Innlent

Hádegisfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, í sérstökum hádegisfréttatíma í sjónvarpi á slaginu 12 á aðfangadag.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, í sérstökum hádegisfréttatíma í sjónvarpi á slaginu 12 á aðfangadag.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Norðurlandi og Vestfjörðum. Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður í bænum. 

Við fjöllum um stöðuna og sýnum myndir frá svæðum sem undir eru í óvissustigi í sérstökum hádegisfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12 á aðfangadag. 

Þá förum við yfir helstu vendingar á Gasasvæðinu í dag og kíkjum á Kaffistofu Samhjálpar, þar sem hátt í þrjú hundruð manns munu mæta til hátíðarhádegisverðar. 

Við verðum í beinni frá Skeifunni þar sem nú eru síðustu forvöð að græja jólamatinn. Við ræðum við fólk sem einmitt er í þeim sporum - og spyrjum það að sjálfsögðu hvað það hyggst hafa í jólamatinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×