Heimkaup hömstruðu ekki pokana heldur keyptu Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2024 13:25 Myndin til vinstri er frá áhyggjufullum neytanda en sú hægra megin er hluti af fréttatilkynningu Heimkaupa, sem átti fyrir tilviljun að fara út í dag. Á henni má sjá Katrínu, framkvæmdastjóra markaðsmála. Vísir Einhverjum neytendum brá þegar þeir fengu ávexti og grænmeti frá Heimkaupum afhent í bréfpokum, sem ætlaðir eru lífrænum úrgangi. Sumir töldu jafnvel að fyrirtækið hefði staðið í hamstri á pokunum, sem leiddi til þess að þeir voru fjarlægðir úr verslunum. Heimkaup kaupa pokana hins vegar dýrum dómi í nafni umhverfisverndar. Netverji nokkur að nafni Hólmfríður vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X í fyrradag. Þar sagði hún að þeir sem hafa áhyggjur af pokamálum þyrftu ekki að hafa þær lengur, versluðu þeir við Heimkaup. Fyrir ykkur sem eruð enn að grenja yfir brúnu pokunum frá Sorpu þá get ég glatt ykkur með því að þeir koma hægt en örugglega til ykkar ef þið verslið við Heimkaup pic.twitter.com/NeQ46o4DM6— Hólmfríður (@HolmfriU) January 29, 2024 „Ótrúleg hegðun,“ sagði annar netverji og málhefjandi sagði markaðinn sjá um sína. Veita pokunum fyrra líf Vísir hafði samband við Heimkaup vegna þessa og Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála, hrakti vangaveltur um hamstur fyrirtækisins. Hún segir hugmynd hafa komið upp fyrir nokkrum dögum, um að kaupa poka af Íslenska gámafélaginu og senda ávexti og grænmeti í þeim. Þannig væri verið að slá tvær flugur í einu höggi, koma matvörum heim til fólks ásamt poka sem gæti þá nýst í flokkun úrgangs. Hingað til hafi Heimkaup sent ávexti og grænmeti frá sér í litlum þunnum bréfpokum, sem oftar en ekki enduðu í pappírsruslinu hjá viðskiptavinum. „Við sáum bara smá svona win-win með þessari hugmynd.“ Talsvert dýrari pokar Sem áður segir notaði fyrirtækið áður þunna og litla brúna pappírspoka en pokarnir frá Íslenska gámafélaginu eru, eins og flestir vita þykkir og sterkir. Eru þessir pokar ekkert dýrari en hinir? „Þessir pokar eru dýrari en hinir pokarnir, ekki spurning. En þetta er partur af umhverfismálunum hjá okkur. Að reyna að finna leiðir til gera vel í þeim málum, hvort sem það eru litlar hugmyndir eins og þessi eða stærri. Og líka auðvitað að auka þægindi fyrir fólk.“ Þar vísar Katrín til þess að uppátæki Heimkaupa gæti sparað fólki einhverjar ferðir í Sorpu, þar sem pokarnir eru nú aðeins fáanlegir á þeim bænum. Fréttin hefur verið leiðrétt. Íslenska gámafélagið selur Heimkaupum pokana en ekki Sorpa, eins og upphaflega var ritað. Verslun Umhverfismál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Netverji nokkur að nafni Hólmfríður vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X í fyrradag. Þar sagði hún að þeir sem hafa áhyggjur af pokamálum þyrftu ekki að hafa þær lengur, versluðu þeir við Heimkaup. Fyrir ykkur sem eruð enn að grenja yfir brúnu pokunum frá Sorpu þá get ég glatt ykkur með því að þeir koma hægt en örugglega til ykkar ef þið verslið við Heimkaup pic.twitter.com/NeQ46o4DM6— Hólmfríður (@HolmfriU) January 29, 2024 „Ótrúleg hegðun,“ sagði annar netverji og málhefjandi sagði markaðinn sjá um sína. Veita pokunum fyrra líf Vísir hafði samband við Heimkaup vegna þessa og Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála, hrakti vangaveltur um hamstur fyrirtækisins. Hún segir hugmynd hafa komið upp fyrir nokkrum dögum, um að kaupa poka af Íslenska gámafélaginu og senda ávexti og grænmeti í þeim. Þannig væri verið að slá tvær flugur í einu höggi, koma matvörum heim til fólks ásamt poka sem gæti þá nýst í flokkun úrgangs. Hingað til hafi Heimkaup sent ávexti og grænmeti frá sér í litlum þunnum bréfpokum, sem oftar en ekki enduðu í pappírsruslinu hjá viðskiptavinum. „Við sáum bara smá svona win-win með þessari hugmynd.“ Talsvert dýrari pokar Sem áður segir notaði fyrirtækið áður þunna og litla brúna pappírspoka en pokarnir frá Íslenska gámafélaginu eru, eins og flestir vita þykkir og sterkir. Eru þessir pokar ekkert dýrari en hinir? „Þessir pokar eru dýrari en hinir pokarnir, ekki spurning. En þetta er partur af umhverfismálunum hjá okkur. Að reyna að finna leiðir til gera vel í þeim málum, hvort sem það eru litlar hugmyndir eins og þessi eða stærri. Og líka auðvitað að auka þægindi fyrir fólk.“ Þar vísar Katrín til þess að uppátæki Heimkaupa gæti sparað fólki einhverjar ferðir í Sorpu, þar sem pokarnir eru nú aðeins fáanlegir á þeim bænum. Fréttin hefur verið leiðrétt. Íslenska gámafélagið selur Heimkaupum pokana en ekki Sorpa, eins og upphaflega var ritað.
Verslun Umhverfismál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14
Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent