Jöklar hér á landi minnkað um eina Lúxemborg Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júní 2025 23:31 Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. vísir/bjarni Um 50 jöklar hafa nú þegar horfið hér á landi og heldur hopun þeirra áfram að hraðast sökum loftslagsbreytinga. Fagstjóri hjá Veðurstofunni segir einn fallegasta jökul Austurlands vera meðal þeirra næstu í röðinni til að hverfa. Norræn vatnafræðisráðstefna fór fram í vikunni í Grósku. Þar vakti Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, meðal annars athygli á því að frá aldamótunum 1900 hafði flatarmál jöklamassa á Íslandi minnkað um það sem nemur Tröllaskaga eða um einu Lúxemborg. Á ráðstefnunni voru rædd áhrif loftslagsbreytinga á vatn en Halldór segir að það muni taka enn minni tíma upp úr þessu að jöklar hopi um annað Lúxemborg. Langjökull verði fyrsti stóri jökullinn til að hverfa „Við gerum ráð fyrir því að jöklarnir okkar muni hægt og rólega tapa. Fyrstur til að fara af þessum stóru verður Langjökull sem stendur lægst. Loftslagsbreytingar eru að valda því að jöklar eru að hopa alveg gríðarlega,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu. Hann segir tvær sviðsmyndir blasa við. Annars vegar þar sem er staðið við Parísarsáttmálann og hlýnun jarðar helst við tvær gráður og annars vegar þar sem sáttmálinn er virtur að vettugi. „Í fyrra tilvikinu, minnkar jökullinn verulega en við myndum alveg þekkja hann í fyrra tilvikinu. Hann yrði þarna við myndum segja þetta er nú Vatnajökull hann er reyndar miklu minni en hann var. Í seinna tilvikinu er hann orðin slitrótt samband af jöklum sem hafa skriðið upp á hæstu fjöll og í raun og veru það sem er samfellt er ekkert líkt því sem við þekkjum núna. Mér finnst það mjög sorgleg tilhugsun.“ Mælir með að skoða tvo nafngreinda jökla sem fyrst Það sé ekki einungis sorglegt að jöklarnir minnki heldur mun það draga dilk á eftir sér. „Þá eykst hættan á eldgosum undir þeim því að það eru nokkur stór eldfjöll. Öræfajökull, Bárðarbunga, Katla líka eru undir jöklum og það er mikill þungi á þeim, farg á þeim vegna jöklanna. Þegar þetta farg minnkar þá eykst kvikuframleiðsla og þá er hætta á að þú fáir stærri gos eða lengri gos eða tíðari gos. Það má kannski taka fram að eldgosin á Reykjanesskaga eru ekkert tengd þessu.“ Nú þegar hafi um 50 jöklar horfið á Íslandi. Einn fallegasti jökull Austurlands, Þrándarjökull er meðal þeirra jökla sem eru í hættu. „Ofboðslega fallegur jökull. Stendur mjög flatt. Hann er einn af þeim sem gæti horfið. Og jökullinn næstur honum sem er kallaður Eystri-Hofsjökull. Þetta eru jöklar sem eru næstir á leiðinni af þessum frægu nafngreindu jöklum okkar. Ég reyndar mæli með því að fara skoða þá sem fyrst.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Norræn vatnafræðisráðstefna fór fram í vikunni í Grósku. Þar vakti Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands, meðal annars athygli á því að frá aldamótunum 1900 hafði flatarmál jöklamassa á Íslandi minnkað um það sem nemur Tröllaskaga eða um einu Lúxemborg. Á ráðstefnunni voru rædd áhrif loftslagsbreytinga á vatn en Halldór segir að það muni taka enn minni tíma upp úr þessu að jöklar hopi um annað Lúxemborg. Langjökull verði fyrsti stóri jökullinn til að hverfa „Við gerum ráð fyrir því að jöklarnir okkar muni hægt og rólega tapa. Fyrstur til að fara af þessum stóru verður Langjökull sem stendur lægst. Loftslagsbreytingar eru að valda því að jöklar eru að hopa alveg gríðarlega,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu. Hann segir tvær sviðsmyndir blasa við. Annars vegar þar sem er staðið við Parísarsáttmálann og hlýnun jarðar helst við tvær gráður og annars vegar þar sem sáttmálinn er virtur að vettugi. „Í fyrra tilvikinu, minnkar jökullinn verulega en við myndum alveg þekkja hann í fyrra tilvikinu. Hann yrði þarna við myndum segja þetta er nú Vatnajökull hann er reyndar miklu minni en hann var. Í seinna tilvikinu er hann orðin slitrótt samband af jöklum sem hafa skriðið upp á hæstu fjöll og í raun og veru það sem er samfellt er ekkert líkt því sem við þekkjum núna. Mér finnst það mjög sorgleg tilhugsun.“ Mælir með að skoða tvo nafngreinda jökla sem fyrst Það sé ekki einungis sorglegt að jöklarnir minnki heldur mun það draga dilk á eftir sér. „Þá eykst hættan á eldgosum undir þeim því að það eru nokkur stór eldfjöll. Öræfajökull, Bárðarbunga, Katla líka eru undir jöklum og það er mikill þungi á þeim, farg á þeim vegna jöklanna. Þegar þetta farg minnkar þá eykst kvikuframleiðsla og þá er hætta á að þú fáir stærri gos eða lengri gos eða tíðari gos. Það má kannski taka fram að eldgosin á Reykjanesskaga eru ekkert tengd þessu.“ Nú þegar hafi um 50 jöklar horfið á Íslandi. Einn fallegasti jökull Austurlands, Þrándarjökull er meðal þeirra jökla sem eru í hættu. „Ofboðslega fallegur jökull. Stendur mjög flatt. Hann er einn af þeim sem gæti horfið. Og jökullinn næstur honum sem er kallaður Eystri-Hofsjökull. Þetta eru jöklar sem eru næstir á leiðinni af þessum frægu nafngreindu jöklum okkar. Ég reyndar mæli með því að fara skoða þá sem fyrst.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira