„Mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. desember 2023 19:23 Vinirnir Bjarni Hall og Vilhjálmur Karl. Vísir/Ívar Fannar Eftirvænting og spenna ríkir hjá landsmönnum fyrir áramótaskaupinu. Tveir vinir sem eytt hafa árinu í að stúdera Áramótaskaup síðustu 29 ára binda miklar vonir við að höfundar skaupsins í ár taki ríkisstjórnina rækilega fyrir. Annað kvöld fer 57. Áramótaskaupið í loftið. Það er ómissandi hluti af áramótahefðum flestra landsmanna að setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu og horfa á liðið ár gert upp með kaldhæðnum og skopsamlegum hætti. Vinirnir Vilhjálmur Karl Haraldsson og Bjarni Hall eru þar engin undantekning. Þeir hafa eytt síðastliðnu ári í að rifja upp öll skaupin frá árinu 1994. „Þetta er svona nördaskapur, alveg ótrúlega gaman,“ segir Villi Kalli og bætir við að þetta hafi byrjað með Áramótaskaupinu 1994. „Ég grenjaði nú fyrst yfir því þegar Edda Björgvinsdóttir er að leika og Bessi Bjarna leikur þarna gamla konu sem er náttúrulega dauð. Þetta var ótrúlega gott skaup.“ Baddi bætir við að hún hafi auðvitað dáið vegna biðraðarinnar á leið til Þingvalla. „Þannig byrjuðum við á þessu skauprugli,“ segir hann og hlær. Þeir vinir eru sammála um að skaupin 1984 og 2015 beri af í heild litið en báðir eiga þeir sín uppáhalds atriði. „Mér finnst Bjarni, þegar það er verið að gera grín að Bjarna Ben þarna með Icehot1, mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið,“ segir Villi Kalli og hlær. Það atriði má finna í skaupinu 2015. Baddi segir uppáhalds atriðið sitt vera úr skaupinu 2006. „Þegar Þorsteinn Guðmundsson er í heilsuhúsinu, 2006, og margir kannast við. Ólívur Ragnar Grímsson, það er mitt uppáhalds.“ Félagarnir bíða spenntir eftir Skaupinu á morgun en þeir eru með ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vilja sjá tekið fyrir í þættinum. Villi Kalli væri helst til í að sjá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi bregða fyrir sem og Bjarna Ben ásamt ríkisstjórninni. „Þá ætla ég að vera pólitískur og segja taka Bjarna Ben í gegn,“ segir Baddi en þeir félagar vonast til að Skaupið á morgun verði frábært. Áramót Áramótaskaupið Ástin og lífið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Annað kvöld fer 57. Áramótaskaupið í loftið. Það er ómissandi hluti af áramótahefðum flestra landsmanna að setjast niður fyrir framan sjónvarpið klukkan hálf ellefu og horfa á liðið ár gert upp með kaldhæðnum og skopsamlegum hætti. Vinirnir Vilhjálmur Karl Haraldsson og Bjarni Hall eru þar engin undantekning. Þeir hafa eytt síðastliðnu ári í að rifja upp öll skaupin frá árinu 1994. „Þetta er svona nördaskapur, alveg ótrúlega gaman,“ segir Villi Kalli og bætir við að þetta hafi byrjað með Áramótaskaupinu 1994. „Ég grenjaði nú fyrst yfir því þegar Edda Björgvinsdóttir er að leika og Bessi Bjarna leikur þarna gamla konu sem er náttúrulega dauð. Þetta var ótrúlega gott skaup.“ Baddi bætir við að hún hafi auðvitað dáið vegna biðraðarinnar á leið til Þingvalla. „Þannig byrjuðum við á þessu skauprugli,“ segir hann og hlær. Þeir vinir eru sammála um að skaupin 1984 og 2015 beri af í heild litið en báðir eiga þeir sín uppáhalds atriði. „Mér finnst Bjarni, þegar það er verið að gera grín að Bjarna Ben þarna með Icehot1, mér finnst það alveg klikkaðslega fyndið,“ segir Villi Kalli og hlær. Það atriði má finna í skaupinu 2015. Baddi segir uppáhalds atriðið sitt vera úr skaupinu 2006. „Þegar Þorsteinn Guðmundsson er í heilsuhúsinu, 2006, og margir kannast við. Ólívur Ragnar Grímsson, það er mitt uppáhalds.“ Félagarnir bíða spenntir eftir Skaupinu á morgun en þeir eru með ákveðnar hugmyndir um hvað þeir vilja sjá tekið fyrir í þættinum. Villi Kalli væri helst til í að sjá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi bregða fyrir sem og Bjarna Ben ásamt ríkisstjórninni. „Þá ætla ég að vera pólitískur og segja taka Bjarna Ben í gegn,“ segir Baddi en þeir félagar vonast til að Skaupið á morgun verði frábært.
Áramót Áramótaskaupið Ástin og lífið Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira