Lögregla býr sig undir átök Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. ágúst 2021 19:45 Logi tekst hér á við erfiðar aðstæður, sem leiddu til þess að hann þurfti að taka upp táragasið. Það er lykilatriði að geta brugðist hratt og rétt við, segja lögreglufulltrúar við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar en þar hefur verið í notkun svokallaður þjálfunarhermir þar sem æfð eru viðbrögð, ákvarðanataka, samskipti og valdbeiting. Hermirinn skipar stöðugt stærra hlutverk í þjálfun lögreglumanna hér á landi. „Þetta er tæki sem er mjög gott til að horfa á sjálfan sig þegar maður kemur inn í aðstæður og hvernig maður bregst við. Það er hægt að setja á pásu og rýna í hlutina, hafa tíma til að hugsa hvað maður ætlar að gera næst,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, lögreglufulltrúi. Hermirinn gefur fólki ákveðna innsýn inn í erfiðar aðstæður og hvernig best er að bregðast við. Raddbeiting og líkamsbeiting skiptir einnig máli og þannig er hægt einnig að leysa úr erfiðum aðstæðum. Guðmundur Ásgeirsson segir þjálfunarherminn hafa gagnast vel. Mikilvægt sé að lögreglumenn geti búið sig undir átök eins vel og kostur er. „Þetta getur verið krefjandi. Þegar nemarnir koma þá hafa þeir aldrei lent í svona aðstæðum. Og þá reynir svolítið á þau,“ segir Logi Jes Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann segir að hermirinn geti aldrei komið í veg fyrir líkamlega þjálfun á borð við handtökuaðferðir og viðbragðsæfingar, en að hann gagnist þó vel. „Nemendur geta ekki farið að kljást við skjáinn en fá að nota röddina og valdbeitingartækin á borð við kylfu og gas.“ Hermirinn gagnast einnig í skotvopnaþjálfun. „Í grunnþjálfun lögreglunema getum við leyft þeim að kynnast skotvopnum lögreglu á algjörlega hættulausan hátt og við getum notað herminn til að kenna þeim að halda á byssunni, miða og skjóta – draga í gikkinn á skotmörk algjörlega hættulaust. Þau fá þessa þjálfun áður en þau fara að skjóta alvöru skotum á skotsvæði,“ segir Guðmundur en lögreglu- og sérsveitarmenn nýta sér herminn líka töluvert. „Hlutirnir gerast hratt og þá þurfa menn að kunna að bregðast við.“ Logi segir ekki hægt að bera raunverulegar aðstæður saman við þær aðstæður sem blasa við í herminum - en gefi fólki þó innsýn í hvernig starfið er og hversu hratt þarf að bregðast við. Þeir segja þó að ekki sé hægt að líkja herminum við raunverulegar aðstæður, en að mikilvægt sé að lögreglunemar og -menn geti búið sig eins vel undir átök og kostur er. „Það er eiginlega ekki hægt að bera það saman. Þú þarft að nota öll skyn, lykt, heyrn, augu og allt saman. Þetta hjálpar fólki samt að æfa upp þetta viðbragð – að bregðast hratt og rétt við,“ segir Logi. Lögreglan Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Þetta er tæki sem er mjög gott til að horfa á sjálfan sig þegar maður kemur inn í aðstæður og hvernig maður bregst við. Það er hægt að setja á pásu og rýna í hlutina, hafa tíma til að hugsa hvað maður ætlar að gera næst,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, lögreglufulltrúi. Hermirinn gefur fólki ákveðna innsýn inn í erfiðar aðstæður og hvernig best er að bregðast við. Raddbeiting og líkamsbeiting skiptir einnig máli og þannig er hægt einnig að leysa úr erfiðum aðstæðum. Guðmundur Ásgeirsson segir þjálfunarherminn hafa gagnast vel. Mikilvægt sé að lögreglumenn geti búið sig undir átök eins vel og kostur er. „Þetta getur verið krefjandi. Þegar nemarnir koma þá hafa þeir aldrei lent í svona aðstæðum. Og þá reynir svolítið á þau,“ segir Logi Jes Kristjánsson, lögreglufulltrúi. Hann segir að hermirinn geti aldrei komið í veg fyrir líkamlega þjálfun á borð við handtökuaðferðir og viðbragðsæfingar, en að hann gagnist þó vel. „Nemendur geta ekki farið að kljást við skjáinn en fá að nota röddina og valdbeitingartækin á borð við kylfu og gas.“ Hermirinn gagnast einnig í skotvopnaþjálfun. „Í grunnþjálfun lögreglunema getum við leyft þeim að kynnast skotvopnum lögreglu á algjörlega hættulausan hátt og við getum notað herminn til að kenna þeim að halda á byssunni, miða og skjóta – draga í gikkinn á skotmörk algjörlega hættulaust. Þau fá þessa þjálfun áður en þau fara að skjóta alvöru skotum á skotsvæði,“ segir Guðmundur en lögreglu- og sérsveitarmenn nýta sér herminn líka töluvert. „Hlutirnir gerast hratt og þá þurfa menn að kunna að bregðast við.“ Logi segir ekki hægt að bera raunverulegar aðstæður saman við þær aðstæður sem blasa við í herminum - en gefi fólki þó innsýn í hvernig starfið er og hversu hratt þarf að bregðast við. Þeir segja þó að ekki sé hægt að líkja herminum við raunverulegar aðstæður, en að mikilvægt sé að lögreglunemar og -menn geti búið sig eins vel undir átök og kostur er. „Það er eiginlega ekki hægt að bera það saman. Þú þarft að nota öll skyn, lykt, heyrn, augu og allt saman. Þetta hjálpar fólki samt að æfa upp þetta viðbragð – að bregðast hratt og rétt við,“ segir Logi.
Lögreglan Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira