Handbolti

Ótrúlegur sigur Vals

Sigurður Eggertsson átti mjög góða innkomu fyrir Val í síðari hálfleik í dag.
Sigurður Eggertsson átti mjög góða innkomu fyrir Val í síðari hálfleik í dag.

Arnór Gunnarsson tryggði Valsmönnum dramatískan sigur á Haukum á Ásvöllum í dag þegar hann skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 30-29 fyrir Val sem er komið á topp DHL-deildarinnar að nýju. Í DHL-deild kvenna vann Grótta sigur á Fram.

Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Valsmenn þar sem þeir náðu fram hefndum frá því í bikarkeppninni í síðustu viku en þá voru það Haukar sem höfðu betur. Lengi vel leit út fyrir að Hafnfirðingar myndu endurtaka leikinn í dag því þeir höfðu yfirhöndina framan af en með mikill baráttu náðu Valsmenn að tryggja sér sigurinn.

Af síðustu 16 leikjum okkar í Ásvöllum höfum við tapað 13 sinnum og þetta er því kærkominn sigur. Ef ég á að vera hreinskilinn hélt ég að við myndum ekki ná þessu en strákarnir sýndu mikinn karakter og kláruðu þetta. Þetta var ótrúlega sætur sigur í leik tveggja skemmtilegra liða," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í viðtali við RÚV eftir leikinn.

Markús Máni Michaelsson var markahæstur gestanna með sjö mörk en hetjan Arnór Gunnarsson skoraði sex. Baldvin Þorsteinsson skoraði fimm mörk og þá vörðu markmenn liðsins, Pálmar Pétursson og Ólafur Gíslason, samtals 19 skot, þar af Pálmar 14. Hjá heimamönnum var Árni Sigtryggson atkvæðamestur með níu mörk.

 

Í DHL-deild kvenna bar Grótta sigurorð af Fram, 25-19. Natasja Damiljamovich var markahæst Gróttu með sjö mörk en liðið er í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×