Kenna Sorpu um hærra matarverð Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. desember 2023 12:53 Matfugl hefur hingað til keyrt um tvo gáma á dag í Sorpu, með með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi. Nú hefur Sorpa tilkynnt að hætt verði að taka við slíkum úrgangi. Vísir/Sara Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. Eigandi Matfugls er fjárfestingafélagið Langisjór sem á meðal annars leigufélagið Ölmu og sælgætisgerðina Freyju. Helstu vörumerki Matfugls eru Ali kjúklingur, Íslandsfugl og Mói. Auk þess sérframleiðir Matfugl vörur fyrir stærstu matvöruverslanir landsins. Í tölvupósti sem byrgjum Matfugls var sendur þann 8. desember síðastliðinn kemur fram að vegna kostnaðarhækkana muni allar vörur frá fyrirtækinu hækka um 3.2 prósent. Hækkunin tekur gildi 27. desember næstkomandi. Undir bréfið skrifar Sveinn Jónsson, forstjóri Matfugls. Tölvupósturinn sem Matfugl sendi viðskiptavinum sínum í síðustu viku.Vísir Breytingar hjá Sorpu meginástæða hækkunarinnar Í samtali við Vísi segir Sveinn að meginástæðu hækkunarinnar megi rekja til breytinga hjá Sorpu, sem tilkynnti í síðustu viku að hætt verði að taka á móti sláturúrgangi um áramótin. „Fyrir svona rekstraraðila eins og okkur, sem eru keyra kannski tvo gáma á dag með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi, mismunandi fulla, þetta er rosalega skammur fyrirvari,“ segir Sveinn. Sorpa tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta að taka við sláturúrgangi.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi frá haustinu 2022 keyrt úrgangnum út í flóa að mestu leyti en nú þurfi fyrirtækið að finna aðra leið og keyra hann út sjálft að sögn Sveins, ekki sé hægt að safna þessu saman og koma í annan farveg. „Það kostar á bilinu fjörutíu til fimmtíu krónur að losna við úrganginn. Við erum með tólf til fjórtán hundruð tonn, bara af úrbeiningaúrgangi, þetta eru miklar upphæðir.“ Loðdýrabændur hætta að vinna kjötfars úr kjúklingabeinum Þessu til viðbótar segir Sveinn að mikið af úrgangi síðustu ára hafi farið í loðdýravinnslu. Nú sé hún að mestu leiti að leggjast af og margir loðdýrabændur að hætta um áramótin. „Beinin á kjúklingum eru frekar mjúk. Megnið af því sem fellur til hjá okkur í kjötvinnslunni, það sem við úrbeinum, hefur verið notað í loðdýrafóður, til að búa til, það sem ætli það megi ekki segja að sé bara kjötfars eins og við þekkjum það. Þetta er bara hakkað niður og dýrin fóðruð á þessu, sum með bætiefnum og úrgangi úr fiski og öðru. Þetta hefur verið notað af loðdýrabændum á Suður og Norðurlandi.“ Loðdýrabændur hafa keypt mikið af úrgangi Matfugls og notað í fóður síðustu ár, en þeir fáu bændur sem eftir eru flestir að hætta um áramótin.Vísir/Magnús Hlynur Sem fyrr segir taka hækkanir fyrirtækisins gildi á milli jóla og nýárs. Sveinn segir ákvörðunina tekna af vel ígrunduðu máli. Breytingarnar hjá Sorpu og loðdýrabændunum sé stærsti liðurinn í ákvarðanatökunni en auk þess spili verðhækkanir og boðaðar hækkanir á gjaldskrám inn í. „Þetta er hóflegt, 3,2 prósent, segir Sveinn Jónsson,“ forstjóri Matfugls. Kjúklingur Matvælaframleiðsla Neytendur Matur Sorpa Verðlag Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Eigandi Matfugls er fjárfestingafélagið Langisjór sem á meðal annars leigufélagið Ölmu og sælgætisgerðina Freyju. Helstu vörumerki Matfugls eru Ali kjúklingur, Íslandsfugl og Mói. Auk þess sérframleiðir Matfugl vörur fyrir stærstu matvöruverslanir landsins. Í tölvupósti sem byrgjum Matfugls var sendur þann 8. desember síðastliðinn kemur fram að vegna kostnaðarhækkana muni allar vörur frá fyrirtækinu hækka um 3.2 prósent. Hækkunin tekur gildi 27. desember næstkomandi. Undir bréfið skrifar Sveinn Jónsson, forstjóri Matfugls. Tölvupósturinn sem Matfugl sendi viðskiptavinum sínum í síðustu viku.Vísir Breytingar hjá Sorpu meginástæða hækkunarinnar Í samtali við Vísi segir Sveinn að meginástæðu hækkunarinnar megi rekja til breytinga hjá Sorpu, sem tilkynnti í síðustu viku að hætt verði að taka á móti sláturúrgangi um áramótin. „Fyrir svona rekstraraðila eins og okkur, sem eru keyra kannski tvo gáma á dag með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi, mismunandi fulla, þetta er rosalega skammur fyrirvari,“ segir Sveinn. Sorpa tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta að taka við sláturúrgangi.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi frá haustinu 2022 keyrt úrgangnum út í flóa að mestu leyti en nú þurfi fyrirtækið að finna aðra leið og keyra hann út sjálft að sögn Sveins, ekki sé hægt að safna þessu saman og koma í annan farveg. „Það kostar á bilinu fjörutíu til fimmtíu krónur að losna við úrganginn. Við erum með tólf til fjórtán hundruð tonn, bara af úrbeiningaúrgangi, þetta eru miklar upphæðir.“ Loðdýrabændur hætta að vinna kjötfars úr kjúklingabeinum Þessu til viðbótar segir Sveinn að mikið af úrgangi síðustu ára hafi farið í loðdýravinnslu. Nú sé hún að mestu leiti að leggjast af og margir loðdýrabændur að hætta um áramótin. „Beinin á kjúklingum eru frekar mjúk. Megnið af því sem fellur til hjá okkur í kjötvinnslunni, það sem við úrbeinum, hefur verið notað í loðdýrafóður, til að búa til, það sem ætli það megi ekki segja að sé bara kjötfars eins og við þekkjum það. Þetta er bara hakkað niður og dýrin fóðruð á þessu, sum með bætiefnum og úrgangi úr fiski og öðru. Þetta hefur verið notað af loðdýrabændum á Suður og Norðurlandi.“ Loðdýrabændur hafa keypt mikið af úrgangi Matfugls og notað í fóður síðustu ár, en þeir fáu bændur sem eftir eru flestir að hætta um áramótin.Vísir/Magnús Hlynur Sem fyrr segir taka hækkanir fyrirtækisins gildi á milli jóla og nýárs. Sveinn segir ákvörðunina tekna af vel ígrunduðu máli. Breytingarnar hjá Sorpu og loðdýrabændunum sé stærsti liðurinn í ákvarðanatökunni en auk þess spili verðhækkanir og boðaðar hækkanir á gjaldskrám inn í. „Þetta er hóflegt, 3,2 prósent, segir Sveinn Jónsson,“ forstjóri Matfugls.
Kjúklingur Matvælaframleiðsla Neytendur Matur Sorpa Verðlag Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira