Tilkynnum áfram ofbeldi til 112 Rannveig Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2021 12:02 Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Í byrjun Covid-19 heimsfaraldursins höfðu lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og félagasamtök sem hafa stutt við þolendur heimilisofbeldis miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins og hvöttu til vitundarvakningar um ofbeldi, bæði til að hvetja einstaklinga til að tilkynna um ofbeldi ef þeir yrðu þess varir og jafnframt að efla og tryggja aðgengi þolenda að þjónustu viðbragðsaðila og stuðningsaðila. Til að bregðast við þessum áhyggjum var smíðuð ný vefgátt, 112 gegn ofbeldi, sem ríkislögreglustjóri opnaði fyrir ári síðan. Gáttinni er ætlað að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Frá opnun hafa að meðaltali 235 einstaklingar heimsótt gáttina á dag. Samhliða opnun gáttarinnar hófst vitundarvakning 112 þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Vefgátt 112 vegna ofbeldis er eitt af þeim verkefnum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði til við stjórnvöld að farið væri út í vegna ótta við aukið ofbeldi og fjölgunar tilkynninga til lögreglu og til barnaverndarnefnda árið 2020. Þannig fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar um rúmlega 32% í apríl 2020 samanborið við meðalfjölda tilkynninga síðustu þrjú ár á undan og um 11% á höfuðborgarsvæðinu. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda um 9,5% fyrstu 3 mánuði ársins 2020. Tilkynningum hefur ekki fækkað aftur Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt til lögreglu hér á landi árið 2020, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála hefur ekki farið í fyrra horf. Fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur einnig haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Ekki er ljóst hvort ofbeldi hefur aukist í samfélaginu en rannsóknir benda til að svo sé ekki. Það er hins vegar fagnaðarefni að fleiri tilkynni brot til lögreglu og barnaverndar enda hætt við því að ofbeldið verði viðvarandi ef ekkert er að gert. Það er því mikilvægt að við tökum öll höndum saman og höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og sammælumst um að við berum öll ábyrgð. Bætt þjónusta og aðgengi fyrir þá sem vilja leita sér aðstoðar og jafnframt fyrir þá sem vilja benda á brot sem eru að eiga sér stað er mikilvægur þáttur í því að viðurkenna vandann og byrja að vinna í honum. Enn er því verk að vinna og vefgátt 112 gegn ofbeldi er komin til að vera. Mikilvægt er að hvetja fólk til að segja frá heimilisofbeldi, koma í veg fyrir að þolendur verði fyrir ítrekunarbrotum og að öll börn sem búa við ofbeldi fái aðstoð, með því að hafa samband við 112. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglan Félagsmál Barnavernd Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þekkt er að þegar áföll skella á og álag eykst á fólk þá getur það jafnframt leitt til aukins ofbeldis á heimilum. Í byrjun Covid-19 heimsfaraldursins höfðu lögregla, barnavernd, félagsþjónusta og félagasamtök sem hafa stutt við þolendur heimilisofbeldis miklar áhyggjur af áhrifum faraldursins og hvöttu til vitundarvakningar um ofbeldi, bæði til að hvetja einstaklinga til að tilkynna um ofbeldi ef þeir yrðu þess varir og jafnframt að efla og tryggja aðgengi þolenda að þjónustu viðbragðsaðila og stuðningsaðila. Til að bregðast við þessum áhyggjum var smíðuð ný vefgátt, 112 gegn ofbeldi, sem ríkislögreglustjóri opnaði fyrir ári síðan. Gáttinni er ætlað að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Frá opnun hafa að meðaltali 235 einstaklingar heimsótt gáttina á dag. Samhliða opnun gáttarinnar hófst vitundarvakning 112 þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Vefgátt 112 vegna ofbeldis er eitt af þeim verkefnum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði til við stjórnvöld að farið væri út í vegna ótta við aukið ofbeldi og fjölgunar tilkynninga til lögreglu og til barnaverndarnefnda árið 2020. Þannig fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar um rúmlega 32% í apríl 2020 samanborið við meðalfjölda tilkynninga síðustu þrjú ár á undan og um 11% á höfuðborgarsvæðinu. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda um 9,5% fyrstu 3 mánuði ársins 2020. Tilkynningum hefur ekki fækkað aftur Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt til lögreglu hér á landi árið 2020, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála hefur ekki farið í fyrra horf. Fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur einnig haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Ekki er ljóst hvort ofbeldi hefur aukist í samfélaginu en rannsóknir benda til að svo sé ekki. Það er hins vegar fagnaðarefni að fleiri tilkynni brot til lögreglu og barnaverndar enda hætt við því að ofbeldið verði viðvarandi ef ekkert er að gert. Það er því mikilvægt að við tökum öll höndum saman og höfnum því að ofbeldi sé hluti af samfélagi okkar og sammælumst um að við berum öll ábyrgð. Bætt þjónusta og aðgengi fyrir þá sem vilja leita sér aðstoðar og jafnframt fyrir þá sem vilja benda á brot sem eru að eiga sér stað er mikilvægur þáttur í því að viðurkenna vandann og byrja að vinna í honum. Enn er því verk að vinna og vefgátt 112 gegn ofbeldi er komin til að vera. Mikilvægt er að hvetja fólk til að segja frá heimilisofbeldi, koma í veg fyrir að þolendur verði fyrir ítrekunarbrotum og að öll börn sem búa við ofbeldi fái aðstoð, með því að hafa samband við 112. Höfundur er sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun