Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2022 19:54 Vita, Daria og Yana Vísir/sigurjón Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. Í íbúð við Hlíðarenda í Reykjavík, með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll, búa nú fjórir Úkraínumenn sem flúðu stríðshrjáð heimaland sitt fyrr í mánuðinum - og komu til Íslands fyrir þremur dögum. Heimaborg mæðgnanna Dariu og Vitu Melanich er Luhansk en þær flúðu þaðan til hafnarborgarinnar Odessa eftir innrás Rússa 2014. Yana Miz og sjö ára dóttir hennar eru frá Kænugarði. Konurnar hittust í fyrsta sinn á flugvelli í Varsjá í Póllandi fyrir fáeinum dögum. Og nú eru þær sambýliskonur í Reykjavík. Viðtalið við Dariu og Yönu byrjar um það bil á mínútu 3:30 í spilaranum hér fyrir neðan. Aftur flóttamenn Daria og Vita eru þannig flóttamenn í annað sinn. Það var þeim mikið áfall þegar stríðið braust út fyrir nítján dögum. „Þetta var einhvern veginn... af hverju erum við svona óheppnar? Það var reiði, og ótti. Og reiði,“ segir Daria. Mæðgurnar þurftu að flýja Úkraínu án fjölskylduföðurins, sem kvaddur var í herinn. Þær sakna hans mjög. „Við vitum ekki af hverju hann var tekinn. En hann er nú í fremstu víglínu. Hann má ekki segja hvar hann er eða hvað hann er nákvæmlega að gera,“ segir Daria. Eins og fjölskylda að taka á móti þeim Yana og dóttir hennar eiga stóra fjölskyldu sem enn er í Úkraínu. En Yana ákvað að flýja strax og stríðið braust út. „Áður en það braust út, þá var það í loftinu. Maður fann það. Þannig að á einhvern hátt var það eiginlega léttir,“ segir Yana. Þær eiga vart orð yfir gestrisni Íslendinga. Þær fengu íbúðina sem þær dvelja í í gegnum íslenska vinkonu Yönu. „Allir eru algjörlega frábærir og færa okkur föt, hlý föt. Ég fékk lopapeysu, það klæjaði,“ segir Daria. Yana tekur í sama streng. „Hjarta Íslendinga er mjög opið og þeir hafa tekið vel á móti okkur. Eins og fjölskylda, eiginlega. Mér leið eins og fjölskylda mín væri að bíða eftir mér,“ segir Yana. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Í íbúð við Hlíðarenda í Reykjavík, með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll, búa nú fjórir Úkraínumenn sem flúðu stríðshrjáð heimaland sitt fyrr í mánuðinum - og komu til Íslands fyrir þremur dögum. Heimaborg mæðgnanna Dariu og Vitu Melanich er Luhansk en þær flúðu þaðan til hafnarborgarinnar Odessa eftir innrás Rússa 2014. Yana Miz og sjö ára dóttir hennar eru frá Kænugarði. Konurnar hittust í fyrsta sinn á flugvelli í Varsjá í Póllandi fyrir fáeinum dögum. Og nú eru þær sambýliskonur í Reykjavík. Viðtalið við Dariu og Yönu byrjar um það bil á mínútu 3:30 í spilaranum hér fyrir neðan. Aftur flóttamenn Daria og Vita eru þannig flóttamenn í annað sinn. Það var þeim mikið áfall þegar stríðið braust út fyrir nítján dögum. „Þetta var einhvern veginn... af hverju erum við svona óheppnar? Það var reiði, og ótti. Og reiði,“ segir Daria. Mæðgurnar þurftu að flýja Úkraínu án fjölskylduföðurins, sem kvaddur var í herinn. Þær sakna hans mjög. „Við vitum ekki af hverju hann var tekinn. En hann er nú í fremstu víglínu. Hann má ekki segja hvar hann er eða hvað hann er nákvæmlega að gera,“ segir Daria. Eins og fjölskylda að taka á móti þeim Yana og dóttir hennar eiga stóra fjölskyldu sem enn er í Úkraínu. En Yana ákvað að flýja strax og stríðið braust út. „Áður en það braust út, þá var það í loftinu. Maður fann það. Þannig að á einhvern hátt var það eiginlega léttir,“ segir Yana. Þær eiga vart orð yfir gestrisni Íslendinga. Þær fengu íbúðina sem þær dvelja í í gegnum íslenska vinkonu Yönu. „Allir eru algjörlega frábærir og færa okkur föt, hlý föt. Ég fékk lopapeysu, það klæjaði,“ segir Daria. Yana tekur í sama streng. „Hjarta Íslendinga er mjög opið og þeir hafa tekið vel á móti okkur. Eins og fjölskylda, eiginlega. Mér leið eins og fjölskylda mín væri að bíða eftir mér,“ segir Yana.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira