Brynjar ákærður fyrir að brjóta á fleiri stúlkum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2024 21:32 Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 og málið svo tekið fyrir í Landsrétti ári síðar. Hæstiréttur úrskurðaði svo um málið í janúar á þessu ári. Héraðssaksóknari hefur ákært Brynjar Joensen Creed fyrir kynferðislega áreitni gegn átta stúlkum. Stúlkurnar voru aldrinum 11 til 14 ára þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Brynjar afplánar nú sjö ára dóm fyrir nauðganir og önnur brot gegn fimm stúlkum. Fjallað var fyrst um ákæruna á vef RÚV í kvöld. Þar segir að héraðssaksóknari hafi ákært Brynjar fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot. Þá segir að hann hafi að mestu framið brotin í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat og viðhafa við þær þar kynferðislegt tal, senda þeim kynferðislegar myndir af kynfærum sínum og af karlmanni að fróa sér. Frétt RÚV. Þá kemur fram í frétt RÚV að hann hafi sömuleiðis beðið stúlkurnar um að senda sér kynferðislegar myndir af sér. Hann hafi hitt eina stúlkuna, gefið henni kynlífshjálpartæki og beðið hana að nota það til að senda sér myndefni. Samkvæmt frétt RÚV áttu brotin sér stað veturinn 2020 til 2021. Dæmdur fyrir nauðgun í héraði og Landsrétti Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 í sex ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi svo dóminn í mars í fyrra. Í frétt Vísis um það kom fram að Brynjar væri grunaður um að hafa brotið á þriðja tug stúlkna undir fimmtán ára aldri til viðbótar við þær sem hann hafði verið dæmdur fyrir að brjóta á. Kynferðisbrot ekki nauðgun Hæstiréttur tók svo málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. Dómur Hæstaréttar var síðar ræddur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en hávær umræða fór fram eftir dóminn um að breyta þyrfti lögunum til að vernda börn betur. Dómsmálaráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir tillögum frá réttarfarsnefnd í tengslum við endurskoðun kafla almennra hegningarlaga þar sem fjallað er um kynferðisbrot. Sjá einnig: Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Fyrst til lögreglu 2021 Málið rataði upphaflega til lögreglu árið 2021 eftir kæru stúlku til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar. Stúlkan, sem var undir lögaldri, lýsti samskiptum við mann sem kallaði sig Sigga. Hún hafði hitt hann nokkrum sinnum, hann tekið af henni klámfengin myndbönd gegn greiðslu í formi peninga, fata, áfengis og veipvökva. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Þar segir að héraðssaksóknari hafi ákært Brynjar fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlagabrot. Þá segir að hann hafi að mestu framið brotin í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat og viðhafa við þær þar kynferðislegt tal, senda þeim kynferðislegar myndir af kynfærum sínum og af karlmanni að fróa sér. Frétt RÚV. Þá kemur fram í frétt RÚV að hann hafi sömuleiðis beðið stúlkurnar um að senda sér kynferðislegar myndir af sér. Hann hafi hitt eina stúlkuna, gefið henni kynlífshjálpartæki og beðið hana að nota það til að senda sér myndefni. Samkvæmt frétt RÚV áttu brotin sér stað veturinn 2020 til 2021. Dæmdur fyrir nauðgun í héraði og Landsrétti Brynjar var dæmdur í héraðsdómi árið 2022 í sex ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum ólögráða stúlkum á grunnskólaaldri, sumum oftar en einu sinni, og beitt þær, auk fimmtu stúlkunnar, ítrekuðu kynferðisofbeldi og -áreitni. Landsréttur þyngdi svo dóminn í mars í fyrra. Í frétt Vísis um það kom fram að Brynjar væri grunaður um að hafa brotið á þriðja tug stúlkna undir fimmtán ára aldri til viðbótar við þær sem hann hafði verið dæmdur fyrir að brjóta á. Kynferðisbrot ekki nauðgun Hæstiréttur tók svo málið fyrir og var niðurstaðan sú að kynferðisbrot þar sem gerandi og þolandi eru fjarri hvor öðru og brotin fara fram í gegnum samfélagsmiðla eða samskiptaforrit, teljist ekki til nauðgunar. Hæstiréttur var ósammála Landsrétti að þessu leyfi. Dómurinn var þrátt fyrir þetta staðfestur, og Brynjar hlaut sjö ára fangelsisdóm, fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. Dómur Hæstaréttar var síðar ræddur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en hávær umræða fór fram eftir dóminn um að breyta þyrfti lögunum til að vernda börn betur. Dómsmálaráðuneytið óskaði í kjölfarið eftir tillögum frá réttarfarsnefnd í tengslum við endurskoðun kafla almennra hegningarlaga þar sem fjallað er um kynferðisbrot. Sjá einnig: Óskar eftir því að dómur Hæstaréttar verði ræddur í nefnd Fyrst til lögreglu 2021 Málið rataði upphaflega til lögreglu árið 2021 eftir kæru stúlku til Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar. Stúlkan, sem var undir lögaldri, lýsti samskiptum við mann sem kallaði sig Sigga. Hún hafði hitt hann nokkrum sinnum, hann tekið af henni klámfengin myndbönd gegn greiðslu í formi peninga, fata, áfengis og veipvökva.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mál Brynjars Joensen Creed Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira