
Lögreglan

Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði
Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi.

„Þetta eru erfið, viðkvæm og sorgleg mál“
Sjónvarpsþáttaserían Ummerki hefur göngu sína á Stöð 2 sunnudaginn 8. nóvember næstkomandi.

Víðir ráðinn í stöðu Víðis
Guðmundur Víðir Reynisson, betur þekktur sem Víðir Reynisson, hefur verið ráðinn í stöðu yfirlögregluþjóns almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra.

Fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi - einn á sjúkrahúsi
Flytja þurfti einn á sjúkrahús í nótt vegna heimilisofbeldis. Fjórar tilkynningar hafa borist um heimilisofbeldi síðasta sólarhringinn. Yfirlögregluþjónn segir málin á frumstigi rannsóknar.

Skuldar lögreglan þér bætur?
Snarrótin aðstoðar nú einstaklinga sem hafa að ósekju verið þolendur þvingunarúrræða lögreglu við að leita réttar síns. Í sakamálalögunum er að finna ákvæði sem heimila lögreglu, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, að beita borgarana þvingunum.

Landamæravörður fletti ítrekað upp upplýsingum um fyrrverandi maka
Landamæravörður var í gær sakfelld í Landsrétti fyrir að hafa ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu, LÖKE, án þess að það tengdist starfi hennar.

Telur að túlkun lögreglumanna á „fínu bláu línunni“ geti verið varasöm
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, telur það óæskilega nálgun á starf lögreglunnar að hún eigi að verja samfélagið fyrir glæpamönnum. Lögreglan sé hluti af samfélaginu og sinni mikilvægu starfi sínu betur sem slíkur.

Hinn þunni blái varnarveggur
Síðustu daga hefur mikið verið rætt og ritað vegna ljósmyndar af lögreglukonu og merkjanna sem hún bar.

Hin fína bláa lína
Enn er haldið áfram að hamast í lögreglunni vegna hátt í þriggja ára gamallar myndar af merkjum á lögreglubúningi. Eins og ég hef getið um áður finnst mér að það eigi ekki að vera önnur merki á lögreglubúningum en þau sem tilheyra lögreglunni.

Breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna
Ríkislögreglustjóri telur að breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna eftir að fánamálið svokallaða kom upp. Allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn.

Landssamband lögreglumanna íhugar málsókn vegna meiðyrða
Formaður Landssambands lögreglumanna segir það koma til greina að einstaklingar sem hafi látið gróf ummæli falla á netinu um fánamálið svokallaða verði lögsóttir.

Borðleggjandi
Ef ég hefði spurt næstu manneskju úti á götu fyrir viku síðan hvað henni þætti um það að lögreglufólk bæru á búningi sínum nýnasistamerki ætti ég bágt með að trú að svarið við því væri eitthvað loðið eða flókið.

Lögreglan – okkar allra?
Ég er hugsi eftir umræður undanfarinna daga um lögregluþjóninn sem varð uppvís að notkun fána á búningi sínum sem vægast sagt hafa neikvæða merkingu.

Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót
Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast.

Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu
Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Hann vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu.

Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna
Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar.

Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir
Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna.

Lögreglan, traust minnihlutahópa og tjáning
Óhjákvæmilega breytist margt í samfélaginu þegar fjölbreytileiki verður meiri. Fleiri innflytjendur og fólk með erlendan bakgrunn, sterkari staða ýmissa minnihlutahópa og fólk með alls kyns sýnileg trúartákn eru hluti af því að búa í fjölbreyttu samfélagi.

Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu
Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu.

Aníta Rut afar ósátt við að vera stimpluð nýnasisti
Lögreglumenn skreyta prófílmyndir sínar á Facebook blárri línu til marks um samstöðu.

Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma
Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér.

„Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis.

„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“
Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins.

Eftirlitsnefnd um störf lögreglu tilkynnt um „óviðeigandi“ fána
Tilkynning um umdeilda fána á búningi lögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu hefur verið send eftirlitsnefnd um störf lögreglu.

Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar
„Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag.

Litakóðarnir kynntir innan tveggja vikna
Yfirvöld hafa hafið innleiðingarferli við að koma á sérstöku litakóðakerfi sem ætlað er að gefa upplýsingar um hættuna vegna kórónuveirunnar á hverjum tíma. Er þar horft til litakóða sem eigi að gefa til kynna hættustig.

Umdeildir fánar á búningi lögregluþjóns vekja reiði
Lögregluþjónninn á myndinni segir gagnrýnina ósanngjarna og kveðst ekki hafa vitað af mögulegri neikvæðri merkingu fánanna.

Nýir Volvo lögreglubílar fyrir 200 milljónir
Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna.

Vill Víði áfram í íþróttamálum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ætla að óska eftir því við Víði Reynisson yfirlögregluþjón að hann haldi áfram hlutverki sínu í samskiptum og ákvarðanatöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum. Víðir sé ómetanlegur í þeirri vinnu.

Víðir tekur ekki fleiri ákvarðanir varðandi íþróttamál
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki munu koma frekar að ákvörðunartöku varðandi íþróttamál í kórónuveirufaraldrinum.