„Sársaukafullt að sjá“ IKEA vasa dýrari í Góða hirðinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 09:01 Halldóra Rut segist hugsa til móður sinnar sem ekki geti verslað gjafir handa barnabörnunum í Góða hirðinum þegar verðlagið sé eins og það er. Samsett/Vilhelm Dyggur viðskiptavinur nytjamarkaða rak upp stór augu í dag þegar hún sá að IKEA blómavasi til sölu í Góða hirðinum kostaði meira en sami blómavasi nýr úr IKEA. Hún hefur áhyggjur af hækkandi verðum í versluninni. Forsvarsmaður Góða hirðisins segir tilfelli þegar vara er dýrari en ný teljast til algerra undantekninga. Verslunin sé fyrst og fremst óhagnaðardrifið umhverfisverkefni. Í færslu á Facebook segir Halldóra Rut Baldursdóttir verkefnastjóri hjá TÝRU og listakona frá því að hafa ætlað að kaupa sér IKEA-vasa í verslun Góða Hirðisins við Köllunarklettsveg. Síðan hafi hún fattað að vasinn væri fimm hundruð krónum dýrari en sami vasinn nýr úr IKEA. Þá sé barnadótið orðið furðulega dýrt sem og aðrir munir í versluninni. „Ég spyr mig hvort það sé verið að vinna gegn markmiðinu að efla hringrásarhagkerfið og halda verði í verslunum Góða hirðisins eins lágu og kostur er,“ segir Halldóra. Fréttastofa hafði samband við Halldóru, sem segist hafa séð verðlagið hækka töluvert í Góða hirðinum. Hún lýsir sársaukafullri tilfinningu þegar hún uppgötvaði að vara úr hringrásarhagkerfinu væri dýrari en sama varan nýframleidd. Halldóra tekur fram að málið snúist ekki um hana sjálfa. Henni finnist þetta sársaukafullt vegna mannúðar-og umhverfissjónarmiða. Fólk sem eigi minna á milli handanna hafi ekki lengur getu til að versla í Góða hirðinum og nefnir Halldóra að hún eigi sjálf móður sem sé öryrki og versli gjafir og annað handa barnabörnunum í Góða hirðinum en geti það ekki lengur vegna verðlagningar. Virðist dýrara að versla úr hringrásarhagkerfi en skynditísku Halldóra segist mikill nytjamarkaðaunnandi. „Ég elska að þræða nytjamarkaði og finna gull og gersemar,“ segir Halldóra. „Ég hef verið að versla við Góða hirðinn, örugglega síðan hann opnaði. Og ég hef staðið í röð á þriðjudögum í hádeginu til að bíða eftir að komast inn til að fá bestu gersemarnar.“ Hún hafi þó séð verðið hækka töluvert í Góða hirðinum upp á síðkastið. „Og ég velti því fyrir mér hvort þessi hækkun er að sýna það skýrt hversu varhugaverð skynditískan (e. fast fashion) er orðin, þó hún hafi þegar verið það frá umhverfis- og mannúðarsjónarmiðum, eða er hvort kostnaðurinn við rekstur Góða hirðisins standi ekki undir sér vegna launakostnaðar og utanumhalds?“ segir Halldóra. Hún veltir því fyrir sér hvort hringrásarhagkerfið, sem hún hefði trúað að væri hagkvæmast að öllu leyti, sé að einhverju leyti kostnaðarsamara en að versla vörur skynditískunnar. Þá segir hún sorglega þróun að fólk sem glími við fátækt og geti ekki verslað hjá fyrirtækjum sem framleiða skynditískuvörur og leiti því í nytjamarkaði, geti ekki lengur notið lágu verðanna sem eitt sinn hafi einkennt Góða hirðinn. „Mér finnst það hreinlega sársaukafullt að fólk eins og móðir mín sjá sér ekki fært einu sinni að gefa gjafir til barnabarna sinna úr nytjamarkaði eins og Góða hirðinum, sem er stærsti nytjamarkaðurinn á Íslandi og einnig rekinn fyrir tilstillan ríkisins,“ útskýrir Halldóra. Góði hirðirinn fyrst og fremst umhverfisverkefni Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri fræðslu og kynninga hjá Sorpu segir það gerast í einstaka tilfellum að vörur úr ódýrum verslunum eins og IKEA og JYSK séu verðlagðar hærra í Góða hirðinum en sama varan nýframleidd. „En það er náttúrlega ákveðin skekkja í kerfinu.“ „Það er töluverður kostnaður sem fylgir því að safna öllum þessum hlutum í kerfinu, það þarf að leigja gáma og húsnæði, kosta akstur, ráða fólk í vinnu,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. „Og kostnaður við hvert kíló í Góða hirðinum eru um það bil fimm hundruð krónur,“ segir Freyr. Þannig gerist í einstaka tilfellum að vara sé verðlögð hærra en sú sama nýframleidd. Freyr Eyjólfsson er verkefnastjóri fræðslu og kynninga hjá Sorpu.Vísir/Arnar „En Góði hirðirinn er ekki hagnaðardrifin starfsemi. Það þarf bara að reka þetta á núllinu og allur hagnaður fer í góðgerðarmál. Þannig að öll verð í góða hirðinum eru réttlát og eins lág og mögulegt er.“ Freyr segir að frá síðasta ári hafa sala og magn sem til þeirra barst aukist um þriðjung. Það séu góðar fréttir fyrir hringrásarhagkerfið og ummerki um að eftirsókn eftir vörum í hringrás sé að aukast. „Það gleymist líka oft í þessu samhengi, að Góði hirðirinn er fyrst og fremst umhvefisverkefni. Það koma sjö til tíu tonn af hlutum á hverjum einasta degi. Og þarna erum við að bjarga hlutum frá því að vera urðaðir eða hent,“ segir Freyr. Sorpa Verslun Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Ný verslun Góða hirðisins opnar loksins á morgun Ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opnar við Köllunarklettsveg í húsnæði gömlu Kassagerðarinnar á morgun. Verslunum á Hverfisgötu og í Fellsmúla var lokað fyrr á árinu en flutningar höfðu tafist um nokkuð skeið. Húsnæðið er tvöfalt stærra en fyrri verslun og stefnt er á að koma fleiri hlutum aftur í hringrásarkerfið. 31. mars 2023 13:08 Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Fimmtán hundruð króna tölvuleikur úr Góða hirðinum reyndist milljónavirði „Við erum í fjársjóðsleit allan daginn,“ segir starfsmaður Góða hirðisins sem rætt var við í Íslandi í dag í gær. Fjölmörg dæmi eru um að viðskiptavinir hafi dottið í lukkupottinn við grúsk í versluninni. 18. janúar 2024 10:31 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Í færslu á Facebook segir Halldóra Rut Baldursdóttir verkefnastjóri hjá TÝRU og listakona frá því að hafa ætlað að kaupa sér IKEA-vasa í verslun Góða Hirðisins við Köllunarklettsveg. Síðan hafi hún fattað að vasinn væri fimm hundruð krónum dýrari en sami vasinn nýr úr IKEA. Þá sé barnadótið orðið furðulega dýrt sem og aðrir munir í versluninni. „Ég spyr mig hvort það sé verið að vinna gegn markmiðinu að efla hringrásarhagkerfið og halda verði í verslunum Góða hirðisins eins lágu og kostur er,“ segir Halldóra. Fréttastofa hafði samband við Halldóru, sem segist hafa séð verðlagið hækka töluvert í Góða hirðinum. Hún lýsir sársaukafullri tilfinningu þegar hún uppgötvaði að vara úr hringrásarhagkerfinu væri dýrari en sama varan nýframleidd. Halldóra tekur fram að málið snúist ekki um hana sjálfa. Henni finnist þetta sársaukafullt vegna mannúðar-og umhverfissjónarmiða. Fólk sem eigi minna á milli handanna hafi ekki lengur getu til að versla í Góða hirðinum og nefnir Halldóra að hún eigi sjálf móður sem sé öryrki og versli gjafir og annað handa barnabörnunum í Góða hirðinum en geti það ekki lengur vegna verðlagningar. Virðist dýrara að versla úr hringrásarhagkerfi en skynditísku Halldóra segist mikill nytjamarkaðaunnandi. „Ég elska að þræða nytjamarkaði og finna gull og gersemar,“ segir Halldóra. „Ég hef verið að versla við Góða hirðinn, örugglega síðan hann opnaði. Og ég hef staðið í röð á þriðjudögum í hádeginu til að bíða eftir að komast inn til að fá bestu gersemarnar.“ Hún hafi þó séð verðið hækka töluvert í Góða hirðinum upp á síðkastið. „Og ég velti því fyrir mér hvort þessi hækkun er að sýna það skýrt hversu varhugaverð skynditískan (e. fast fashion) er orðin, þó hún hafi þegar verið það frá umhverfis- og mannúðarsjónarmiðum, eða er hvort kostnaðurinn við rekstur Góða hirðisins standi ekki undir sér vegna launakostnaðar og utanumhalds?“ segir Halldóra. Hún veltir því fyrir sér hvort hringrásarhagkerfið, sem hún hefði trúað að væri hagkvæmast að öllu leyti, sé að einhverju leyti kostnaðarsamara en að versla vörur skynditískunnar. Þá segir hún sorglega þróun að fólk sem glími við fátækt og geti ekki verslað hjá fyrirtækjum sem framleiða skynditískuvörur og leiti því í nytjamarkaði, geti ekki lengur notið lágu verðanna sem eitt sinn hafi einkennt Góða hirðinn. „Mér finnst það hreinlega sársaukafullt að fólk eins og móðir mín sjá sér ekki fært einu sinni að gefa gjafir til barnabarna sinna úr nytjamarkaði eins og Góða hirðinum, sem er stærsti nytjamarkaðurinn á Íslandi og einnig rekinn fyrir tilstillan ríkisins,“ útskýrir Halldóra. Góði hirðirinn fyrst og fremst umhverfisverkefni Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri fræðslu og kynninga hjá Sorpu segir það gerast í einstaka tilfellum að vörur úr ódýrum verslunum eins og IKEA og JYSK séu verðlagðar hærra í Góða hirðinum en sama varan nýframleidd. „En það er náttúrlega ákveðin skekkja í kerfinu.“ „Það er töluverður kostnaður sem fylgir því að safna öllum þessum hlutum í kerfinu, það þarf að leigja gáma og húsnæði, kosta akstur, ráða fólk í vinnu,“ segir Freyr í samtali við fréttastofu. „Og kostnaður við hvert kíló í Góða hirðinum eru um það bil fimm hundruð krónur,“ segir Freyr. Þannig gerist í einstaka tilfellum að vara sé verðlögð hærra en sú sama nýframleidd. Freyr Eyjólfsson er verkefnastjóri fræðslu og kynninga hjá Sorpu.Vísir/Arnar „En Góði hirðirinn er ekki hagnaðardrifin starfsemi. Það þarf bara að reka þetta á núllinu og allur hagnaður fer í góðgerðarmál. Þannig að öll verð í góða hirðinum eru réttlát og eins lág og mögulegt er.“ Freyr segir að frá síðasta ári hafa sala og magn sem til þeirra barst aukist um þriðjung. Það séu góðar fréttir fyrir hringrásarhagkerfið og ummerki um að eftirsókn eftir vörum í hringrás sé að aukast. „Það gleymist líka oft í þessu samhengi, að Góði hirðirinn er fyrst og fremst umhvefisverkefni. Það koma sjö til tíu tonn af hlutum á hverjum einasta degi. Og þarna erum við að bjarga hlutum frá því að vera urðaðir eða hent,“ segir Freyr.
Sorpa Verslun Umhverfismál Reykjavík Tengdar fréttir Ný verslun Góða hirðisins opnar loksins á morgun Ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opnar við Köllunarklettsveg í húsnæði gömlu Kassagerðarinnar á morgun. Verslunum á Hverfisgötu og í Fellsmúla var lokað fyrr á árinu en flutningar höfðu tafist um nokkuð skeið. Húsnæðið er tvöfalt stærra en fyrri verslun og stefnt er á að koma fleiri hlutum aftur í hringrásarkerfið. 31. mars 2023 13:08 Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Fimmtán hundruð króna tölvuleikur úr Góða hirðinum reyndist milljónavirði „Við erum í fjársjóðsleit allan daginn,“ segir starfsmaður Góða hirðisins sem rætt var við í Íslandi í dag í gær. Fjölmörg dæmi eru um að viðskiptavinir hafi dottið í lukkupottinn við grúsk í versluninni. 18. janúar 2024 10:31 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Sjá meira
Ný verslun Góða hirðisins opnar loksins á morgun Ný og endurbætt verslun Góða hirðisins opnar við Köllunarklettsveg í húsnæði gömlu Kassagerðarinnar á morgun. Verslunum á Hverfisgötu og í Fellsmúla var lokað fyrr á árinu en flutningar höfðu tafist um nokkuð skeið. Húsnæðið er tvöfalt stærra en fyrri verslun og stefnt er á að koma fleiri hlutum aftur í hringrásarkerfið. 31. mars 2023 13:08
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41
Fimmtán hundruð króna tölvuleikur úr Góða hirðinum reyndist milljónavirði „Við erum í fjársjóðsleit allan daginn,“ segir starfsmaður Góða hirðisins sem rætt var við í Íslandi í dag í gær. Fjölmörg dæmi eru um að viðskiptavinir hafi dottið í lukkupottinn við grúsk í versluninni. 18. janúar 2024 10:31