
Dans

Sjáðu einstakar æfingar ástralska prófessorsins í breikdansinum
Breikdans er ný íþrótt á Ólympíuleikunum og ein þeirra sem sló í gegn í greininni er hin ástralska Rachael Gunn (Raygun), þó ekki endilega fyrir góða frammistöðu.

Íslenskir dansarar sópa til sín verðlaunum á heimsmeistaramóti
Íslenska landsliðinu í listdansi hefur gengið einstaklega vel á heimsmeistaramótinu í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands. Um tvö hundruð íslenskir keppendur taka þátt á mótinu og hefur hópurinn sópað til sín verðlaunum.

Stúlkur úr Listdansskóla Íslands hrepptu heimsmeistaratitil
Hópur stúlkna út Listdansskóla Íslands hreppti heimsmeistaratitil á heimsmeistaramóti í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands, í dag.

Jaðarlistamenn eiga sviðið í vikunni
Jaðarlistamenn eiga sviðið á Reykjavík Fringe hátíðinni sem fer fram um allan bæ í vikunni.

Gaman að gefa þeim sviðið sem ekki eru oft þar
Listahátíð Reykjavíkur stendur nú yfir og eru fjölbreyttar sýningar um allan bæ. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður leit við í Borgarleikhúsið í kvöldfréttunum á Stöð 2 í kvöld þar sem fór fram æfing á nýju dansverki sem sýnt er á Listahátíð í ár.

Erna Ómars er borgarlistamaður Reykjavíkur
Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, er borgarlistamaður Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti Ernu viðurkenningu sína við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem lesa má að neðan.

Starfaði fyrir pólska herinn og sýnir nú skartgripi á Garðatorgi
Menningarlífið iðar á Garðatorgi um þessar mundir en Hönnunarsafn Íslands, sem er staðsett þar, stendur fyrir opnun og uppskeruhátíð á morgun klukkan 18:00.

Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands
Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa.

Brúðkaupsdansinn er einn af hápunktum brúðkaupsins
Brúðkaupsdagurinn er ógleymanlegur dagur, fullur af ást, gleði og rómantík. Margar hefðir fylgja þessum degi og ein sú sem margir halda í heiðri er dansinn sem nýgiftu hjónin stíga í veislunni.

„Ég kynntist ástinni í lífi mínu þarna“
„Ég var vissulega ekki opin fyrir ástinni þegar að við Adam kynntust,“ segir dansarinn, raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Ástrós Traustadóttir. Hún var nýbúin að ganga í gegnum mjög erfiða lífsreynslu þegar að sönn ást bankaði upp á og þrátt fyrir að hafa ætlað sér að vera ein um tíma var óumflýjanlegt að sleppa tökunum og fylgja hjartanu. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Vissi ekki hvort hún myndi lifa þetta af
Dansarinn, áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Ástrós Traustadóttir var sextán ára gömul þegar hún flutti ein erlendis fyrir atvinnumennsku í samkvæmisdansi. Ári síðar var hún orðin Frakklandsmeistari í íþróttinni en nokkrum árum seinna lenti hún algjörlega á vegg eftir löng og ströng veikindi af átröskun. Ástrós er viðmælandi í Einkalífinu.

Menningarverðmæti danslistarinnar glatast jafnt og þétt
Dans er list augnabliksins. Ekkert kemur í stað þess að upplifa dansverk á þeim tíma og í því rúmi sem það er flutt. Eins og með önnur sviðslistaverk er það nærveran við listamanninn sem býr til galdurinn, hrífur okkur með og veitir okkur dýpri skilning á okkur sjálfum, sem er, vitaskuld, tilgangur listarinnar þegar upp er staðið.

Eins og gleðisprauta í rasskinnina
Edda Björgvins segir að nokkrar mínútur af dansi með Önnu Claessen sé eins og gleðisprauta í rassinn.

Gleðihormón skýra góða mætingu í Zumba tíma
Íslendingar dilla sér í zumba sem aldrei fyrr og frábær mæting í hvern tímann á fætur öðrum hjá Dans og jóga, Hjartastöðinni. Kennararnir þar segja dans hafa sérstök áhrif á fólk, honum fylgi frelsistilfinning sem á sér mögulega líffræðilegar rætur.

Bera fullkomið og listrænt traust til hvor annarrar
„Ég held að ég hafi verið tveggja ára þegar ég mætti í fyrsta danstímann. Mamma var með dansskóla svo ég var með í öllum tímum sem hún kenndi,“ segir Snædís Lilja Ingadóttir. Hún er danshöfundur verksins Árstíðirnar ásamt Valgerði Rúnarsdóttur en Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið næstkomandi laugardag og er tilhlökkunin í hópnum orðin mikil.

Konan á bak við Iceguys dansana
Dansarinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur komið víða að í skemmtanabransanum og unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks. Hún er kóreógrafer hjá strákasveitinni Iceguys og manneskjan á bak við vinsælu danssporin í laginu Krumla.

Hugmyndin að þungarokksballett kviknaði við uppvaskið
Selma Reynisdóttir, dansari og danshöfundur, var að vaska upp heima hjá sér á meðan hún hlustaði endurtekið á lagið Trooper með Iron Maiden. Í miðju stússinu tók hún eftir því að hún var farin að taka nokkur vel valin ballett spor í eldhúsinu sem smellpössuðu við ógleymalega bassalínu Steve Harris.

Myndaveisla: „Óendanlega þakklát öllum ofurkonunum“
Hópur listakvenna kom saman í Ásmundarsal síðastliðinn laugardag á listræna dansviðburðinum Hringrás x Gasa.

Dansa til styrktar konum á Gasa
Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir ásamt hópi dansara stendur fyrir dansviðburðinum Hringrás x Gasa sem haldinn verður í Ásmundarsal klukkan 16:00 á morgun.

Suður-afrísk og íslensk menning koma saman í fallegu myndskeiði á TikTok
Meðfylgjandi myndskeið hefur slegið í gegn á Tiktok. Þar má sjá par af blönduðum uppruna, frá Suður-Afríku og Íslandi, heiðra hina svokölluðu suður- afrísku lobola hefð á fallegan hátt.

Söng á stærsta dansleik Þýskalands
„Þetta gekk glimrandi vel og það er mikill heiður að fá tækifæri af þessari stærðargráðu,“ segir Helga Dýrfinna Magnúsdóttir söngkona.

Upplifði martröð leikarans
Dansarinn og leikstjórinn Unnur Elísabet Gunnarsdóttir upplifði martröð leikarans um helgina sem leið þegar hún þurfti að stíga á svið í aðalhlutverk söngleiksins Deleríum Búbónis.

Dansandi skólaliði á Sauðárkróki með nemendum
Eitt af því allra skemmtilegasta sem nemendur í Árskóla á Sauðárkróki gera er að dansa út í frímínútum þar sem lög með Skagfirðingnum Geirmundi Valtýssyni þykja lang skemmtilegust að dansa við.

Vídeódansinn leggur Listagilið undir sig
Fjórða útgáfa dansmyndahátíðarinnar Boreal hefst á föstudaginn og stendur yfir í tæpar tvær vikur. Hátíðin leggur undir sig hið alræmda Listagil á Akureyri á þessu tímabili.

Stofan hálftóm og litlu strákarnir frjálsir
Hinn margverðlaunaði dansari Þyrí Huld Árnadóttir hefur þrisvar verið kosin dansari ársins og fengið þrjú Grímuverðlaunin fyrir dans og dansverk.

Hundrað ára dansari í Reykjanesbæ
Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ.

Hvetur krakka til að læra sporin og senda sér myndband
Söngkonan og kvikmyndagerðarkonan Sylvia Erla Melsted stendur fyrir nýju verkefni í tengslum við barnabók sína um hundinn Oreo. Hún hvetur alla krakka til að taka þátt og verða hluti af tónlistarmyndbandi sínu.

Allt sem þú þarft að vita um dagskrána á Menningarnótt
Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður haldin hátíðleg næstkomandi laugardag, þann 19. ágúst. Miðborgin breytist þá í iðandi vettvang menningar og lista og dagskráin er stútfull af viðburðum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dönsuðu og fögnuðu þjóðhátíðardeginum á Austurvelli
Nokkur börn sáust dansa á Austurvellinum í dag en þau voru að fagna þjóðhátíðardegi Indlands. Haldið er upp á daginn til að fagna því þegar Indland fékk sjálfstæði frá Bretlandi.

Níu ára strákur í Kópavogi ætlar að verða heimsfrægur söngvari
„Ég ætla að verða heimsfrægur söngvari og mjög góður dansari “, segir níu ára strákur í Kópavogi, sem vann söngvakeppni barnanna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það er ekki nóg með að strákurinn sé góður að syngja því hann hefur fengið fimmtán bikara og þrjátíu verðlaunapeninga í keppnum í samkvæmisdansi.