
Ástin og lífið

Róbert og Ksenia orðin sex barna foreldrar
Róbert Wessman fjárfestir og forstjóri Alvotech og Ksenia Shakhmanova eiginkona hans eignuðust dóttur á dögunum. Dóttirin er annað barn þeirra saman, en fyrir eiga þau soninn Robert Ace fjögurra ára.

Sigrún leitar að bróður sínum
Sigrún Sigurðardóttir var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul. Hún ólst upp vitandi að hún ætti samfeðra bróður einhvers staðar þarna úti en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að hún ákvað að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á honum. Hún hefur þó úr takmörkuðum upplýsingum að moða og hefur meðal annars leitað eftir aðstoð fólks í gegnum samfélagsmiðla.

„Ég mun aldrei skilja hvernig ég var varð svona heppin að kynnast henni“
Alda Karen Hjaltalín athafnakona og áhrifavaldur skellti sér á skeljarnar nú fyrir stuttu en áður hafði ástkona hennar Katherine Lopez gert slíkt hið sama.

Reykjavíkurdóttir gekk út í Túnis
Anna Tara Andrésdóttir, Reykjavíkurdóttir með meiru, er gengin út. Hún gifti sig um helgina í Túnis, sem er heimaland hennar heittelskaða Oussama Achour.

Hugi á markaðinn eftir sextán ára samband
Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson, sem lengi var þekktastur sem Ofur-Hugi í sjónvarpsþáttunum 70 mínútum, er orðinn einhleypur. Hugi greindi frá þessu í hlaðvarpi þeirra Sigmars Vilhjálmssonar vinar síns, sem ber einmitt heitið 70 mínútur.

Endaði fárveikur eftir að hafa andað að sér ógeði í langan tíma
Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir voru fyrir löngu búin að ákveða að eyða ævinni saman þó þau hafi ekki látið pússa sig saman fyrr en síðasta sumar. Hugmyndin að brúðkaupinu hljómaði rómantísk og átti að vera áreynslulaust verkefni en reyndist svo þrautinni þyngri þegar til kastanna kom.

Taylor Swift gengin út á mettíma
Bandaríska söngkonan Taylor Swift er komin með nýjan kærasta. Hinn heppni er breski tónlistarmaðurinn Matty Healy. Minna en mánuður er síðan söngkonan og enski leikarinn Joe Alwyn hættu saman, að minnsta kosti opinberlega.

Segjast ekki vera par þrátt fyrir rómantíska kvöldstund á MET
Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, og leikarinn Bill Nighy hafa hafnað því að vera par. Sögusagnir þess efnis hafa flogið í hæstu hæðum eftir að þau gengu saman rauða dregilinn á Met Gala á mánudag.

Rakel Orra segir litlu brjóstin hafa verið lykilinn að heilsunni
„Brjóstin skipta ekki máli ef þú hefur heilsuna þína,“ segir Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, sem endurheimti heilsuna eftir að hún lét fjarlægja sílíkonpúða úr brjóstunum á sér fyrir rúmum sjö vikum síðan.

Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað
Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn.

Ómar R. og Margrét skilin
Ómar R. Valdimarsson, lögmaður og Margrét Ýr Ingimarsdóttir, kennari og eigandi Hugmyndabankans, skilja eftir sautján ára samband. Smartland greinir frá.

Komst af leigumarkaðnum á Verkalýðsdaginn
Leikkonan María Thelma Smáradóttir og hnefaleikakappinn Steinar Thors hafa fest kaup í þríbýlishúsi í Hafnarfirði sem þau ætla að taka í gegn. María Thelma fagnar því að vera ekki leigjandi lengur. Hún hafi losnað af leigumarkaðnum á sjálfan verkalýðsdeginum.

Bar bónorðið upp á sjúkrahúsbedda
Listakonurnar og kærustuparið Íris Tanja Flyernring og Elín Eyþórsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn. Þar ræða þær um skemmtilegar staðreyndir úr sinni sambandstíð.

Laglegar á lausu
Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum.

Kirkjan á Englandi minnir á að Jesús var einhleypur
Þjóðkirkjan á Englandi segir að það eigi að bera jafn mikla virðingu fyrir einhleypu fólki og þeim sem eru í hjónabandi. Benda þau á að Jesús hafi sjálfur verið einhleypur.

Knattspyrnuparið nefnir soninn
Knattspyrnuparið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson nefndu son sinn við hátíðlega athöfn á dögunum.

Ari Eldjárn og Tinna í Hrím nýtt par
Uppistandarinn Ari Eldjárn og Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi verslunarinnar Hrím eru nýtt par.

Rebekka Rún er tuttugu þúsundasti Akureyringurinn
Akureyringar eru orðnir tuttugu þúsund eftir að stúlka kom í heiminn síðastliðinn föstudag. Foreldranir fengu heimsókn frá bæjarstjóra Akureyrar, blóm og gjafir en segja „bestu verðlaunin“ vera stúlkuna sjálfa sem mun hljóta nafnið Rebekka Rún.

Ákváðu að fara í allan pakkann
„Það var auðvelt fyrir hann að selja mér pælinguna,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir athafnakona og áhrifavaldur, um ákvörðunina að flytja inn með kærastanum, Valgeiri Gunnlaugssyni, oft þekktur sem Valli Flatbaka, í parhús á Seltjarnarnesi.

Aðalsteinn og Elísabet eignuðust dóttur
Fjölmiðlamaðurinn Aðalsteinn Kjartansson og kærasta hans Elísabet Erlendsdóttir eignuðust dóttur nú á dögunum. Parið greinir frá komu stúlkunnar á Instagram.

Sambandið rann út í sandinn skömmu eftir Ástareyjuna
Parið Samie Elishi og Tom Clare lentu í þriðja sæti í nýjustu þáttaröð Ástareyjunnar (e. Love Island). Ástin entist þó ekki lengi hjá parinu því eftir einungis nokkrar vikur utan eyjunnar hættu þau saman.

Sjóðheita plötusnúðaparið Karen Grétars og Margeir kvöddu veturinn með stæl
Karen Grétars og DJ Margeir eru nýtt plötusnúða kærustupar en þau héldu sitt fyrsta sameiginlega klúbbakvöld síðastliðinn miðvikudag, kvöldið fyrir sumardaginn fyrsta, á skemmtistaðnum Auto. Margt var um manninn og þekkt andlit dönsuðu saman inn í sumarið.

Stjörnulífið: Árshátíð RÚV, frumsýningar og tímamót
Sumarið gekk loksins formlega í garð í síðustu viku og af samfélagsmiðlum að dæma tóku landsmenn því fagnandi. Mikið var um veisluhöld um helgina en fyrirtæki á borð við RÚV og Bestseller héldu stórar árshátíðir.

Simone Biles og Jonathan Owens gengin í það heilaga
Bandaríska fimleikagoðsögnin og heimsmeistarinn Simon Biles er gengin í það heilaga ásamt NFL leikmanninum Jonathan Owens.

Magnús Ver trúlofaði sig á stórafmælinu
Íslenski kraftajötuninn Magnús Ver Magnússon á stórafmæli í dag. Hann er sextugur og til þess að gera tilveruna enn sætari fór hann á skeljarnar í gær og bað kærustunnar sinnar vaxtaræktarkonunnar Monicu Bega. Hún sagði að sjálfsögðu já.

„Mikil sorg en samt svo mikil gleði“
Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin.

Sölvi Tryggva kominn á fast
Hlaðvarpsstjórnandinn Sölvi Tryggvason hefur fundið ástina í örmum Estherar Kaliassa.

Rúrik nældi sér í suðræna Sóleyju
Fyrirsætan og knattspyrnukappinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og Sóley Birna Horcajada Guðmundsdóttir eru nýtt par. Þetta hefur Vísir eftir heimildum sínum.

Hugrún Halldórsdóttir komin á fast
Fjölmiðlakonan og fegurðardísin Hugrún Halldórsdóttir hefur lengi verið á meðal eftirsóttustu kvenna landsins. Hún hefur nú fundið ástina í örmum Vals Hrafns Einarssonar tæknistjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Stokks Software, en þau störfuðu lengi saman á Stöð 2 og Vísi.

Íbúar á Austurlandi duglegri við að ganga í hjúskap
Alls gengu 4.416 einstaklingar í hjúskap hér á landi árið 2022. 39,2 prósent þeirra gerðu það hjá Þjóðkirkjunni. Íbúar á Austurlandi voru líklegri en aðrir til að ganga í hjúskap á árinu. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu voru duglegri að ganga frá lögskilnaði en aðrir.