Örlögin létu til sín taka þegar dregið var í töfluröð fyrir næsta keppnistímabil í fótboltanum hér heima. Í Landsbankadeild karla mun Fram taka á móti Val í fyrsta leik, en sem kunnugt er fór Helgi Sigurðsson í fússi frá Fram til Vals í síðustu viku. Íslandsmeistarar FH mæta ÍA í fyrsta leik á Akranesi.
KR og Keflavík, liðin sem mættust í síðasta leik knattspyrnusumarsins í ár þegar síðarnefnda liðið tryggði sér bikarúrslitaleikinn mætast í Frostaskjólinu í fyrstu umferð næstu leiktíðar, Breiðablik fær Fylki í heimsókn og í Víkinni koma grannarnir úr Fossvogi, HK, í heimsókn.