
Sorpa

Grenndargámum komið upp á Seltjarnarnesi
Grenndargámum hefur verið komið upp á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi sem er gleðiefni fyrir Seltirninga og Vesturbæinga. Það var áður grenndarstöð á Eiðistorgi en þurfti að fjarlægja hana vegna slæmrar umgengni.

Skjóti skökku við að banna fólki að bjarga verðmætum frá förgun
Þórður Magnússon, tónskáld, furðar sig á því að Sorpa meini fólki að bjarga verðmætum frá förgun. Hann segir það ítrekað gerast að verðmætum sé fargað í stað þess að þau fari í Góða hirðirinn. Dæmi um það sé forláta borðstofusett eftir Guðmund blinda.

„Það er ekki heimilt að ganga í gámana hjá okkur“
Færst hefur í aukana að fólk geri sér ferð á eina af endurvinnslustöðvum Sorpu til að stela úr gámum. Samskiptastjóri Sorpu segir slíkar uppákomur nokkrum sinnum hafa endað með átökum og dæmi um að lögregla hafi verið kölluð til.

Kenna Sorpu um hærra matarverð
Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku.

Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu
Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana.

Hvað verður um plastið þitt?
Plast er algjört undraefni. Það framlengir líftíma matvæla og er nauðsynlegt í heilbrigðisþjónustu og ýmsum iðnaði. En plast á sínar skuggahliðar. Við notum allt of mikið af því og framleiðendur mættu leggja sig betur fram við að framleiða og setja á markað plast sem er auðveldara að endurvinna.

Hvað verður um pappírinn þinn?
Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi.

Hvað verður um blandaða ruslið þitt?
Það rusl sem ekki er hægt að endurnota, endurvinna flokkast oft sem blandað rusl. Þetta getur verið ýmis konar rusl: dömubindi, blautklútar, bleyjur, ryksugupokar, kattasandur, hundaskítur, tyggjó, og margt, margt fleira.

Hvað verður um matarleifarnar þínar?
Eitt það besta sem þú getur gert fyrir loftslagið er að flokka matarleifar. Fyrir skömmu hófst sérsöfnun á matarleifum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Í stað þess að urða matarleifar, sem veldur mikilli uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda, vinnum við þær í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU.

Hvað eru endurnot, endurvinnsla og endurnýting?
Við sem vinnum alla daga við að meðhöndla rusl vitum að flækjustig þessa málaflokks er mun meira en maður hefði haldið við fyrstu sýn. Þetta er jú bara rusl, hversu flókið getur þetta verið?

Hvað verður um ruslið þitt?
SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll.

Útfararþjónusta fyrir raftæki
Margir kannast við það að eiga lager af raftækjum sem hafa dagað uppi í skúffum og skápum á heimilinu. Allt frá fótanuddtækjum til brauðvéla og sous vide tækja, að ógleymdum tölvum og símum. Þessi tæki eru góðar heimildir um tískubylgjur síðustu ára því eitt sinn voru þau vinsæl og eftirsótt en núna taka þau aðallega pláss á heimilinu.

Flokkun úrgangs við heimili gengur vonum framar!
Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi.

Myndir þú henda gulli í ruslið?
Þessari spurningu svara líklega allir á sama veg. Nei, þú myndir ekki henda gulli í ruslið.

Er metanvæðingin óttalegt prump?
Undanfarin misseri hafa borist okkur vægast sagt misvísandi skilaboð af ástandi metan-mála á Íslandi. Sorpa hamast við að framleiða meira metan en áður og áformar aðgerðir til að mæta aukinni eftirspurn. Tölfræði um eldsneytissölu á metani á Akureyri sýnir einnig glöggt að salan hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, svo eftirspurn eftir metani sem eldsneyti á ökutæki virðist ekki vera vandamál.

Engin vandamál eða vond lykt eftir tunnuskiptin
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hófu innleiðingu á nýjum tunnum í maí. Öll nema Reykjavík eru búin eða á lokametrunum en Reykjavík klárar samkvæmt áætlun í september.

Ekkert mál að flokka rusl í Reykjavík
Í janúar sl. tóku í gildi lög um hringrásarhagkerfi og þannig varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka undir húsvegg. Um er að ræða umfangsmikið verkefni bæði fyrir Reykjavíkurborg en líka fyrir okkur neytendur að breyta venjum okkar og vinnulagi.

Hyggjast flytja út 43 þúsund tonn af sorpi til brennslu í Svíþjóð
Stjórn Sorpu hyggst ganga til samninga við Stena Recycling AB um móttöku á brennalegum úrgangi frá höfuðborgarsvæðinu til brennslu í Svíþjóð. Gert er ráð fyrir að flytja út 43 þúsund tonn af úrgangi til brennslu árlega.

Metanframleiðsla geti nú svarað eftirspurn
Í tilkynningu frá Sorpu segir að fyrirtækið hafi aukið framleiðslu á metangasi síðustu daga nægilega mikið til að svara aukinni eftirspurn viðskiptavina.

Ætlar að krefja endurvinnslufyrirtækin um endurgreiðslu
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra hyggst krefja íslensk endurvinnslufyrirtæki um endurgreiðslu á fjármunum sem greiddir voru úr Úrvinnslusjóði vegna endurvinnslu á fernum sem voru í raun og veru brenndar. Um er að ræða tugi milljóna króna sem greiddar voru til endurvinnslufyrirtækjanna.

Tilnefna óháðan aðila til að staðfesta fullnægjandi endurvinnslu
Úrvinnslusjóður og Sorpa ætla í sameiningu að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili, sem mun héðan í frá taka við fernum frá Sorpu, skili þeim árangri sem til er ætlast. Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð.

Senda fernur nú til Svíþjóðar í von um betri nýtingu
Stjórn Sorpu hefur ákveðið að láta flokka fernur sem ekki hefur verið hægt að endurvinna sérstaklega úr pappírsúrgangi í Svíþjóð. Kostnaður við flokkunina er metinn um 75 milljónir króna á ári. Leiðbeiningar til almennings um flokkun á fernum verða óbreyttar.

Sorpa og Kópavogur – klúður og ábyrgðarleysi
Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Kópavogs fullyrða í grein á www.visir.is 26. maí sl. að „Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins.“

Lögregla kölluð til vegna deilna um flokkun í grenndargáma
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna ágreinings nokkurra einstaklinga um hvers konar sorpi mætti henda í endurvinnslugáma. Atvikið átti sér stað í hverfi 104 í Reykjavík og var „leyst með samtali“.

„Þessi staðsetning kemur ekki til greina“
Bæjarstjóri Kópavogs segir það ekki koma til greina að endurvinnslustöð Sorpu verði byggð á landi Kópavogskirkjugarðs. Þörf sé á þarfa- og valkostagreiningu til að finna nýja staðsetningu endurvinnslustöðvar fyrir Kópavog og Garðabæ.

Segja vinnubrögð Sorpu í Kópavogi verulega ámælisverð
Bæjarstjórnarmeirihluti Kópavogsbæjar telur vinnubrögð Sorpu og starfshóps á vegum hennar sem falið var staðarval fyrir nýja endurvinnslustöð, ámælisverð. Þetta kemur fram í bókun meirihlutans á bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær.

Sorpa
Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra.

Sprenging hjá Sorpu í Gufunesi: „Verstu afleiðingar rangrar flokkunar“
„Það sem þú sérð þarna eru verstu afleiðingar rangrar flokkunar og það er fyrst og fremst vegna hárréttra viðbragða okkar starfsmanna að ekki fór verr.“

Stendur ekki til að byggja endurvinnslu við kirkjugarðinn
Ekki stendur til að heimila byggingu endurvinnslustöðvar í landi Kópavogskirkjugarðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastdæma.

„Þetta er krefjandi en þetta eru fórnir sem við þurfum öll að færa“
Nýjar ruslatunnur eru á leiðinni til borgarbúa og bætist að minnsta kosti ein tunna við flest öll heimili landsins í sumar. Einhverjir hafa kvartað yfir því að hafa ekki pláss í tunnuskýlum sínum fyrir nýju tunnuna. Samskiptastjóri Sorpu segir innviðauppbyggingu heimilanna vera eðlileg þróun.