JóiPé varð landsfrægur á svo til einni nóttu með lögunum, Ég vil það og B.O.B.A, ásamt félaga sínum Króla árið 2017. En þeir voru verðlaunaðir fyrir það síðastnefnda á Hlustendaverðlaununum 2018.
Jói einbeitir sér nú að sólóferlinum og gaf út sína fyrstu sólóplötu Fram í rauðan dauðann í október 2022.
Molly fór með hlutverk í söngleiknum Chicago í uppsetningu Leikfélags Akureyrar í Samkomuhúsinu sem var frumsýndur 27. janúar síðastliðinn.
Chicago var frumsýndur á Broadway árið 1975 og sló strax í gegn en uppsetningin frá árinu 1996 gengur enn fyrir fullu húsi og er ein sú langlífasta á Broadway frá upphafi.