Kenna Sorpu um hærra matarverð Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. desember 2023 12:53 Matfugl hefur hingað til keyrt um tvo gáma á dag í Sorpu, með með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi. Nú hefur Sorpa tilkynnt að hætt verði að taka við slíkum úrgangi. Vísir/Sara Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. Eigandi Matfugls er fjárfestingafélagið Langisjór sem á meðal annars leigufélagið Ölmu og sælgætisgerðina Freyju. Helstu vörumerki Matfugls eru Ali kjúklingur, Íslandsfugl og Mói. Auk þess sérframleiðir Matfugl vörur fyrir stærstu matvöruverslanir landsins. Í tölvupósti sem byrgjum Matfugls var sendur þann 8. desember síðastliðinn kemur fram að vegna kostnaðarhækkana muni allar vörur frá fyrirtækinu hækka um 3.2 prósent. Hækkunin tekur gildi 27. desember næstkomandi. Undir bréfið skrifar Sveinn Jónsson, forstjóri Matfugls. Tölvupósturinn sem Matfugl sendi viðskiptavinum sínum í síðustu viku.Vísir Breytingar hjá Sorpu meginástæða hækkunarinnar Í samtali við Vísi segir Sveinn að meginástæðu hækkunarinnar megi rekja til breytinga hjá Sorpu, sem tilkynnti í síðustu viku að hætt verði að taka á móti sláturúrgangi um áramótin. „Fyrir svona rekstraraðila eins og okkur, sem eru keyra kannski tvo gáma á dag með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi, mismunandi fulla, þetta er rosalega skammur fyrirvari,“ segir Sveinn. Sorpa tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta að taka við sláturúrgangi.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi frá haustinu 2022 keyrt úrgangnum út í flóa að mestu leyti en nú þurfi fyrirtækið að finna aðra leið og keyra hann út sjálft að sögn Sveins, ekki sé hægt að safna þessu saman og koma í annan farveg. „Það kostar á bilinu fjörutíu til fimmtíu krónur að losna við úrganginn. Við erum með tólf til fjórtán hundruð tonn, bara af úrbeiningaúrgangi, þetta eru miklar upphæðir.“ Loðdýrabændur hætta að vinna kjötfars úr kjúklingabeinum Þessu til viðbótar segir Sveinn að mikið af úrgangi síðustu ára hafi farið í loðdýravinnslu. Nú sé hún að mestu leiti að leggjast af og margir loðdýrabændur að hætta um áramótin. „Beinin á kjúklingum eru frekar mjúk. Megnið af því sem fellur til hjá okkur í kjötvinnslunni, það sem við úrbeinum, hefur verið notað í loðdýrafóður, til að búa til, það sem ætli það megi ekki segja að sé bara kjötfars eins og við þekkjum það. Þetta er bara hakkað niður og dýrin fóðruð á þessu, sum með bætiefnum og úrgangi úr fiski og öðru. Þetta hefur verið notað af loðdýrabændum á Suður og Norðurlandi.“ Loðdýrabændur hafa keypt mikið af úrgangi Matfugls og notað í fóður síðustu ár, en þeir fáu bændur sem eftir eru flestir að hætta um áramótin.Vísir/Magnús Hlynur Sem fyrr segir taka hækkanir fyrirtækisins gildi á milli jóla og nýárs. Sveinn segir ákvörðunina tekna af vel ígrunduðu máli. Breytingarnar hjá Sorpu og loðdýrabændunum sé stærsti liðurinn í ákvarðanatökunni en auk þess spili verðhækkanir og boðaðar hækkanir á gjaldskrám inn í. „Þetta er hóflegt, 3,2 prósent, segir Sveinn Jónsson,“ forstjóri Matfugls. Kjúklingur Matvælaframleiðsla Neytendur Matur Sorpa Verðlag Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Eigandi Matfugls er fjárfestingafélagið Langisjór sem á meðal annars leigufélagið Ölmu og sælgætisgerðina Freyju. Helstu vörumerki Matfugls eru Ali kjúklingur, Íslandsfugl og Mói. Auk þess sérframleiðir Matfugl vörur fyrir stærstu matvöruverslanir landsins. Í tölvupósti sem byrgjum Matfugls var sendur þann 8. desember síðastliðinn kemur fram að vegna kostnaðarhækkana muni allar vörur frá fyrirtækinu hækka um 3.2 prósent. Hækkunin tekur gildi 27. desember næstkomandi. Undir bréfið skrifar Sveinn Jónsson, forstjóri Matfugls. Tölvupósturinn sem Matfugl sendi viðskiptavinum sínum í síðustu viku.Vísir Breytingar hjá Sorpu meginástæða hækkunarinnar Í samtali við Vísi segir Sveinn að meginástæðu hækkunarinnar megi rekja til breytinga hjá Sorpu, sem tilkynnti í síðustu viku að hætt verði að taka á móti sláturúrgangi um áramótin. „Fyrir svona rekstraraðila eins og okkur, sem eru keyra kannski tvo gáma á dag með blóði, fiðri og innmat úr kjúklingi, mismunandi fulla, þetta er rosalega skammur fyrirvari,“ segir Sveinn. Sorpa tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið myndi hætta að taka við sláturúrgangi.Vísir/Vilhelm Sorpa hafi frá haustinu 2022 keyrt úrgangnum út í flóa að mestu leyti en nú þurfi fyrirtækið að finna aðra leið og keyra hann út sjálft að sögn Sveins, ekki sé hægt að safna þessu saman og koma í annan farveg. „Það kostar á bilinu fjörutíu til fimmtíu krónur að losna við úrganginn. Við erum með tólf til fjórtán hundruð tonn, bara af úrbeiningaúrgangi, þetta eru miklar upphæðir.“ Loðdýrabændur hætta að vinna kjötfars úr kjúklingabeinum Þessu til viðbótar segir Sveinn að mikið af úrgangi síðustu ára hafi farið í loðdýravinnslu. Nú sé hún að mestu leiti að leggjast af og margir loðdýrabændur að hætta um áramótin. „Beinin á kjúklingum eru frekar mjúk. Megnið af því sem fellur til hjá okkur í kjötvinnslunni, það sem við úrbeinum, hefur verið notað í loðdýrafóður, til að búa til, það sem ætli það megi ekki segja að sé bara kjötfars eins og við þekkjum það. Þetta er bara hakkað niður og dýrin fóðruð á þessu, sum með bætiefnum og úrgangi úr fiski og öðru. Þetta hefur verið notað af loðdýrabændum á Suður og Norðurlandi.“ Loðdýrabændur hafa keypt mikið af úrgangi Matfugls og notað í fóður síðustu ár, en þeir fáu bændur sem eftir eru flestir að hætta um áramótin.Vísir/Magnús Hlynur Sem fyrr segir taka hækkanir fyrirtækisins gildi á milli jóla og nýárs. Sveinn segir ákvörðunina tekna af vel ígrunduðu máli. Breytingarnar hjá Sorpu og loðdýrabændunum sé stærsti liðurinn í ákvarðanatökunni en auk þess spili verðhækkanir og boðaðar hækkanir á gjaldskrám inn í. „Þetta er hóflegt, 3,2 prósent, segir Sveinn Jónsson,“ forstjóri Matfugls.
Kjúklingur Matvælaframleiðsla Neytendur Matur Sorpa Verðlag Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira