Ekkert sem bendir til að verklagi lögreglu hafi ekki verið fylgt Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2021 07:52 Frá vettvangi við Dalsel um hádegisbil á föstudaginn. GUÐMUNDUR HJALTI STEFÁNSSON Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögreglumaður skaut mann í kviðinn aðfaranótt föstudagsins eftir að tilkynning hafði borist um vopnaðan mann í íbúðarhúsi. Skothvellir höfðu þá heyrst og hafi þá ekki verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út og skotið að lögreglu – sem þá hafi skotið hann. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er hann nú kominn af gjörgæslu. Hafa fengið sálrænan stuðning Í tilkynningunni sem barst í morgun segir að lögregla á Austurlandi þakki öllum þeim sem hafi komið að aðgerð hennar og eftirmálum, meðal annars hvað varðar áfallahjálp og sálrænan stuðning. „Lögreglan telur brýnt að allir sem telja sig hafa þörf fyrir slíka aðstoð þiggi hana hjá fagaðilum, svo sem hjá félagsþjónustunni á Egilsstöðum eða Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þessir aðilar eru til þjónustu reiðubúnir og veita nánari leiðbeiningar. Þá er lögregla þakklát fyrir góðan bata þess er varð fyrir áverka í aðgerð hennar og biður þar fyrir góðar kveðjur. Lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafa fengið sálræna aðstoð en atvik sem þessi hafa áhrif á alla er að koma. Málavextir hafa verið rýndir innanhúss og er ekkert á þessu stigi sem bendir til að verklagi í málum sem þessum hafi ekki verið fylgt. Áréttað er að málið er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara,“ segir í tilkynningunni. Hugðist eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar Skot mannsins hæfðu að minnsta kosti tvö hús í götunni en samkvæmt heimildum fréttastofu hugðist maðurinn eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Börn þeirra hafi verið í húsinu þegar manninn bar að garði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá herma heimildir fréttastofu einnig að maðurinn sé á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi. Lögreglan Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Tengdar fréttir Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögreglumaður skaut mann í kviðinn aðfaranótt föstudagsins eftir að tilkynning hafði borist um vopnaðan mann í íbúðarhúsi. Skothvellir höfðu þá heyrst og hafi þá ekki verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út og skotið að lögreglu – sem þá hafi skotið hann. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er hann nú kominn af gjörgæslu. Hafa fengið sálrænan stuðning Í tilkynningunni sem barst í morgun segir að lögregla á Austurlandi þakki öllum þeim sem hafi komið að aðgerð hennar og eftirmálum, meðal annars hvað varðar áfallahjálp og sálrænan stuðning. „Lögreglan telur brýnt að allir sem telja sig hafa þörf fyrir slíka aðstoð þiggi hana hjá fagaðilum, svo sem hjá félagsþjónustunni á Egilsstöðum eða Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þessir aðilar eru til þjónustu reiðubúnir og veita nánari leiðbeiningar. Þá er lögregla þakklát fyrir góðan bata þess er varð fyrir áverka í aðgerð hennar og biður þar fyrir góðar kveðjur. Lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafa fengið sálræna aðstoð en atvik sem þessi hafa áhrif á alla er að koma. Málavextir hafa verið rýndir innanhúss og er ekkert á þessu stigi sem bendir til að verklagi í málum sem þessum hafi ekki verið fylgt. Áréttað er að málið er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara,“ segir í tilkynningunni. Hugðist eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar Skot mannsins hæfðu að minnsta kosti tvö hús í götunni en samkvæmt heimildum fréttastofu hugðist maðurinn eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Börn þeirra hafi verið í húsinu þegar manninn bar að garði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá herma heimildir fréttastofu einnig að maðurinn sé á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi.
Lögreglan Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Tengdar fréttir Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06
Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24
Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51