Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. mars 2022 19:01 Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálboðaliða sem hafa sinnt verkefnum tengdum flóttafólki frá Úkarínu síðustu vikur . Hann segir hópinn hafa lyft grettistaki. Vísir/Sigurjón Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 284 íbúar landsins sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálfboðaliða sem hafa sinnt fólkinu síðustu vikur ásamt öðrum segir gríðarmörg verkefni í gangi á vegum hópsins þar á meðal umsjón mötuneytis í Guðrúnartúni. Þar hafi undanfarið verið tekið á móti um 150 manns daglega í mat. „Hópurinn er til dæmis með með þrjár rútur á sínum snærum fyrir flóttafólkið. Við ætlum að opna aðstöðu þar sem börn og foreldrar geta dvalið og fengið smá hvíld. Við erum líka með alls konar afleidda þjónustu í óstofnuðum samtökum sem telja nú 250 manns. Þetta er meira og minna gert í samráði við Gylfa Þór Þorsteinsson sem leiðir sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu, Þjóðkirkjuna og fleiri hjálparsamtök. Við munum að sjálfsögðu skila allri þessari vinnu til hans þegar hið miðlæga batterí er endanlega tilbúið,“ segir Sveinn. Flóttafólk frá Úkraínu dvelur m.a. á Fosshóteli Rauðará. Á myndinni eru sjálfboðaliðar og fleiri.Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun heldur utan um húsnæði fyrir flóttafólkið. Stjórnvöld tilkynntu til að mynda í gær að búið væri að leigja tvö íbúðahótel til viðbótar þeim sem eru þegar til staðar fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eitt í Reykjavík og hitt á Bifröst Sveinn gagnrýnir hversu sumir hlutir gangi hægt á vegum Útlendingastofnunar því mikilvægt sé að flóttafólkið geti notið allrar grunnþjónustu sem fyrst. „Það skiptir máli að hér séu innviðir til að taka á móti þessu fólki. Það þarf að geta dreift huganum og haft eitthvað fyrir stafni annað en að vera inn á herbergjum og fá til sín matarbakka. Ég er afar þakklátur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hlaupið á þeim hraða sem vænst er af íslenskri þjóð og útvegað alls kyns nauðsynjar. Það er því miður ekki hægt að segja alveg það sama um Útlendingastofnun, en stofnunin hefur haft nokkrar vikur til að útvega fólkinu þvottavélar svo það geti þvegið af sér en enn þá bólar ekkert á þeim,“ segir Sveinn Rúnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16 Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 284 íbúar landsins sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Sveinn Rúnar Sigurðsson talsmaður um 250 sjálfboðaliða sem hafa sinnt fólkinu síðustu vikur ásamt öðrum segir gríðarmörg verkefni í gangi á vegum hópsins þar á meðal umsjón mötuneytis í Guðrúnartúni. Þar hafi undanfarið verið tekið á móti um 150 manns daglega í mat. „Hópurinn er til dæmis með með þrjár rútur á sínum snærum fyrir flóttafólkið. Við ætlum að opna aðstöðu þar sem börn og foreldrar geta dvalið og fengið smá hvíld. Við erum líka með alls konar afleidda þjónustu í óstofnuðum samtökum sem telja nú 250 manns. Þetta er meira og minna gert í samráði við Gylfa Þór Þorsteinsson sem leiðir sérstakt aðgerðarteymi vegna komu einstaklinga á flótta frá Úkraínu, Þjóðkirkjuna og fleiri hjálparsamtök. Við munum að sjálfsögðu skila allri þessari vinnu til hans þegar hið miðlæga batterí er endanlega tilbúið,“ segir Sveinn. Flóttafólk frá Úkraínu dvelur m.a. á Fosshóteli Rauðará. Á myndinni eru sjálfboðaliðar og fleiri.Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun heldur utan um húsnæði fyrir flóttafólkið. Stjórnvöld tilkynntu til að mynda í gær að búið væri að leigja tvö íbúðahótel til viðbótar þeim sem eru þegar til staðar fyrir flóttafólk frá Úkraínu, eitt í Reykjavík og hitt á Bifröst Sveinn gagnrýnir hversu sumir hlutir gangi hægt á vegum Útlendingastofnunar því mikilvægt sé að flóttafólkið geti notið allrar grunnþjónustu sem fyrst. „Það skiptir máli að hér séu innviðir til að taka á móti þessu fólki. Það þarf að geta dreift huganum og haft eitthvað fyrir stafni annað en að vera inn á herbergjum og fá til sín matarbakka. Ég er afar þakklátur þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa hlaupið á þeim hraða sem vænst er af íslenskri þjóð og útvegað alls kyns nauðsynjar. Það er því miður ekki hægt að segja alveg það sama um Útlendingastofnun, en stofnunin hefur haft nokkrar vikur til að útvega fólkinu þvottavélar svo það geti þvegið af sér en enn þá bólar ekkert á þeim,“ segir Sveinn Rúnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16 Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur líka við það Biskup Íslands segir kirkjuna taka flóttafólki frá Úkraínu fagnandi. Hún segir nauðsynlegt að tala ekki aðeins um flóttafólk, heldur við það. 18. mars 2022 22:16
Gerir undanþágu svo flóttafólk geti tekið gæludýr sín með til Íslands Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að veita undanþágu frá gildandi banni við innflutningi gæludýra frá Úkraínu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. 18. mars 2022 21:45