Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit laus allra mála Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2021 14:35 Hæstiréttur Íslands hafnaði málskotsbeiðni ákæruvaldsins í málinu. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur féllst ekki á málskotsbeiðni ákæruvaldsins í máli lögreglumanns sem var sýknaður af ákæru um stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Málið má rekja til þess að Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Lítið magn og lítil gæði Héraðsdómur Suðurlands og Landsréttur sýknuðu lögreglumanninn þrátt fyrir að það teldist sannað að hann hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að þótt sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, en í málskotsbeiðni ríkissaksóknara segir að ákæruvaldið telji dóm Landsréttar bersýnilega rangan að efni til, auk þess sem að mikilvægt sé að fá úr því skorið af Hæstarétti hvernig beita eigi í ákvæði í hegningarlögum sem snýr að vanrækslu opinberra starfsmanna, ekki síst í ljósi þess að málið snúist um ætlað brot lögreglumanns í starfi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu. Þá sé niðurstaða Landsréttar um sýknu að hluta til byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Var beiðninni því hafnað. Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43 Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Málið má rekja til þess að Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Lítið magn og lítil gæði Héraðsdómur Suðurlands og Landsréttur sýknuðu lögreglumanninn þrátt fyrir að það teldist sannað að hann hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi en Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að þótt sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Ákæruvaldið óskaði eftir því að fá að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar, en í málskotsbeiðni ríkissaksóknara segir að ákæruvaldið telji dóm Landsréttar bersýnilega rangan að efni til, auk þess sem að mikilvægt sé að fá úr því skorið af Hæstarétti hvernig beita eigi í ákvæði í hegningarlögum sem snýr að vanrækslu opinberra starfsmanna, ekki síst í ljósi þess að málið snúist um ætlað brot lögreglumanns í starfi. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ekki verði séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu. Þá sé niðurstaða Landsréttar um sýknu að hluta til byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar, það mat verði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Var beiðninni því hafnað.
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43 Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. 16. júní 2020 06:41
Lögreglumaðurinn sem fann ekki kannabisvökvann neitaði sök Verjandi mannsins bað jafnframt um þriggja vikna frest til að skila greinargerð. 31. október 2019 10:43
Lögreglumaður ákærður fyrir að finna ekki kannabis við húsleit Lögreglumaður á Suðurlandi hefur verið ákærður fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa látið hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva við húsleit í Hveragerði. 30. október 2019 08:41