smita í samfélaginu, auk þess að gestum ber að sitja í sínum sætum á afmörkuðum svæðum, er tryggt að ekki sé samgangur á milli gesta. Eins bera að nefna að þar sem veitingastaðir vinna með matvæli þá eru þrif og sóttvarnir ávallt í fyrirrúmi. 3. Að opnunartími verði færður til 23:00 Fyrir veitingastaði þá skiptir hver klukkustund miklu máli og því mikilvæg breyting að geta tekið við gestum til kl. 23.00. Að auki kallar SFV eftir skýrari reglum um hve langan tíma veitingahús hafa til að tæma staði eftir lokun. Það þarf að vera skýrt og ekki á reiki. Á það er bent að mun meiri hætt er á hópamyndun sé öllum gert að yfirgefa á sama tíma í stað þess að gefa fólki tíma og svigrúm til að klára mat og drykk og yfirgefa að því loknu. Þá óska samtökin eftir því að látið verði af stöðugum lögregluaðgerðum með tilheyrandi fréttaflutningi sem grefur undan greininni í heild sinni. Veitingastaðir hafa lagt sig fram um að starfa eftir settum reglum enda hafa smit ekki verið rakin til veitingastaða. Umræðan um veitingastaði, eftirlit og aðgerðir sem þeim tengjast, er hróplega úr takti við nauðsyn og raunverulega stöðu. Aðrar atvinnugreinar hafa margoft ekki náð að virða tveggja metra reglu eða fjöldatakmarkanir en ekki þurft að sæta stöðugum eftirlitsferðum, sektum og fjölmiðlaumfjöllun. Óskum við í framhaldinu eftir því eitt gildi yfir alla og að veitingahúsum sem og öðrum atvinnugreinum verði veitt sama svigrúm til að takast á við faraldurinn og áskoranir honum tengdum. SFV taka á sama tíma heilshugar undir sjónarmið rekstraraðila kráa og bara sem hafa þurft að upplifa óútskýranlegt ósamræmi og rökleysu hvað varðar sóttvarnarreglur sem þeim er gert að hlíta.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira