
Flóttafólk á Íslandi

27 unglingar á flótta fengu að fara í land á Ítalíu
Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, samþykkti á laugardag að hleypa 27 fylgdarlausum unglingum í land á Ítalíu en þeir höfðu verið fastir um borð í björgunarskipinu Open Arms undan ströndum Ítalíu í meira en 16 daga.

Hjálpar öðru flóttafólki að koma sér fyrir á Íslandi
"Gerið það, hjálpum hvort öðru. Ef þú sérð einhvern sem þarfnast hjálpar, gerðu það hjálpaðu þeim.“ Þetta eru skilaboð Sayed, afgansks flóttamanns á Íslandi.

Stórtónleikar til styrktar flóttafólki í Prikporti
Samtökin No Borders standa fyrir stórtónleikum á Prikinu á morgun þar sem margir vinsælustu tónlistarmenn landsins koma fram.

Komu til Íslands á flótta en reka nú veitingastað og túlkaþjónustu
Þau Hassan Raza Akbari og Zahra Mesbah Sayed Ali opnuðu í gær veitingastaðinn Afghan Style í Rimahverfinu í Grafarvogi. Staðurinn er sá fyrsti sem býður upp á afganskan skyndibita hér á landi. Hassan kom hingað til lands árið 2007 sem hælisleitandi en Zahra kom árið 2012 sem kvótaflóttamaður.

Aukið fé til Útlendingastofnunar eftir breytingar á reglugerð
Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut.

Sex börn á flótta uppfylla ný tímaskilyrði um vernd hér
Alls uppfylla sex börn á flótta í þremur fjölskyldum ný tímaskilyrði reglugerðar um útlendinga sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð dómsmálaráðherra breytti nú síðasta föstudag. Lögmaður tveggja fjölskyldna sendi Útlendingastofnun í gær kröfur um að mál þeirra verði tekin til efnis legrar með ferðar.

Börn úr þremur fjölskyldum uppfylla skilyrði nýrrar reglugerðar
Útlit er fyrir að sex börn í þremur fjölskyldum uppfylli tímaskilyrði nýrrar reglugerðar sem dómsmálaráðherra setti síðastliðinn föstudag.

Segir viðbrögð ráðherra vegna flóttabarna af hinu góða en þau dugi skammt
Formaður Samfylkingarinnar segir að gera þurfi allsherjar stefnubreytingu í útlendingamálum.

Ný reglugerð komi ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands
Ný reglugerð um útlendinga er til bóta fyrir flóttafólk en kemur þó ekki í veg fyrir að börnum sé vísað til Grikklands.

Verður ekki vísað úr landi
Mál Sarwary-feðganna og Safari-fjölskyldunnar falla undir reglugerðina, sem hefur þegar tekið gildi, að sögn lögmanns þeirra, Magnúsar D. Norðdahl.

Dómsmálaráðherra leggur til að mál sem snerta börn fái forgang
Starfandi dómsmálaráðherra, mun leggja fram tillögu í ríkisstjórn á þriðjudag að hælisumsóknum fólks með börn verði forgangsraðað.

Kári Stefánsson mótmælir brottvísun Zainab: „Það er fátt ljótara en að skilja barn frá draumum sínum“
Kári segist stoltur af Hagskælingum fyrir að berjast gegn brottvísun skólasystur sinnar.

Fjölmenn mótmæli í miðborginni
Tvö börn sem á að vísa úr landi þurftu að leita á barna- og unglingageðdeild í dag vegna kvíða yfir aðstæðunum og er ástand þeirra metið alvarlegt. Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun vegna málsins. Fyrir liggur að fjölskyldur barnanna verða þó ekki sendar úr landi í vikunni.

Afgönsku fjölskyldunum verður ekki vísað úr landi í vikunni
Afgönsku fjölskyldunum tveimur, sem hafnað hefur verið alþjóðlegri vernd hér á landi verður ekki vísað úr landi á næstu dögum. Þetta herma heimildir Vísis.

Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna
Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu.

Sýnum flóttafólki mannúð
Fjölskylda telur sig komna í öruggt skjól. Börnin fara í skóla, eignast vini og taka þátt í félagslífi. Unglingsdóttir gengur í hljómsveit og nýtur þess að spila tónlist.

„Það þarf enga andskotans nefnd“
Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna.

Eina markmiðið að komast lífs af
Kona sem lifði af Bosníustríðið veitir innsýn inn reynsluheim barns á flótta.

Barnshafandi flóttakonur ný áskorun fyrir ljósmæður
Yfirljósmóðir á Landspítalanum telur að flóttakonur og hælisleitendur sem leita á fæðingardeildina búi oft ekki við góðar aðstæður á Íslandi.

Við viljum vanda okkur
Hátt í 50 sýrlenskir flóttamenn eru að flytja til Íslands þessa dagana. Þeir koma í þremur hópum, tveir eru lentir og flestir þeirra fá ný heimkynni norður í Húnavatnssýslu.

Fékk strax góða tilfinningu fyrir bænum
Liljana Milankoska er hjúkrunarfræðingur og verkefnisstjóri Húnaþings vestra í málefnum flóttamanna. Hún er búin að heimsækja nýju íbúana fyrsta dag þeirra á Hvammstanga.

Sýrlenskir flóttamenn á leið á Hvammstanga
Fólkið lagði af stað frá Líbanon snemma í morgun en þar hefur það búið í flóttamannabúðum undanfarin fimm ár.

Það er ekkert sport að láta handtaka sig
Elínborg Harpa Önundardóttir aktívisti lýsir reynslu sinni af því að liðsinna hælisleitendum, viðmóti fólks og vinnubrögðum lögreglu. Olivia Bockob er fædd í Kamerún og fékk vernd á Íslandi eftir nærri tveggja ára baráttu og lýsir erfiðri reynslu sinni.

Skrifuðu ekki undir bókun um þjónustu við flóttafólk
Borgarráð hefur staðfest samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við skjólstæðinga stofnunarinnar. Marta Guðjónsdóttir og Vigdís Hauksdóttur sátu einar hjá við afgreiðslu bókunar.

Finna styrk hvert hjá öðru á páskadag
Árisulir mættu á Þingvelli fyrir klukkan sex í morgun til að taka þátt í Upprisumessu á meðan aðrir létu sér nægja hátíðarmessu Í Hallgrímskirkju klukkan ellefu. Í Breiðholtskirkju fór svo fram Alþjóðleg páskamessa. Presturinn þar segir messuna mikilvæga fyrir flótta fólk.

Kærunefnd hafnar kröfum Safari fjölskyldunnar
Kærunefnd útlendinga hafnaði í vikunni tveimur kröfum Shanaz Safari frá Afganistan og barna hennar tveggja. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla.

Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum
Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi.

Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu
Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni.

Seltjarnarnes tekur við flóttamönnum í fyrsta sinn
Fimm úgandskir flóttamenn sem eru staddir í Kenía koma til landsins síðar á þessu ári.

Garðabær tekur á móti hinsegin flóttafólki
Ráðgert er að tíu manns, hinsegin flóttafólk frá Úganda, setjist að í bænum á þessu ári.