Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir

Dregið hefur úr krafti eldgossins norðan við Grindavík sem þó er mun stærra en síðustu gos á Reykjanesi. Sprungan sem var um fjögurra kílómetra löng er orðin að nokkrum gosopum.

Við verðum í beinni nærri gosstöðvum í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sýnum myndir frá sjónarspilinu á Reykjanesi. Þá verður Kristján Már Unnarsson undir rauðum himni í nærri mannlausri Grindavík.

Við förum yfir margar hliðar á eldgosinu; Ræðum stöðuna og líklegt framhald við Kristínu Jónsdóttur jarðskjálftafræðing sem mætir í myndver, heyrum í íbúum á Reykjanesi og einnig í forstjóra HS Veitna um áhættu með tilliti til mikilvægra innviða á svæðinu.

Þá eru einnig tíðindi úr verkalýðshreyfingunni en á fundi í dag tókst ekki að ná samstöðu um að félög innan Alþýðusambandsins fari sameiginlega fram í kjaraviðræðum en ljóst er að viðræðurnar gætu orðið flóknari fyrir vikið. Við heyrum í forseta ASÍ um þetta.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×