Heimkaup hömstruðu ekki pokana heldur keyptu Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2024 13:25 Myndin til vinstri er frá áhyggjufullum neytanda en sú hægra megin er hluti af fréttatilkynningu Heimkaupa, sem átti fyrir tilviljun að fara út í dag. Á henni má sjá Katrínu, framkvæmdastjóra markaðsmála. Vísir Einhverjum neytendum brá þegar þeir fengu ávexti og grænmeti frá Heimkaupum afhent í bréfpokum, sem ætlaðir eru lífrænum úrgangi. Sumir töldu jafnvel að fyrirtækið hefði staðið í hamstri á pokunum, sem leiddi til þess að þeir voru fjarlægðir úr verslunum. Heimkaup kaupa pokana hins vegar dýrum dómi í nafni umhverfisverndar. Netverji nokkur að nafni Hólmfríður vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X í fyrradag. Þar sagði hún að þeir sem hafa áhyggjur af pokamálum þyrftu ekki að hafa þær lengur, versluðu þeir við Heimkaup. Fyrir ykkur sem eruð enn að grenja yfir brúnu pokunum frá Sorpu þá get ég glatt ykkur með því að þeir koma hægt en örugglega til ykkar ef þið verslið við Heimkaup pic.twitter.com/NeQ46o4DM6— Hólmfríður (@HolmfriU) January 29, 2024 „Ótrúleg hegðun,“ sagði annar netverji og málhefjandi sagði markaðinn sjá um sína. Veita pokunum fyrra líf Vísir hafði samband við Heimkaup vegna þessa og Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála, hrakti vangaveltur um hamstur fyrirtækisins. Hún segir hugmynd hafa komið upp fyrir nokkrum dögum, um að kaupa poka af Íslenska gámafélaginu og senda ávexti og grænmeti í þeim. Þannig væri verið að slá tvær flugur í einu höggi, koma matvörum heim til fólks ásamt poka sem gæti þá nýst í flokkun úrgangs. Hingað til hafi Heimkaup sent ávexti og grænmeti frá sér í litlum þunnum bréfpokum, sem oftar en ekki enduðu í pappírsruslinu hjá viðskiptavinum. „Við sáum bara smá svona win-win með þessari hugmynd.“ Talsvert dýrari pokar Sem áður segir notaði fyrirtækið áður þunna og litla brúna pappírspoka en pokarnir frá Íslenska gámafélaginu eru, eins og flestir vita þykkir og sterkir. Eru þessir pokar ekkert dýrari en hinir? „Þessir pokar eru dýrari en hinir pokarnir, ekki spurning. En þetta er partur af umhverfismálunum hjá okkur. Að reyna að finna leiðir til gera vel í þeim málum, hvort sem það eru litlar hugmyndir eins og þessi eða stærri. Og líka auðvitað að auka þægindi fyrir fólk.“ Þar vísar Katrín til þess að uppátæki Heimkaupa gæti sparað fólki einhverjar ferðir í Sorpu, þar sem pokarnir eru nú aðeins fáanlegir á þeim bænum. Fréttin hefur verið leiðrétt. Íslenska gámafélagið selur Heimkaupum pokana en ekki Sorpa, eins og upphaflega var ritað. Verslun Umhverfismál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Netverji nokkur að nafni Hólmfríður vakti athygli á breytingunni á samfélagsmiðlinum X í fyrradag. Þar sagði hún að þeir sem hafa áhyggjur af pokamálum þyrftu ekki að hafa þær lengur, versluðu þeir við Heimkaup. Fyrir ykkur sem eruð enn að grenja yfir brúnu pokunum frá Sorpu þá get ég glatt ykkur með því að þeir koma hægt en örugglega til ykkar ef þið verslið við Heimkaup pic.twitter.com/NeQ46o4DM6— Hólmfríður (@HolmfriU) January 29, 2024 „Ótrúleg hegðun,“ sagði annar netverji og málhefjandi sagði markaðinn sjá um sína. Veita pokunum fyrra líf Vísir hafði samband við Heimkaup vegna þessa og Katrín Aagestad Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðsmála, hrakti vangaveltur um hamstur fyrirtækisins. Hún segir hugmynd hafa komið upp fyrir nokkrum dögum, um að kaupa poka af Íslenska gámafélaginu og senda ávexti og grænmeti í þeim. Þannig væri verið að slá tvær flugur í einu höggi, koma matvörum heim til fólks ásamt poka sem gæti þá nýst í flokkun úrgangs. Hingað til hafi Heimkaup sent ávexti og grænmeti frá sér í litlum þunnum bréfpokum, sem oftar en ekki enduðu í pappírsruslinu hjá viðskiptavinum. „Við sáum bara smá svona win-win með þessari hugmynd.“ Talsvert dýrari pokar Sem áður segir notaði fyrirtækið áður þunna og litla brúna pappírspoka en pokarnir frá Íslenska gámafélaginu eru, eins og flestir vita þykkir og sterkir. Eru þessir pokar ekkert dýrari en hinir? „Þessir pokar eru dýrari en hinir pokarnir, ekki spurning. En þetta er partur af umhverfismálunum hjá okkur. Að reyna að finna leiðir til gera vel í þeim málum, hvort sem það eru litlar hugmyndir eins og þessi eða stærri. Og líka auðvitað að auka þægindi fyrir fólk.“ Þar vísar Katrín til þess að uppátæki Heimkaupa gæti sparað fólki einhverjar ferðir í Sorpu, þar sem pokarnir eru nú aðeins fáanlegir á þeim bænum. Fréttin hefur verið leiðrétt. Íslenska gámafélagið selur Heimkaupum pokana en ekki Sorpa, eins og upphaflega var ritað.
Verslun Umhverfismál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14 Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Óforsvaranlegur kostnaður ástæðan fyrir breyttri pokastefnu Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu, segir eftirspurn eftir bréfpokum undir matarleifar hafa verið mikla og kostnaður við dreifinguna á þeim ekki hafa verið forsvaranlegur. 9. janúar 2024 22:14
Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9. janúar 2024 16:24