Fatasöfnunargámar Rauða krossins fjarlægðir á næstu dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 15:03 Einhver hefur rótað í gámnum sem gleymdist að tæma í gær. Gámar Rauða krossins verða fjarlægðir af grenndarstöðvum í þessari eða næstu viku. Mynd/Facebook Guðbjörg Rut Pálmadóttir flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða kross Íslands segir stefnt á að fjarlægja alla fatasöfnunargáma Rauða krossins af grenndarstöðvum í þessari viku. Eftir það mun Sorpa sjá um fatasöfnun en Grænir skátar munu sjá um að tæma og hirða gámana fyrir Sorpu. Nýir gámar eru grænir og allir merktir fyrir textíl. „Það er verið að tæma þá gáma sem eru eftir en þessi eini gleymdist óvart í gær. Það var misskilningur með það,“ segir Guðbjörg Rut. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að Rauða krossinn sé að hætta með þetta fatasöfnunargáma sína og var greint frá því fyrr í vor að á meðan þessari yfirfærslu stæði gætu verið tafir á tæmingu og þjónustu. Í íbúahópi Háaleitishverfis var í dag birt mynd af gámi sem augljóslega er búið að róta í og föt um alla götu. Guðbjörg Rut segir alltaf leiðinlegt þegar þetta gerist. „Það var verið að tæma í gær og þessi gámur gleymdist. Þetta er alltaf mjög leiðinlegt. Gámurinn verður líklega farinn fyrir lok vikunnar,“ segir Guðbjörg og að eftir það taki Sorpa og Grænir skátar við verkefninu. Rauði krossinn mun áfram vera með fatasöfnun en með öðru sniði. Grænir skátar í samstarfi við Sorpu Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir í samtali við fréttastofu að einhver töf hafi verið á afhendingu nýju gámanna en að þeir eigi að vera komnir upp á flestar grenndarstöðvar á næstu vikum. „Gámarnir okkar eru komnir upp á einhverjum stöðum. Afhending á þeim tafðist lítillega þannig það hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum að setja þá upp. En við gerum ráð fyrir því að vera farin að hirða á öllu höfuðborgarsvæðinu eftir nokkrar vikur,“ segir Gunnar Dofri. „Við erum með samstarfssamning við Græna skáta um að tæma,“ segir hann og að Grænir skátar hafi þegar hafið að hirða föt í Hafnarfirði, Garða og Kópavogi. „Þetta er í yfirfærslufasa og það tekur smá tíma.“ Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Loftslagsmál Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Það er verið að tæma þá gáma sem eru eftir en þessi eini gleymdist óvart í gær. Það var misskilningur með það,“ segir Guðbjörg Rut. Það hefur legið fyrir um nokkurt skeið að Rauða krossinn sé að hætta með þetta fatasöfnunargáma sína og var greint frá því fyrr í vor að á meðan þessari yfirfærslu stæði gætu verið tafir á tæmingu og þjónustu. Í íbúahópi Háaleitishverfis var í dag birt mynd af gámi sem augljóslega er búið að róta í og föt um alla götu. Guðbjörg Rut segir alltaf leiðinlegt þegar þetta gerist. „Það var verið að tæma í gær og þessi gámur gleymdist. Þetta er alltaf mjög leiðinlegt. Gámurinn verður líklega farinn fyrir lok vikunnar,“ segir Guðbjörg og að eftir það taki Sorpa og Grænir skátar við verkefninu. Rauði krossinn mun áfram vera með fatasöfnun en með öðru sniði. Grænir skátar í samstarfi við Sorpu Gunnar Dofri Ólafsson samskiptastjóri Sorpu segir í samtali við fréttastofu að einhver töf hafi verið á afhendingu nýju gámanna en að þeir eigi að vera komnir upp á flestar grenndarstöðvar á næstu vikum. „Gámarnir okkar eru komnir upp á einhverjum stöðum. Afhending á þeim tafðist lítillega þannig það hefur gengið aðeins hægar en við ætluðum að setja þá upp. En við gerum ráð fyrir því að vera farin að hirða á öllu höfuðborgarsvæðinu eftir nokkrar vikur,“ segir Gunnar Dofri. „Við erum með samstarfssamning við Græna skáta um að tæma,“ segir hann og að Grænir skátar hafi þegar hafið að hirða föt í Hafnarfirði, Garða og Kópavogi. „Þetta er í yfirfærslufasa og það tekur smá tíma.“
Sorpa Félagasamtök Umhverfismál Loftslagsmál Deilihagkerfi Tengdar fréttir „Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Þetta er gert í sátt við Sorpu“ Fataverslanir Rauða krossins verða reknar áfram með sama sniði, þrátt fyrir að Sorpa taki senn við móttöku textíls á grenndarstöðvum sínum. Fataverslanirnar eru ein mikilvægasta fjáröflun samtakanna en flokkunarstjóri segir Rauða krossinn munu fara í eigin söfnun sem verður aðskilin frá grenndar- og endurvinnslustöðvum. 2. janúar 2024 11:45