Körfubolti

Jón Arnar tekur við ÍR-ingum

ÍR-ingar ætla sér stjóra hluti undir stjórn Jóns Arnars Ingvarssonar.
ÍR-ingar ætla sér stjóra hluti undir stjórn Jóns Arnars Ingvarssonar.

Jón Arnar Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍR í körfubolta. Hann tekur við starfi Bárðar Eyþórssonar, sem sagði upp störfum um helgina. Jón Arnar er íslenskum körfuboltaáhugamönnum að góðu kunnur eftir farsælan feril með landsliðinu á árum áður.

Jón Arnar skrifaði undir tveggja ára samning við ÍR og eftir því sem kemur fram á heimasíðu félagsins er mikil ánægja í herbúðum þess með ráðningu Jóns Arnars. Honum til aðstoðar verður Gísli Hallsson.

Jón Arnór lék lengst af sínum ferli með Haukum en hann lék eitt tímabil með Club Braine í Belgíu áður en hann lauk ferli sínum sem leikmaður með Breiðablik. Jón Arnar er stoðsendingahæsti leikmaður úrvalsdeildar frá upphafi með 1393 stoðsendingar á ferlinum. Hann gerði 4.656 stig í 339 leikjum í efstu deild og er sjöundi stigahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi. Jón Arnar lék á árunum 1990-2000, 102 landsleiki og er tíundi leikjahæsti landsliðsmaður Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×