Innlendar

Íslandsmótið í réttstöðulyftu á morgun
Íslandsmótið í réttstöðulyftu fer fram í Víkingsheimilinu í Traðarlandi í Fossvogi á morgun og hefjast átökin klukkan tólf á hádegi. Þar verður til að mynda áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Jóns Valgeirs Williams og Þorvaldar Kristbergssonar í +125 kg flokki, en mótið er fín upphitun fyrir áhugamenn um kraftasport sem svo geta skellt sér á lokaátökin í keppninni um sterkasta mann heims hjá IFSA sambandinu í Reiðhöllinni í Víðidal.

Stanslaus körfubolti alla helgina
Það verður sannarlega mikið um að vera í körfuboltanum hér heima um helgina en þá fara fram 32-liða úrslit í Bikarkeppni Lýsingar í karlaflokki. Fjörið hefst raunar í kvöld með viðureign Þórs á Akureyri og Fjölnis, en þá verða 7 leikir á morgun og 8 á sunnudaginn.

Stóráfangi hjá Rögnvaldi Hreiðarssyni
Körfuknattleiksdómarinn Rögnvaldur Hreiðarsson nær merkum áfanga í dómgæslunni á sunnudaginn þegar hann dæmir leik Grindavíkur og Snæfells í bikarkeppni Lýsingar. Þetta verður þúsundasti leikurinn sem Rögnvaldur dæmir á vegum KKÍ og verður hann aðeins annar dómarinn í sögunni til að dæma svo marga leiki.

Júlíus tilkynnir landsliðshópinn
Júlíus Jónasson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn sem tekur þátt í undankeppni HM í Rúmeníu í næstu viku. Íslenska liðið leikur tvo æfingaleiki við Færeyinga í Safamýri á morgun og laugardag og eru þeir leikir lokaundirbúningur liðsins fyrir Rúmeníuferðina.

Loksins sigur hjá Keflvíkingum
Keflvíkingar urðu í kvöld fyrsta íslenska körfuknattleiksliðið í vetur til að vinna leik í Evrópukeppninni þegar liðið skellti sænska liðinu Norrköping á heimavelli sínum 109-99. Keflvíkingar voru skrefinu á undan allan leikinn og eru í þriðja sæti riðils síns eftir sigurinn.
Keflvíkingar yfir í hálfleik
Keflvíkingar hafa yfir 55-51 þegar flautað hefur verið til leikhlés í viðureign liðsins gegn sænska liðinu Norrköping í Áskorendakeppni Evrópu. Leikurinn fer fram í Keflavík. Thomas Soltau er stigahæstur heimamanna með 16 stig og 7 fráköst og Sverrir Sverrisson hefur skorað 10 stig.

Handboltinn stendur höllum fæti í Hafnarfirði
Handboltinn í Hafnarfirði stendur afar höllum fæti og skulda handknattleiksfélög Hauka og FH þar í bæ samtals 113 milljónir króna. Handknattleiksdeildir félaganna eru komnar í þrot og hafa leitað aðstoðar bæjaryfirvalda. Hörður Magnússon greindi frá þessu í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Gunnar Einarsson með tímamótaleik í kvöld
Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflvíkinga, spilar í kvöld sinn þrítugasta Evrópuleik í körfubolta fyrstur íslenskra körfuboltamanna. Keflvíkingar taka á móti liði Norrköping í Keflavík í kvöld í Ákorendakeppni Evrópu og hefst leikurinn klukkan 19:15.

Ísland leikur við Færeyjar um helgina
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir því færeyska í tvígang um næstu helgi. Hér er um að ræða æfingaleiki fyrir íslenska liðið sem er að undirbúa sig fyrir forkeppni HM sem fram fer í Rúmeníu í næstu viku.

Tap hjá Njarðvíkingum
Íslensk körfuknattleikslið ríða ekki feitum hesti frá þáttöku sinni í Evrópukeppnunum þar sem af er, en í kvöld tapaði Njarðvík 82-78 fyrir Tartu Rock frá Eistlandi í leik sem háður var í Keflavík. Friðrik Stefánsson og Jeb Ivey skoruðu 22 stig fyrir Njarðvíkinga, en Friðrik hirti auk þess 17 fráköst.

Haukastúlkur töpuðu fyrir Parma
Kvennalið Hauka tapaði í kvöld fyrir ítalska liðinu Parma í Evrópukeppninni í körfubolta 102-86, en leikið var ytra. Ifeoma Okonkwo skoraði 25 stig fyrir Hauka, Unnur Tara Jónsdóttir átti fínan leik og skoraði 19 stig og Helena Sverrisdóttir skoraði 17 stig og hirti 8 fráköst.

Fram lagði Akureyri
Einn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Íslandsmeistarar Fram lögðu lið Akureyrar 32-29 eftir að hafa verið með sjö marka forskot í leikhléi 19-12. Jóhann Einarsson skoraði 9 mörk fyrir Fram og Sigfús Sigfússon 7, en Goran Gusic skoraði 11 mörk fyrir Akureyri, þar af 10 úr vítum. Fram er í þriðja sæti deildarinnar en Akureyri í því fjórða.

Njarðvíkingar mæta Tartu Rock í kvöld
Karlalið Njarðvíkinga og kvennalið Hauka verða í eldlínunni í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar taka á móti eistneska liðinu Rartu Rock klukkan 19:15 í íþróttahúsinu í Keflavík, en Haukaliðið mætir sterku liði Parma frá Ítalíu á útivelli.

Akureyri og Fram mætast í 8-liða úrslitunum
Í dag var dregið í 8-liða úrslit SS-bikarsins í handbolta í karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki er aðeins einn úrvalsdeildarslagur þar sem Akureyri tekur á móti Íslandsmeisturum Fram. Stórleikurinn í kvennaflokki er án efa viðureign Hauka og Stjörnunnar.

Örn og Ragnheiður sundmenn ársins
Örn Arnarson úr SH og Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR voru útnefnd sundmenn ársins á uppskeruhátíð Sundsambandsins um helgina, en þau fóru bæði á kostum á nýafstöðnu Íslandsmeistaramóti í 25m laug. Hrafn Traustason úr ÍA og Hrefna Leifsdóttir úr KR voru valin efnilegustu sundmennirnir.

Jón Arnar tekur við ÍR-ingum
Jón Arnar Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍR í körfubolta. Hann tekur við starfi Bárðar Eyþórssonar, sem sagði upp störfum um helgina. Jón Arnar er íslenskum körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur eftir farsælan feril með landsliðinu á árum áður.

Snæfell sigraði Tindastól örugglega
Snæfell komst upp í 2. sæti Iceland Express-deildar karla í kvöld með því að sigra Tindastól með sannfærandi hætti á heimavelli sínum í kvöld, 108-85.

Bárður hættur með ÍR
Bárður Eyþórsson hefur sagt upp störfum sem þjálfari ÍR í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu ÍR óskaði Bárður eftir því að vera leystur undan samningi af persónulegum ástæðum.

KR-ingar lögðu Íslandsmeistarana
KR er komið á topp Iceland Express-deildarinnar í körfubolta eftir góðan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvík í Frostaskjólinu í kvöld, 75-69. Skallagrímur stökk upp í annað sæti með því að leggja Grindavík af velli á heimavelli sínum, 83-74.

Fjögur Íslandsmet sett í dag
Fjögur Íslandsmet voru sett á Íslandsmótinu í sundi í dag sem fram fer í Laugardalnum. Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR synti frábærlega í 50 metra skriðsundi og kom í mark á tíma sem hefði fleygt henni í úrslitin á síðasta Evrópumóti.
Stjarnan upp í fjórða sæti
Stjarnan er komið upp í 4. sæti DHL-deildar karla í handbolta eftir góðan sigur á Fylki í Árbænum í dag, 27-24. Fram sigraði ÍR í Breiðholtinu, 40-29.

Ragna tapaði í undanúrslitum
Ragna Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, féll úr keppni í undanúrslitum í alþjóðlegu móti sem fram fór í Noregi. Ragna tapaði fyrir Anna Marie Pedersen frá Danmörku í sannkallaðri maraþon-viðureign, 19-21, 21-9 og 20-22.

Ótrúlegur sigur Vals
Arnór Gunnarsson tryggði Valsmönnum dramatískan sigur á Haukum á Ásvöllum í dag þegar hann skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 30-29 fyrir Val sem er komið á topp DHL-deildarinnar að nýju. Í DHL-deild kvenna vann Grótta sigur á Fram.

Helgi mætir gömlu félögunum í fyrsta leik
Örlögin létu til sín taka þegar dregið var í töfluröð fyrir næsta keppnistímabil í fótboltanum hér heima. Í Landsbankadeild karla mun Fram taka á móti Val í fyrsta leik, en sem kunnugt er fór Helgi Sigurðsson í fússi frá Fram til Vals í síðustu viku. Íslandsmeistarar FH mæta ÍA í fyrsta leik á Akranesi.

Keflvíkingar töpuðu fyrir Dnipro
Keflvíkingar töpuðu fyrir úkraínska liðinu BC Dnipro í öðrum leik sínum í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta í Keflavík í kvöld 96-97. Leikurinn var í járnum á lokamínútunum, en sterkt lið gestanna reyndist Keflvíkingum of stór biti til að kyngja. Thomas Soltau skoraði 25 stig og hirti 8 fráköst fyrir Keflvíkinga og Magnús Gunnarsson skoraði 23 stig.

Tvö Íslandsmet fallin í dag
Íslandsmeistaramótið í sundi í 25 metra laug hófst í dag og eru þegar fallin tvö Íslandsmet. Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni bætti eigið Íslandsmet í 200 metra flugsundi um eina sekúndu þegar hún kom í mark á tímanum 1 mínútu og 19,34 sekúndum. Þá setti kvennasveit Ægis Íslandsmet í 4x50 m skriðsundi á tímanum 1 mín og 49,56 sekúndum.

Þrautagöngu Birgis loksins lokið
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, varð í gær fyrstur íslenskra kylfinga í karlaflokki til að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi.

Styrkja starfsemi KSÍ í heild sinni
Samstarfsaðilar Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, eru sjö talsins. KSÍ hefur tengt slagorðið „Alltaf í boltanum“ við samstarfsaðilana og takmarkið er samkvæmt heimasíðu sambandsins að fyrirtækin sjö verði sýnileg í allri starfsemi KSÍ.

Í banni næstu tvo leikina
Tite Kalandadze, stórskytta Stjörnunnar, var í gær dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd HSÍ vegna útilokunar í leik gegn Akureyri á dögunum. Hann missir því af leikjum gegn Fylki og Fram.

Arnar Þór framlengir
Varnarmaðurinn Arnar Þór Úlfarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki til næstu tveggja ára en gamli samningurinn átti að renna út um áramótin. Arnar hefur spilað 39 leiki fyrir Fylki á þremur tímabilum og skorað í þeim tvö mörk. Hann er 26 ára gamall.