Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Taldi særðri dóttur sinni trú um að þau ættu í ástar­sam­bandi

Rúmlega fertugur karlmaður og barnaníðingur á suðvesturhorni landsins hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára dóttur sinni ítrekað. Hann endurnýjaði kynni við dóttur sína vitandi að hann glímdi við barnagirnd. Hann þarf að greiða dóttur sinni sex milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Ballard fór frá eigin samtökum eftir rannsókn á áreitni

Tim Ballard, sem kvikmyndin Sound of Freedom hefur gert frægan, yfirgaf samtök sem hann stofnaði til að berjast gegn kynlífsþrælkun barna í kjölfar rannsóknar varðandi meinta kynferðislega áreitni hans gegn sjö konum. Hann er sagður hafa áreitt starfsmenn samtaka sem hann stofnaði í verkefnum sem ætlað var að bjarga börnum úr ánauð.

Erlent
Fréttamynd

Braut á bestu vinkonu sinni meðan hún svaf

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á bestu vinkonu sinni í lok desember árið 2021. Karlmaðurinn „puttaði“ konuna og sleikti á henni kynfærin á meðan hún lá sofandi í sófanum og varð einskis vör vegna ölvunar og svefndrunga.

Innlent
Fréttamynd

Russell Brand kærður til lögreglu

Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013.

Erlent
Fréttamynd

Skora á konur að stíga fram

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við.

Erlent
Fréttamynd

Káfaði á fréttakonu í beinni

Maður káfaði á spænskri fréttakonu í beinni útsendingu í miðbæ Madrídar í dag. Isa Balado var að fjalla um rán í verslun þegar maður gekk aftan að henni, truflaði hana og snerti svo á henni rassinn.

Erlent
Fréttamynd

Man United biðst af­sökunar að hafa boðið dæmdum barna­níðing á leik

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur einokað fyrirsagnir í flestum fjölmiðlum síðustu daga og ekki vegna afreka liðsins inn á knattspyrnuvellinum. Ekki varð umtalið minna þegar í ljós kom að félagið hefði boðið dæmdum barnaníðing á leik hjá kvennaliði félagsins á síðustu leiktíð. Man United hefur beðist afsökunar á athæfinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eitt af hverjum tíu börnum misnotað kynferðislega

Eitt af hverjum tíu börnum hefur verið misnotað kynferðislega og um helmingur hefur orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Næstum þriðjungur tíundubekkinga glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir samkvæmt nýrri rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“

Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans.

Erlent
Fréttamynd

Til­kynntum nauðgunum fækkar um 36 prósent

Lögreglan skráði tilkynningar um 79 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2023, sem samsvarar 36 prósent fækkun frá síðasta ári.  Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fækkaði skráðum nauðgunum um tuttugu prósent.  Að meðaltali eru núna skráðar tilkynningar um þrettán nauðganir á mánuði hjá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

Taktu skrefið

Áður fyrr var kynferðislegt efni af börnum kallað barnaklám. Það gaf til kynna að þannig efni væri bara ein tegund af kynferðislegu efni sem væri fólki þó misaðgengilegt. Með auknum skilningi kynferðisbrotum hefur þessi misskilningur verið leiðréttur og hugtakanotkunin uppfærð til að endurspegla betur þann veruleika sem kynferðislegt efni af börnum afhjúpar.

Skoðun
Fréttamynd

Rann­sókn hætt á meintum brotum Ramm­stein söngvarans

Rann­sókn á meintum kyn­ferðis­brotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljóm­sveitarinnar Ramm­stein, hefur verið hætt af sak­sóknara í Þýska­landi. Á­stæðan er að ekki fundust nægi­lega mikil sönnunar­gögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni.

Erlent
Fréttamynd

Nauðgunar­mál Finns ekki fyrir Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarleyfisbeiðni Finns Þ. Gunnþórssonar, sem Landsréttur dæmdi í júní í þriggja ára fangelsi vegna nauðgunar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjaness gefið honum tveggja og hálfs árs dóm, en hann var þyngdur í Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Reyndi að brjótast út eins og fórnar­lamb hans

Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. 

Erlent
Fréttamynd

Albert sagður neita sök

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist saklaus af meintu kynferðisbroti sem hann hefur verið kærður fyrir. Forsvarsmenn liðsins ætla að standa með honum.

Innlent
Fréttamynd

Albert Guð­munds­son kærður fyrir kyn­ferðis­brot

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað.

Innlent
Fréttamynd

Kæra Vítalíu endan­lega felld niður

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur staðfest ákvörðun héraðssak­sókn­ara frá því í apríl síðastliðnum um að fella niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni.

Innlent