Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tuttugu hatursglæpir voru tilkynntir til Samtakanna '78 í kringum Hinsegin daga og þar á meðal er ein líkamsárás. Lögregla rannsakar ellefu tilvik og möguleg tengsl þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Innlent 15.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. Innlent 14.8.2023 18:10 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ung kona með hreyfihömlun sem beðið hefur í tæp fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð hjá Reykjavíkurborg segir biðina óbærilega. Hún hefur höfðað mál gegn borginni og íslenska ríkinu. Innlent 13.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ný skýrsla sem Heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær varpar ljósi á þá hópa sem eiga engan stað í geðheilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra segir áríðandi að öllum sé fundinn viðeigandi staður í kerfinu. Innlent 12.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarleg geðshræring greip um sig þegar fimm flóttakonum var vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í dag, og á götuna. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður ræddi við þær og dómsmálaráðherra sem segir lítið hægt að gera ef fólk sýni ekki samstarfsvilja. Innlent 11.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúi á Havaí líkir ástandinu á eyjunni Maui við hamfarasvæði eftir mannskæða gróðurelda. Lík fólks, sem reyndi að forða sér frá bálinu, skoli á land og hefur neyðarástandi verið lýst yfir. Þrjátíu og sex hið minnsta eru látnir. Innlent 10.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Innlent 9.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. Ítalir eru ekki einir um að beita sér svona og hefur hvalrekaskattur komið til umræðu hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra kemur og ræðir möguleika á hvalrekaskatti hér á landi í kvöldfréttum á Stöð 2. Innlent 8.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landsmenn lögðu flestir leið sína heim í dag eftir hátíðir verslunarmannahelgarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í beinni en hann ætlar að gera upp umferðina um helgina. Innlent 7.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni eiga sér stað á Reykjanesskaga í bili. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 5.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fatlaður maður sem starfaði í nærri áratug hjá vinnustofunni Ás fékk 3 þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 stunda mánaðarvinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstöðumann Áss sem segir þjónustusamninga við sveitarfélögin eina af ástæðunum fyrir bágum kjörum fólksins. Innlent 4.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Þroskahjálpar segir úrræðaleysið í geðheilbrigðismálum of mikið og að yfirvöld verði að bregðast við í framhaldi af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um konu sem veldur sér sjálfskaða með því að klóra sér í andlitinu. Forstöðukona geðsviðs Landspítala segir engum vísað frá, heldur sé reynt að finna fólki réttan stað og úrræði. Innlent 3.8.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn. Innlent 2.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraunið frá eldgosinu á Reykjanesi renni yfir lagnir og hitamæla sem búið er að leggja í nokkurra kílómetra fjarlægð frá gígnum. Aldrei hefur slík tilraun verið gerð áður. Fjallað verður um tilraunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 1.8.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir séu til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. Innlent 31.7.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hluthafafund Íslandsbanka, sem blásið var til í skugga bankasölumálsins. Ný stjórn var kjörin og fráfarandi stjórnarformaður baðst afsökunar á því sem misfórst við framkvæmd útboðsins. Innlent 28.7.2023 17:44 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Elísabet Inga fréttamaður okkar fór á hina umdeildu jörð Lambeyrar og kynnti sér málið. Við sýnum ótrúlegar myndir af deilum erfingja jarðarinnar og ættingja ráðherra. Innlent 27.7.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slökkviliðsmenn börðust í dag með meiri tækjabúnaði en áður við að hefta útbreiðslu gróðurelda frá eldgosinu á Reykjanesi. Við sýnum frá aðgerðunum í kvöldfréttum og undirbúningi Almannavarna til að bjarga innviðum á nesinu. Innlent 26.7.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skógareldar hafa breiðst út til margra ríkja við Miðjarðarhaf. Tugir hafa farist og slasast. Tveir flugmenn vatnsflugvélar fórust við slökkvistörf í Grikklandi þegar flugvél þeirra hrapaði í dag. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.7.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Líðan mannsins sem lifði af sjóslys úti fyrir Njarðvíkurhöfn á laugardagskvöld er nokkuð góð eftir atvikum. Við ræðum við lögreglustjórann á Suðurnesjum um slysið hörmulega í kvöldfréttum. Innlent 24.7.2023 17:55 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldfjallafræðingur segir líklegt að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann telur líkur á að nýr gígur opnist austur af Keili. Innlent 23.7.2023 18:07 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá gossvæðinu á Reykjanesi sem nú hefur verið lokað vegna slæmrar hegðunar ferðamanna og ræðum við lögreglustjóra og björgunarsveitarmann um ákvörðunina. Innlent 22.7.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grá slikja hefur legið yfir höfuðborginni í dag en gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi er suðvestanlands og á Suðurlandi með tilheyrandi mengun. Við ræðum við loftgæðasérfræðing í beinni útsendingu. Innlent 21.7.2023 18:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við tvær flóttafjölskyldur, sem báðar hafa fengið skilaboð um að þeim verði vísað úr landi á næstu dögum. Yngsta barnið er fætt hér á landi. Innlent 20.7.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum sýnum við stórkostlegar myndir frá því þegar gígurinn á Reykjanesi brast og glóandi hraunið streymdi fram. Einnig myndir af fólki sem stóð upp við gíginn skömmu áður en hann brast en lögregla náði með harðfylgi að reka burt frá gígnum. Hraunflóðið tekur nú nýja stefnu og spurning hvaða áhrif það hefur. Innlent 19.7.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá eldgosinu á Reykjanesi. Þúsundir manna hafa streymt að gosstöðvunum eftir að þær voru aftur opnaðar almenningi eftir hádegi í gær, eftir fjögurra daga lokun vegna mikillar mengunar frá gróðureldum. Slökkviliðsmenn berjast þó enn við eld í mosa og sinu. Innlent 18.7.2023 18:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fólk tók að streyma aftur að gosstöðvunum á Reykjanesi eftir hádegi í dag um leið og fjögurra daga banni við ferðum almennings þangað var aflétt. Kristján Már Unnarsson segir okkur frá stöðu mála, ræðir við vettvangsstjóra lögreglunnar og ferðamenn sem voru glaðir að komast að gosinu. Innlent 17.7.2023 18:01 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Við ræðum við Ingunni Ásu Mency Ingvadóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 16.7.2023 18:20 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Strandveiðimenn sóttu hart að matvælaráðherra á fjölmennum mótmælum í miðborginni í dag. Þeir líkja stöðvun strandveiða á miðri vertíð við fjöldauppsögn og segja kerfið ómannúðlegt. Við ræðum við mótmælendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 15.7.2023 18:26 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 64 ›
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tuttugu hatursglæpir voru tilkynntir til Samtakanna '78 í kringum Hinsegin daga og þar á meðal er ein líkamsárás. Lögregla rannsakar ellefu tilvik og möguleg tengsl þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 16.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra vill opna nýtt búsetuúrræði með takmörkunum fyrir flóttafólk sem ekki sýnir samstarfsvilja. Óeining er á milli ráðherra ríkisstjórnarinnar um hvort sveitarfélögum beri að þjónusta hópinn. Forsætisráðherra hefur óskað eftir lagalegu áliti. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Innlent 15.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. Innlent 14.8.2023 18:10
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ung kona með hreyfihömlun sem beðið hefur í tæp fimm ár eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð hjá Reykjavíkurborg segir biðina óbærilega. Hún hefur höfðað mál gegn borginni og íslenska ríkinu. Innlent 13.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ný skýrsla sem Heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær varpar ljósi á þá hópa sem eiga engan stað í geðheilbrigðisþjónustunni. Heilbrigðisráðherra segir áríðandi að öllum sé fundinn viðeigandi staður í kerfinu. Innlent 12.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Gríðarleg geðshræring greip um sig þegar fimm flóttakonum var vísað úr úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í dag, og á götuna. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður ræddi við þær og dómsmálaráðherra sem segir lítið hægt að gera ef fólk sýni ekki samstarfsvilja. Innlent 11.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íbúi á Havaí líkir ástandinu á eyjunni Maui við hamfarasvæði eftir mannskæða gróðurelda. Lík fólks, sem reyndi að forða sér frá bálinu, skoli á land og hefur neyðarástandi verið lýst yfir. Þrjátíu og sex hið minnsta eru látnir. Innlent 10.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Umdeild breyting á útlendingalögum er farin að hafa áhrif á umsækjendur um alþjóðlega vernd. Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka segir barnafjölskyldur sviptar þjónustu þrátt fyrir að lögin kveði á um að það megi almennt ekki. Innlent 9.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stjórnvöld á Ítalíu hafa ákveðið að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað banka á þessu ári en skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtamunar. Ítalir eru ekki einir um að beita sér svona og hefur hvalrekaskattur komið til umræðu hér á landi. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra kemur og ræðir möguleika á hvalrekaskatti hér á landi í kvöldfréttum á Stöð 2. Innlent 8.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Landsmenn lögðu flestir leið sína heim í dag eftir hátíðir verslunarmannahelgarinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í beinni en hann ætlar að gera upp umferðina um helgina. Innlent 7.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni eiga sér stað á Reykjanesskaga í bili. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 5.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fatlaður maður sem starfaði í nærri áratug hjá vinnustofunni Ás fékk 3 þúsund krónur útborgaðar fyrir 35 stunda mánaðarvinnu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstöðumann Áss sem segir þjónustusamninga við sveitarfélögin eina af ástæðunum fyrir bágum kjörum fólksins. Innlent 4.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Formaður Þroskahjálpar segir úrræðaleysið í geðheilbrigðismálum of mikið og að yfirvöld verði að bregðast við í framhaldi af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um konu sem veldur sér sjálfskaða með því að klóra sér í andlitinu. Forstöðukona geðsviðs Landspítala segir engum vísað frá, heldur sé reynt að finna fólki réttan stað og úrræði. Innlent 3.8.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ung kona með taugaþroskaröskun mætir lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu en hún hefur stundað sjálfsskaða síðan hún vaknaði við sambýlismann sinn látinn. Vinkona hennar hefur reynt, án árangurs, að koma henni í innlögn. Innlent 2.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vísindamenn við Háskóla Íslands bíða þess nú að hraunið frá eldgosinu á Reykjanesi renni yfir lagnir og hitamæla sem búið er að leggja í nokkurra kílómetra fjarlægð frá gígnum. Aldrei hefur slík tilraun verið gerð áður. Fjallað verður um tilraunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 1.8.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir séu til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki. Innlent 31.7.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar fjöllum við um hluthafafund Íslandsbanka, sem blásið var til í skugga bankasölumálsins. Ný stjórn var kjörin og fráfarandi stjórnarformaður baðst afsökunar á því sem misfórst við framkvæmd útboðsins. Innlent 28.7.2023 17:44
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona sem sakað hefur Ásmund Einar Daðason barnamálaráðherra um innbrot og föður hans um ítrekuð skemmdarverk segir Ásmund hafa mikil ítök á svæðinu sem ráðherra og því þori lögreglan ekki að aðhafast í málinu. Elísabet Inga fréttamaður okkar fór á hina umdeildu jörð Lambeyrar og kynnti sér málið. Við sýnum ótrúlegar myndir af deilum erfingja jarðarinnar og ættingja ráðherra. Innlent 27.7.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Slökkviliðsmenn börðust í dag með meiri tækjabúnaði en áður við að hefta útbreiðslu gróðurelda frá eldgosinu á Reykjanesi. Við sýnum frá aðgerðunum í kvöldfréttum og undirbúningi Almannavarna til að bjarga innviðum á nesinu. Innlent 26.7.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skógareldar hafa breiðst út til margra ríkja við Miðjarðarhaf. Tugir hafa farist og slasast. Tveir flugmenn vatnsflugvélar fórust við slökkvistörf í Grikklandi þegar flugvél þeirra hrapaði í dag. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 25.7.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Líðan mannsins sem lifði af sjóslys úti fyrir Njarðvíkurhöfn á laugardagskvöld er nokkuð góð eftir atvikum. Við ræðum við lögreglustjórann á Suðurnesjum um slysið hörmulega í kvöldfréttum. Innlent 24.7.2023 17:55
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eldfjallafræðingur segir líklegt að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann telur líkur á að nýr gígur opnist austur af Keili. Innlent 23.7.2023 18:07
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá gossvæðinu á Reykjanesi sem nú hefur verið lokað vegna slæmrar hegðunar ferðamanna og ræðum við lögreglustjóra og björgunarsveitarmann um ákvörðunina. Innlent 22.7.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grá slikja hefur legið yfir höfuðborginni í dag en gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi er suðvestanlands og á Suðurlandi með tilheyrandi mengun. Við ræðum við loftgæðasérfræðing í beinni útsendingu. Innlent 21.7.2023 18:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við tvær flóttafjölskyldur, sem báðar hafa fengið skilaboð um að þeim verði vísað úr landi á næstu dögum. Yngsta barnið er fætt hér á landi. Innlent 20.7.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum sýnum við stórkostlegar myndir frá því þegar gígurinn á Reykjanesi brast og glóandi hraunið streymdi fram. Einnig myndir af fólki sem stóð upp við gíginn skömmu áður en hann brast en lögregla náði með harðfylgi að reka burt frá gígnum. Hraunflóðið tekur nú nýja stefnu og spurning hvaða áhrif það hefur. Innlent 19.7.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá eldgosinu á Reykjanesi. Þúsundir manna hafa streymt að gosstöðvunum eftir að þær voru aftur opnaðar almenningi eftir hádegi í gær, eftir fjögurra daga lokun vegna mikillar mengunar frá gróðureldum. Slökkviliðsmenn berjast þó enn við eld í mosa og sinu. Innlent 18.7.2023 18:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fólk tók að streyma aftur að gosstöðvunum á Reykjanesi eftir hádegi í dag um leið og fjögurra daga banni við ferðum almennings þangað var aflétt. Kristján Már Unnarsson segir okkur frá stöðu mála, ræðir við vettvangsstjóra lögreglunnar og ferðamenn sem voru glaðir að komast að gosinu. Innlent 17.7.2023 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Við ræðum við Ingunni Ásu Mency Ingvadóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 16.7.2023 18:20
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Strandveiðimenn sóttu hart að matvælaráðherra á fjölmennum mótmælum í miðborginni í dag. Þeir líkja stöðvun strandveiða á miðri vertíð við fjöldauppsögn og segja kerfið ómannúðlegt. Við ræðum við mótmælendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Innlent 15.7.2023 18:26